Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 15:52 Fangavörður gengur út úr rými í deild Ringerike-fangelsisins þar sem Anders Behring Breivik er haldið. Náttúrumyndir voru settar upp á veggjum eftir að Breivik kvartaði fyrst undan aðbúnaði sínum. Vísir/EPA Lögmaður Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamannsins og fjöldamorðingjans, sakar norska ríkið um að brjóta á mannréttindum hans í fangelsinu þar sem hann dvelur. Verði stjórnvöld ekki við kröfum hans um úrbætur gæti hann skotið málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Borgarþingsáfrýjunardómstóllinn í Osló tók mál Breivik fyrir í dag. Øystein Storrvik, lögmaður Breiviks, sagði þar að það jaðraði við að honum væri haldið í einangrun í Ringerike-fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í á fjórtánda ár. Breivik, sem er nú 45 ára gamall, sé að „staðna“ vegna skorts á mannlegum samskiptum. Þær takmarkanir sem hann sætir í fangelsinu séu umfram það sem áhættumat hans gefi tilefni til. Breivik hlaut 21 árs fangelsisdóm, sem hægt er að framlengja, fyrir að myrða 69 manns í sumarbúðum unglingahreyfingar Verkamannaflokksins á Útey og átta manns til viðbótar í Osló 22. júlí árið 2011. Naggrís sem heldur Breivik félagsskap í Ringrike-fangelsinu.Vísir/EPA Norska ríkisútvarpið segir að Breivik sé talinn of hættulegur til þess að umgangast samfanga sína en ennfremur er honum talinn stafa hætta af þeim. Ríkislögmaður sagði fyrir dómi að Breivik væri enn hættulegur og að hann sætti viðeigandi öryggisvistun í fangelsinu. „Það er ekkert sem bendir til þess að Breivik sé ekki lengur ofbeldishneigður öfgahægrimaður,“ sagði Kristoffer Nerland, ríkislögmaður. Storrvik segir aðbúnað Breivik brjóta gegn skuldbindingum Noregs gagnvart mannréttindasáttmála Evrópu. Hafni áfrýjunardómstóllinn kröfu hans, líkt og neðra dómstig gerði fyrr á þessu ári, gæti hann látið á hana reyna fyrir hæstarétti Noregs eða Mannréttindadómstóli Evrópu. Noregur Erlend sakamál Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Borgarþingsáfrýjunardómstóllinn í Osló tók mál Breivik fyrir í dag. Øystein Storrvik, lögmaður Breiviks, sagði þar að það jaðraði við að honum væri haldið í einangrun í Ringerike-fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í á fjórtánda ár. Breivik, sem er nú 45 ára gamall, sé að „staðna“ vegna skorts á mannlegum samskiptum. Þær takmarkanir sem hann sætir í fangelsinu séu umfram það sem áhættumat hans gefi tilefni til. Breivik hlaut 21 árs fangelsisdóm, sem hægt er að framlengja, fyrir að myrða 69 manns í sumarbúðum unglingahreyfingar Verkamannaflokksins á Útey og átta manns til viðbótar í Osló 22. júlí árið 2011. Naggrís sem heldur Breivik félagsskap í Ringrike-fangelsinu.Vísir/EPA Norska ríkisútvarpið segir að Breivik sé talinn of hættulegur til þess að umgangast samfanga sína en ennfremur er honum talinn stafa hætta af þeim. Ríkislögmaður sagði fyrir dómi að Breivik væri enn hættulegur og að hann sætti viðeigandi öryggisvistun í fangelsinu. „Það er ekkert sem bendir til þess að Breivik sé ekki lengur ofbeldishneigður öfgahægrimaður,“ sagði Kristoffer Nerland, ríkislögmaður. Storrvik segir aðbúnað Breivik brjóta gegn skuldbindingum Noregs gagnvart mannréttindasáttmála Evrópu. Hafni áfrýjunardómstóllinn kröfu hans, líkt og neðra dómstig gerði fyrr á þessu ári, gæti hann látið á hana reyna fyrir hæstarétti Noregs eða Mannréttindadómstóli Evrópu.
Noregur Erlend sakamál Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21