Körfubolti

Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Hermannsson verður frá keppni næstu vikurnar.
Martin Hermannsson verður frá keppni næstu vikurnar. Getty Images/Hendrik Schmidt

Óttast var að Martin Hermannsson, leikstjórnandi Alba Berlínar í efstu deild þýska körfuboltans og íslenska landsliðsins, væri illa meiddur eftir að hann meiddist á hásin. Nú hefur félagið greint frá að meiðslin séu ekki jafn slæmt og fyrst var óttast.

Hinn þrítugi Martin samdi við Alba á nýjan leik fyrr á þessu ári eftir að hafa verið hjá Valencia á Spáni í fjögur ár. Þar lenti hann í því að slíta krossband á hné og vera í kjölfarið lengi frá keppni.

Þá meiddist hann á læri undir lok síðasta tímabils og missti af úrslitaeinvígi Alba Berlínar og Bayern München. Það var því reiknað með hinu versta þegar hann virtist meiðast illa á hásin á dögunum. Meiðsli á hásin eru svipað slæm og krossbandsmeiðsli en leikmann geta verið allt að ár frá keppni eftir slík meiðsli.

Sem betur fer fyrir Martin, Alba og íslenska landsliðsins voru meiðslin ekki þess eðlis og landsliðsmaðurinn öflugi verður því aðeins frá keppni í nokkrar vikur.

Alba Berlín má þó ekki við því að vera lengi án Martin þar sem félagið hefur ekki farið vel af stað á leiktíðinni. Það er sem stendur með þrjá sigra og fjögur töp í fyrstu sjö leikjum sínum en Martin spilaði stóran þátt í sigri á toppliði Ulm um liðna helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×