Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2024 17:04 Benóný Breki Andrésson sést hér í bláum búningi Stockport County. Stockport County Enska C-deildar liðið Stockport County hefur keypt sóknarmanninn Benóny Breka Andrésson frá Bestu deildar liði KR. Þetta staðfestir enska félagið í tilkynningu. Lengi hefur verið á kreiki orðrómur þess efnis að Stockport County ætlaði sér að krækja í Benóný Breka og nú hefur verið staðfest að sá orðrómur var á rökum reistur. Benóný Breki skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið en hann verður leikmaður félagsins 1. janúar svo framarlega sem hann fái atvinnuleyfi strax. Benóný Breki fór á kostum með KR á síðasta tímabili í Bestu deildinni hér heima þar sem að hann skoraði 21 mark í 26 leikjum. Ellefu þeirra komu í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar en KR endaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Stockport County leikur í C-deildinni á Englandi og er sem stendur í 5.sæti sem mun veita þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku B-deildinni að lokinni deildarkeppni á yfirstandandi tímabili. Þjálfari liðsins er Englendingurinn David Challinor sem hafði þjálfað lið á borð við AFC Fylde og Hartlepool United í neðri deildum Englands áður en að hann tók við þjálfun Stockport County árið 2021 en hann er fyrrverandi leikmaður liðsins. Stockport Conty er rótgróið félag á Englandi sem á sér langa sögu. Liðið vann ensku D-deildin á síðasta tímabili og stefnir nú á að komast beint upp í ensku B-deildina. Benóný Breki á að baki 50 leiki í efstu deild hér á landi og hefur í þeim leikjum skorað 30 mörk. Þá á hann á ferilskrá sinni landsleiki fyrir U21, U19 og U17 ára landslið Íslands. Hann spilaði með Gróttu og Breiðabliki í yngri flokkunum en gekk svo til liðs við ítalska félagið Bologna árið 2021 og lék þar með yngri liðum félagsins áður en hann sneri aftur hingað til lands og þá til KR. ✍️ #StockportCounty is delighted to announce that we have agreed terms with Icelandic Club KR for the transfer of exciting young forward, Benoný Breki Andrésson.Benoný will officially join us in January, subject to receiving a work permit and international clearance 🇮🇸— Stockport County (@StockportCounty) December 11, 2024 Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Lengi hefur verið á kreiki orðrómur þess efnis að Stockport County ætlaði sér að krækja í Benóný Breka og nú hefur verið staðfest að sá orðrómur var á rökum reistur. Benóný Breki skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið en hann verður leikmaður félagsins 1. janúar svo framarlega sem hann fái atvinnuleyfi strax. Benóný Breki fór á kostum með KR á síðasta tímabili í Bestu deildinni hér heima þar sem að hann skoraði 21 mark í 26 leikjum. Ellefu þeirra komu í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar en KR endaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Stockport County leikur í C-deildinni á Englandi og er sem stendur í 5.sæti sem mun veita þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku B-deildinni að lokinni deildarkeppni á yfirstandandi tímabili. Þjálfari liðsins er Englendingurinn David Challinor sem hafði þjálfað lið á borð við AFC Fylde og Hartlepool United í neðri deildum Englands áður en að hann tók við þjálfun Stockport County árið 2021 en hann er fyrrverandi leikmaður liðsins. Stockport Conty er rótgróið félag á Englandi sem á sér langa sögu. Liðið vann ensku D-deildin á síðasta tímabili og stefnir nú á að komast beint upp í ensku B-deildina. Benóný Breki á að baki 50 leiki í efstu deild hér á landi og hefur í þeim leikjum skorað 30 mörk. Þá á hann á ferilskrá sinni landsleiki fyrir U21, U19 og U17 ára landslið Íslands. Hann spilaði með Gróttu og Breiðabliki í yngri flokkunum en gekk svo til liðs við ítalska félagið Bologna árið 2021 og lék þar með yngri liðum félagsins áður en hann sneri aftur hingað til lands og þá til KR. ✍️ #StockportCounty is delighted to announce that we have agreed terms with Icelandic Club KR for the transfer of exciting young forward, Benoný Breki Andrésson.Benoný will officially join us in January, subject to receiving a work permit and international clearance 🇮🇸— Stockport County (@StockportCounty) December 11, 2024
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira