Dagbjört stendur við færsluna sem hún eyddi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. október 2024 18:52 Dagbjört segist standa við færsluna. Vísir/Vilhelm Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist standa við það sem hún sagði í færslu sem hún eyddi af samfélagsmiðlum um helgina. Hún segir þau hörðu viðbrögð sem færslan fékk einkennast af misskilningi og fréttaflutning af henni misvísandi. Dagbjört Hákonardóttir birti færslu á laugardaginn síðasta þar sem hún gerði athugasemd við ummæli Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og formann Vinstri grænna. Ummæli ráðherrans voru á þann veg að það væri mennska fólgin í þeirri ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hringja í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að stöðva tilvonandi brottvísun Yazans Tamimi sem nú hefur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Færslan hafi eingöngu snúið að ummælum Svandísar Í færslunni segir Dagbjört það varhugavert að Svandís skuli setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. Hún líkir afskiptum Guðmundar Inga við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið og söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka og segir málin eiga það öll sameiginlegt að ráðherrar hafi haft óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni. Í samtali við fréttastofu áréttar Dagbjört að færslan hafi aðeins og einungis snúið að ummælum Svandísar og afskiptum félags- og vinnumarkaðsráðherra og engan veginn að máli Yazans Tamimi. „Ég er umfram allt mjög glöð yfir því að Yazan búi hér og hafi fengið fyrirsjáanleika í sitt líf. Ummælin snerust alls ekki að því,“ segir Dagbjört. Stendur við færsluna Hún segist standa við ummæli sín en segir að hún hafi fundið sig knúna til að eyða færslunni. „Það er ágætt að horfa til þess að ummælin sem voru látin þarna falla voru í fullkomnu ósamræmi við innihald og í staðinn fyrir að fara að svara hverjum og einum ákvað ég að best væri að láta kyrrt liggja. Ég tók mér dagskrárvald þarna,“ segir Dagbjört. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mál Yazans Samfylkingin Hælisleitendur Vinstri græn Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sjá meira
Dagbjört Hákonardóttir birti færslu á laugardaginn síðasta þar sem hún gerði athugasemd við ummæli Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og formann Vinstri grænna. Ummæli ráðherrans voru á þann veg að það væri mennska fólgin í þeirri ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hringja í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að stöðva tilvonandi brottvísun Yazans Tamimi sem nú hefur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Færslan hafi eingöngu snúið að ummælum Svandísar Í færslunni segir Dagbjört það varhugavert að Svandís skuli setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. Hún líkir afskiptum Guðmundar Inga við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið og söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka og segir málin eiga það öll sameiginlegt að ráðherrar hafi haft óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni. Í samtali við fréttastofu áréttar Dagbjört að færslan hafi aðeins og einungis snúið að ummælum Svandísar og afskiptum félags- og vinnumarkaðsráðherra og engan veginn að máli Yazans Tamimi. „Ég er umfram allt mjög glöð yfir því að Yazan búi hér og hafi fengið fyrirsjáanleika í sitt líf. Ummælin snerust alls ekki að því,“ segir Dagbjört. Stendur við færsluna Hún segist standa við ummæli sín en segir að hún hafi fundið sig knúna til að eyða færslunni. „Það er ágætt að horfa til þess að ummælin sem voru látin þarna falla voru í fullkomnu ósamræmi við innihald og í staðinn fyrir að fara að svara hverjum og einum ákvað ég að best væri að láta kyrrt liggja. Ég tók mér dagskrárvald þarna,“ segir Dagbjört.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mál Yazans Samfylkingin Hælisleitendur Vinstri græn Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sjá meira