Innlent

Fimm þing­menn af átta horfnir á braut

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir var fyrst til að hverfa á braut þegar hún tilkynnti um framboð til forseta Íslands á vormánuðum.
Katrín Jakobsdóttir var fyrst til að hverfa á braut þegar hún tilkynnti um framboð til forseta Íslands á vormánuðum. Vísir/vilhelm

Fimm þingmenn Vinstri grænna af þeim átta sem fengu sæti á Alþingi eft­ir síðustu þing­kosn­ing­ar verða ekki á lista flokks­ins fyr­ir næstu kosn­ing­ar. Meirihluti þeirra er því horfinn á braut.

Þeir fimm þing­menn sem hófu síðasta kjör­tíma­bil en verða ekki áfram eru Katrín Jak­obs­dótt­ir og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir og Jó­dís Skúla­dótt­ir úr Norðaust­ur­kjör­dæmi og svo Bjarni Jóns­son úr Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Katrín hætti á miðju kjörtímabili til að fara í forsetaframboð eins og frægt er, Jódís tilkynnti að hún væri hætt í pólitík eftir að hún fékk ekki oddvitasæti hjá upp­still­inga­rnefnd og Bjarni, Bjarkey og Stein­unn til­kynntu að þau myndu ekki bjóða sig fram að nýju.

Þó hefur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og pólitískur greinandi, spáð fyrir um að Bjarni muni fara yfir í Miðflokkinn og er því ekki útilokað að hann verði áfram á þingi ef það reynist rétt.

Þingmennirnir þrír sem hófu síðasta kjör­tíma­bil en hafa ekki til­kynnt um að þeir hygg­ist hætta eru Svandís Svavars­dótt­ir og Orri Páll Jó­hanns­son úr Reykja­víkurkjördæmi Suður og Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son úr Suðvest­ur­kjör­dæmi. Eva Dögg Davíðsdótt­ir tók sæti Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur á miðju kjör­tíma­bili og mun sennilega bjóða sig fram að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×