Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 11:11 Kristinn Hrafnsson telur „Valkyrkjustjórnina“ vera augljósan kost í stöðunni. vísir/vilhelm Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks er einn þeirra sem býður upp á greiningu á stöðu mála nú að loknum kosningum. Hann segir Kristrúnu Frost Taylor Swift kosninganna. „Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, með öruggan meirihluta (36), virðist eðlileg endurspeglun þjóðarviljans. K-Frost er Taylor Swift kosninganna og gæti leitt kvennastjórn með Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland. Þetta yrði Valkyrjustjórn,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni og heldur áfram að rýna í niðurstöðurnar: „Fjórði sigurvegarinn, Miðflokkurinn, dæmist að vísu með þessu í stjórnarandstöðu.“ Hlutverki VG í stjórnmálasögunni er lokið Kristinn segir einnig aðra möguleika tæknilega mögulega, jafnvel hrein hægri stjórn með tæpan meirihluta (D,C,M = 33). Hann spyr hvort það gæti kitlað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar að leiða slíka stjórn? Eða Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins = 35. Kristinn veltir því fyrir sér hvort tilkynning frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokks þess efnis að hann hverfi af vettvangi og rými fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir slíka möguleika. Annar er þetta helst það sem Kristinn tekur út úr niðurstöðum kosninganna: Hlutverki VG í stjórnmálasögu Íslands er lokið. Píratar gjalda afhroð og hljóta að leggjast í naflaskoðun til ákvörðunar um eigið erindi í pólitíkina. Sósíalistar verða að gera upp við sig hvort þeir pakka við spilaborðið eða setja undir sig hausinn í langhlaup. Framsókn: það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Þröskuldurinn ósanngjarn Þá segir Kristinn þröskuldinn skelfilega ósanngjarnan. Samanlagt fylgi á botninum, sem er 10,7 prósent skilar engu þingsæti á meðan álíka fylgi Miðflokksins - 11,8 prósent – skili 8 þingmönnum. „Konur verða mögulega í meirihluta á nýju þingi (32/31) það er ef Þórður Snær víkur fyrir konu. Aðeins tveir frambjóðendur af erlendum uppruna (pólskum) ná kjöri.“ Kristinn lýkur þessum vangaveltum á að benda á að klukkan fjögur sé svo toppslagur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti Man City. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
„Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, með öruggan meirihluta (36), virðist eðlileg endurspeglun þjóðarviljans. K-Frost er Taylor Swift kosninganna og gæti leitt kvennastjórn með Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland. Þetta yrði Valkyrjustjórn,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni og heldur áfram að rýna í niðurstöðurnar: „Fjórði sigurvegarinn, Miðflokkurinn, dæmist að vísu með þessu í stjórnarandstöðu.“ Hlutverki VG í stjórnmálasögunni er lokið Kristinn segir einnig aðra möguleika tæknilega mögulega, jafnvel hrein hægri stjórn með tæpan meirihluta (D,C,M = 33). Hann spyr hvort það gæti kitlað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar að leiða slíka stjórn? Eða Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins = 35. Kristinn veltir því fyrir sér hvort tilkynning frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokks þess efnis að hann hverfi af vettvangi og rými fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir slíka möguleika. Annar er þetta helst það sem Kristinn tekur út úr niðurstöðum kosninganna: Hlutverki VG í stjórnmálasögu Íslands er lokið. Píratar gjalda afhroð og hljóta að leggjast í naflaskoðun til ákvörðunar um eigið erindi í pólitíkina. Sósíalistar verða að gera upp við sig hvort þeir pakka við spilaborðið eða setja undir sig hausinn í langhlaup. Framsókn: það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Þröskuldurinn ósanngjarn Þá segir Kristinn þröskuldinn skelfilega ósanngjarnan. Samanlagt fylgi á botninum, sem er 10,7 prósent skilar engu þingsæti á meðan álíka fylgi Miðflokksins - 11,8 prósent – skili 8 þingmönnum. „Konur verða mögulega í meirihluta á nýju þingi (32/31) það er ef Þórður Snær víkur fyrir konu. Aðeins tveir frambjóðendur af erlendum uppruna (pólskum) ná kjöri.“ Kristinn lýkur þessum vangaveltum á að benda á að klukkan fjögur sé svo toppslagur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti Man City.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
„Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05