Upp­gjörið: Tinda­stóll - Valur 65-86 | Keyrðu yfir heimakonur í síðasta fjórðung

Arnar Skúli Atlason skrifar
Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti fínan leik í liði Vals.
Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti fínan leik í liði Vals. Vísir/Diego

Það var Valur sem lagði Tindastól á Sauðárkróki þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna, lokatölur 65-86 og gestirnir frá Hlíðarenda fóru glaðir frá Króknum í kvöld. Fyrir leik kvöldsins hafði Tindastóll unnið tvo af þremur leikjum á meðan Valur hafði unnið aðeins einn. Því var búist við hörkuleik.

Tindastóll komst auðveldlega á hringinn í upphafi leiks og Valur átti fá svör við sóknarleik Tindastóls, Randi Brown og Oumul Sarr voru að spila vel sín á milli, Valur hélt sér inni leiknum með sóknarfráköstum og en Tindastóll skrefi á undan eftir fyrsta leikhluta 17-15

Valskonur komu gríðarlega einbeittar út í 2. leikhlutann og skoruðu fyrstu tíu stig leikhlutans. Tindastóll átti erfitt með að finna leiðir að körfunni og fundu fá svör við varnarleik Vals.

Alyssa Cerino og Jiselle leiddu þetta sóknarlega hjá Val en þegar Randi Brown setti stig á töfluna fyrir Tindastól fóru heimakonur að saxa á muninn sem var orðinn níu stig. Héldu þær áfram að sækja á o gar munurinn aðeins fjögur stig í hálfleik, staðan þá 33-37.

Tindastóll hóf seinni hálfleikinn betur og náði að læsa vörninni hjá sér. Stigin hjá Val komu að mestu af vítalínunni en Tindastóll nýtti sínar sóknir betur. 

Edyta Ewa kom með stig inn af bekknum en hún skoraði níu stig í leikhlutanum. Valur hrökk svo í gang um miðjan fjórðung þegar Alyssa Marie Cerino sem skoraði af vild eftir miðja fjórðunginn átti sex stiga sókn og kom Val sex stigum yfir. Staðan 52-59 fyrir síðasta fjórðung leiksins á Króknum.

Valur byrjaði síðasta fjórðung eins og þær spiluðu seinni hluta þriðja fjórðungs. Þær rúlluðu einfaldlega yfir Tindastól sem átti engin svör við sóknarleik Vals. Alyssa Marie hélt áfram að skora af vild en Dagbjört Dögg hjálpaði til sóknarlega með því að skora og búa til fyrir Alyssu og fleiri leikmenn Vals. 

Þetta endaði sem frekar auðveldur sigur Valsmanna því lið Tindastóls sá ekki til sólar í fjórða leikhluta þar sem lykilmenn spiluðu undir getu og varnarleikurinn var enginn. Niðurstaðan öruggur sigur Valskvenna.

Atvik leiksins

Þegar Oumoul Khairy Sarr Coibaly klikkaði galopnum sniðskoti fyrir Tindastól þegar staðan var jöfn 46-46 og í næstu sókn skoraði Alyssa Marie Cerino sex stig í röð fyrir Val og gerði eftir það var ekki aftur snúið.

Stjörnur leiksins

Hjá Val skein Alyssa Marie Cerino skærast og Tindastóll réð ekkert við hana. Dagbjört Dögg, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas og lögðu sitt á vogarskálarnar sem og aðrir leikmenn Vals sem voru öflugir í kvöld. Hjá Tindastól skoraði Randi Brown 22 stig í kvöld.

Skúrkar kvöldsins

Oumoul Khairy Sarr Coibaly átti dapran leik leik því hún klikkaði á mörgum opnum sniðskotum og hefði leikandi getað skorað meira en hún gerði í dag. Einnig var framlag frá öðrum leikmönnum Tindastóll ekkert mjög mikið

Stemmning og umgjörð

Það var illa mætt í Síkið í kvöld. Það voru fáir í stúkunni og ekki mikið stemning. Þetta má bæta hjá stuðningsliði Tindastóls.

Dómarar [7]

Þeir stóðu fyrir sínu í dag og ekki sjáanleg mistök. Þetta var einnig ekki erfiður leikur að dæma.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira