Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 17:19 Chris Wood hefur skorað átta mörk í fyrstu tíu leikjum tímabilsins. Michael Regan/Getty Images Nottingham Forest fór upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn West Ham. Southampton tók á móti Everton og vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, líkt og Ipswich vonaðist til gegn Leicester en þeir skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma. Ipswich – Leicester 1-1 Gestirnir frá Leicester byrjuðu mun betur fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það voru heimamenn Ipswich við völd. Þó nokkur færi litu dagsins ljós á báðum endum vallarins, Ipswich átti tíu skot og Leicester fimm skot í fyrri hálfleik. Ísinn var svo brotinn af heimamönnum í upphafi seinni hálfleiks, á 55. mínútu. Sam Morsy sá hlaup vinstri bakvarðarins og skipti boltanum yfir, Leif Davies var ekkert að tvínóna við og klippti boltann í fyrstu snertingu í netið. Landslag leiksins gjörbreyttist á 77. mínútu þegar Kalvin Phillips fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Ipswich lagðist með alla tíu mennina í teiginn og Leicester reyndi að nýta sér mismuninn til að skora jöfnunarmarkið. Kalvin Phillips var látinn fara af velli.Stephen Pond/Getty Images Það datt loks á fimmtu mínútu uppbótartíma, Jamie Vardy gerði vel og lagði upp á Jordan Ayew sem skoraði enn eitt markið í uppbótartíma fyrir Leicester. Ipswich tókst því ekki að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu, liðið er með fimm stig í átjánda sæti deildarinnar. Leicester er fimm stigum ofar í fimmtánda sæti. Jordan Ayew jafnaði í uppbótartíma.Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images Nott. Forest – West Ham 3-0 Forest var mun betri aðilinn frá upphafi og West Ham átti ekki skot fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Chris Wood hafði þá komið heimamönnum yfir á 27. mínútu, rétt eftir að hafa klúðrað dauðafæri. Hann hitti markið með kollspyrnu af örstuttu færi eftir flotta fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri bakverðinum Alex Moreno. Rétt áður en hálfleiksflautið gall missti West Ham mann af velli, Edson Álvarez leit sitt annað gula spjald eftir seina og glæfralega tæklingu á Anthony Elanga. Edson Alvarez var rekinn útaf rétt fyrir hálfleik.Michael Regan/Getty Images Brött brekka blasti því við West Ham í seinni hálfleik og ekki batnaði það þegar Forest tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Elliot Anderson var þá nýstiginn inn á völlinn og fann Callum Hudson-Odoi með sinni fyrstu snertingu. Sá síðarnefndi skaut frábæru skoti við vítateigslínuna sem söng í netinu. Ola Aina rak smiðshöggið á 78. mínútu með frábæru skoti við vítateigshornið sem flaug af vinstri fæti upp í fjærhornið. Nottingham Forest fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, stigi ofar en Arsenal fjórum stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool. Southampton – Everton 1-0 Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör og fá færi. Southampton virtist örlítið sterkari aðilinn og ógnaði aðeins en lyktin af markalausu jafntefli var yfirgnæfandi. Allt þar til á 85. mínútu þegar Adam Armstrong skoraði eina mark leiksins eftir háa fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri vængbakverðinum Yukinari Sugawara. Adam Armstrong skoraði sigurmarkið.Charlie Crowhurst/Getty Images Everton hélt að Beto hefði skorað jöfnunarmark á 89. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var það dæmt af. Jöfnunarmark Beto fékk ekki að standa.Visionhaus/Getty Images Southampton slapp því með eins marks sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu og tók það upp í nítjánda sæti, tveimur stigum ofar en Wolves sem mætir Crystal Palace á heimavelli í kvöld. Everton er í sextánda sæti með níu stig. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Ipswich – Leicester 1-1 Gestirnir frá Leicester byrjuðu mun betur fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það voru heimamenn Ipswich við völd. Þó nokkur færi litu dagsins ljós á báðum endum vallarins, Ipswich átti tíu skot og Leicester fimm skot í fyrri hálfleik. Ísinn var svo brotinn af heimamönnum í upphafi seinni hálfleiks, á 55. mínútu. Sam Morsy sá hlaup vinstri bakvarðarins og skipti boltanum yfir, Leif Davies var ekkert að tvínóna við og klippti boltann í fyrstu snertingu í netið. Landslag leiksins gjörbreyttist á 77. mínútu þegar Kalvin Phillips fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Ipswich lagðist með alla tíu mennina í teiginn og Leicester reyndi að nýta sér mismuninn til að skora jöfnunarmarkið. Kalvin Phillips var látinn fara af velli.Stephen Pond/Getty Images Það datt loks á fimmtu mínútu uppbótartíma, Jamie Vardy gerði vel og lagði upp á Jordan Ayew sem skoraði enn eitt markið í uppbótartíma fyrir Leicester. Ipswich tókst því ekki að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu, liðið er með fimm stig í átjánda sæti deildarinnar. Leicester er fimm stigum ofar í fimmtánda sæti. Jordan Ayew jafnaði í uppbótartíma.Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images Nott. Forest – West Ham 3-0 Forest var mun betri aðilinn frá upphafi og West Ham átti ekki skot fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Chris Wood hafði þá komið heimamönnum yfir á 27. mínútu, rétt eftir að hafa klúðrað dauðafæri. Hann hitti markið með kollspyrnu af örstuttu færi eftir flotta fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri bakverðinum Alex Moreno. Rétt áður en hálfleiksflautið gall missti West Ham mann af velli, Edson Álvarez leit sitt annað gula spjald eftir seina og glæfralega tæklingu á Anthony Elanga. Edson Alvarez var rekinn útaf rétt fyrir hálfleik.Michael Regan/Getty Images Brött brekka blasti því við West Ham í seinni hálfleik og ekki batnaði það þegar Forest tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Elliot Anderson var þá nýstiginn inn á völlinn og fann Callum Hudson-Odoi með sinni fyrstu snertingu. Sá síðarnefndi skaut frábæru skoti við vítateigslínuna sem söng í netinu. Ola Aina rak smiðshöggið á 78. mínútu með frábæru skoti við vítateigshornið sem flaug af vinstri fæti upp í fjærhornið. Nottingham Forest fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, stigi ofar en Arsenal fjórum stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool. Southampton – Everton 1-0 Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör og fá færi. Southampton virtist örlítið sterkari aðilinn og ógnaði aðeins en lyktin af markalausu jafntefli var yfirgnæfandi. Allt þar til á 85. mínútu þegar Adam Armstrong skoraði eina mark leiksins eftir háa fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri vængbakverðinum Yukinari Sugawara. Adam Armstrong skoraði sigurmarkið.Charlie Crowhurst/Getty Images Everton hélt að Beto hefði skorað jöfnunarmark á 89. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var það dæmt af. Jöfnunarmark Beto fékk ekki að standa.Visionhaus/Getty Images Southampton slapp því með eins marks sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu og tók það upp í nítjánda sæti, tveimur stigum ofar en Wolves sem mætir Crystal Palace á heimavelli í kvöld. Everton er í sextánda sæti með níu stig.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti