Körfubolti

Hefur Ben Simmons náð botninum?

Siggeir Ævarsson skrifar
Margir hafa sett stórt spurningamerki við skotstíl Ben Simmons í gegnum tíðina
Margir hafa sett stórt spurningamerki við skotstíl Ben Simmons í gegnum tíðina EPA-EFE/JASON SZENES SHUTTERSTOCK OUT

Ben Simmons hefur ekki átt sjö dagana sæla í NBA deildinni um langa hríð en tilþrif hans í leik Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers í fyrradag hafa farið eins og eldur í sinu um internetið.

Simmons, sem lék aðeins 15 leiki á síðasta tímabili vegna meiðsla, átti ekki tilþrif leiksins þegar hann klikkaði úr galopnu færi undir körfunni og var raunar ekki nálægt því að setja boltann ofan í körfuna eða nálægt hringnum heilt yfir.

Fyrr í vikunni kom myndband á netið sem áhorfandi virðist hafa tekið upp á síma á hliðarlínunni meðan Nets hituðu upp, þar sem Simmons klikkaði úr hverju einasta skoti sem hann tók. 

Simmons, sem valinn var fyrstur í nýliðavalinu 2018 og valinn nýliði ársins 2019 virtist eiga bjarta framtíð fyrir sér í deildinni. Hann lék ekkert tímabilið 2021/22 vegna bakmeiðsla og hefur síðan þá varla verið svipur hjá sjón. Vilja sumir spekingar meina að augnablikið sem breytti öllu hafi verið þegar hann hætti við galopna troðslu í leik sjö gegn Hawks vorið 2021.

Síðan þá hefur Simmons leikið aðeins 69 leiki og skorað um sex stig að meðaltali. Á þeim sjö árum tímabilum sem hann hefur verið í deildinni hefur hann aðeins tekið 36 þriggjastiga skot og sett niður fimm. Á síðustu þremur árum hefur hann aðeins reynt tvö, og sett niður núll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×