Emilía á löngum lista kvenna sem skora á FIFA Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 12:01 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir til varnar í leik gegn Póllandi í undankeppni EM á þessu ári. EPA-EFE/Jarek Praszkiewicz Yfir hundrað knattspyrnukonur, þar á meðal ein íslensk landsliðskona, hafa sent FIFA opið bréf og skorað á sambandið að rifta styrktarsamningi sínum við sádiarabíska olíurisann Aramco. FIFA greindi frá samningi við Aramco fyrr á þessu ári, og er fyrirtækið einn af bakhjörlunum vegna næstu heimsmeistaramóta; HM karla 2026 og HM kvenna 2027. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Nordsjælland í Danmörku, er ein þeirra sem skrifa undir bréfið til FIFA en á listanum eru knattspyrnukonur frá 24 þjóðum. Þær segja samning FIFA við Aramco vera „högg í magann“ fyrir fótboltann og vilja að samningum verði rift, út frá mannúðar- og umhverfisverndarsjónarmiðum. Sádi-Arabar hafa verið sakaðir um að nota íþróttir til hvítþvottar á orðspori sínu, en þjóðin hefur verið gagnrýnd fyrir brot á mannréttindalögum, réttindum kvenna og fyrir að gera samkynhneigð refsiverða. Aramco er í meirihlutaeigu sádi-arabíska ríkisins. „Ég held að sem knattspyrnufólk, og sérstaklega knattspyrnukonur, berum við ábyrgð á að sýna heiminum og næstu kynslóð hvað sé rétt að gera,“ segir hollenska markavélin Vivianne Miedema sem leikur með Manchester City, í samtali við BBC. Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts.Getty/Patrick Goosen „FIFA lætur alltaf eins og að sambandið vilji vera opið fyrir alla og að fótboltinn eigi að sýna gott fordæmi. Ef svo er þá þurfa samningar einnig að vera við styrktaraðila sem eru til fyrirmyndar,“ segir Miedema. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að samningurinn við Aramco sé fokkjú-putti í átt til knattspyrnu kvenna. Nefnd eru dæmi um mannréttindabrot Sádi-Araba gagnvart konum, til að mynda það að í janúar 2023 hafi Salma al-Shebab, þá doktorsnemi í Leeds í Bretlandi og tveggja barna móðir, verið dæmd í 27 ára fangelsi auk 27 ára farbanns fyrir endurtíst í þágu málfrelsis. FIFA Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
FIFA greindi frá samningi við Aramco fyrr á þessu ári, og er fyrirtækið einn af bakhjörlunum vegna næstu heimsmeistaramóta; HM karla 2026 og HM kvenna 2027. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Nordsjælland í Danmörku, er ein þeirra sem skrifa undir bréfið til FIFA en á listanum eru knattspyrnukonur frá 24 þjóðum. Þær segja samning FIFA við Aramco vera „högg í magann“ fyrir fótboltann og vilja að samningum verði rift, út frá mannúðar- og umhverfisverndarsjónarmiðum. Sádi-Arabar hafa verið sakaðir um að nota íþróttir til hvítþvottar á orðspori sínu, en þjóðin hefur verið gagnrýnd fyrir brot á mannréttindalögum, réttindum kvenna og fyrir að gera samkynhneigð refsiverða. Aramco er í meirihlutaeigu sádi-arabíska ríkisins. „Ég held að sem knattspyrnufólk, og sérstaklega knattspyrnukonur, berum við ábyrgð á að sýna heiminum og næstu kynslóð hvað sé rétt að gera,“ segir hollenska markavélin Vivianne Miedema sem leikur með Manchester City, í samtali við BBC. Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts.Getty/Patrick Goosen „FIFA lætur alltaf eins og að sambandið vilji vera opið fyrir alla og að fótboltinn eigi að sýna gott fordæmi. Ef svo er þá þurfa samningar einnig að vera við styrktaraðila sem eru til fyrirmyndar,“ segir Miedema. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að samningurinn við Aramco sé fokkjú-putti í átt til knattspyrnu kvenna. Nefnd eru dæmi um mannréttindabrot Sádi-Araba gagnvart konum, til að mynda það að í janúar 2023 hafi Salma al-Shebab, þá doktorsnemi í Leeds í Bretlandi og tveggja barna móðir, verið dæmd í 27 ára fangelsi auk 27 ára farbanns fyrir endurtíst í þágu málfrelsis.
FIFA Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira