Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Árni Jóhannsson skrifar 18. desember 2024 18:30 Grindavík - Vaæur Bónus Deild Kvenna Haust 2024 Grindavík - Valur vísir/Diego Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. Alyssa Marie Cerino skoraði sigurkörfuna en boltinn skoppaði vinalega á hringnum áður en hann fór í gegn þegar sekúnda lifði af leiknum. Eins og lokatölurnar bera með sér var jafnræði með liðunum og jafnvægi á flestum andartökum leiksins. Liðin skiptust á að verjast vel og á köflum komu litlar stigasprengjur. Valskonur voru feti framar í upphafi án þess þó að ná að slíta sig frá Grindvíkingum eins og tækifæri voru til. Valur komst mest sjö stigum yfir þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta en Grindavík skellti í lás og náðu að draga Val nær sér í stöðuna 22-18 eftir fyrsta fjórðung. Aftur komust Valskonur sjö stigum yfir í öðrum leikhluta þegar hann var ca. hálfnaður en þá komust Grindvíkingar aftur í takt varnarlega og náðu að naga niður forskotið í eitt stig og skipst var á körfum til loka hálfleiksins. Staðan var 39-38 þegar gengið var til búningsherbergja. Grindvíkingar réður illa við Alyssu Marie sem var komin með 17 stig í fyrri hálfleik og Valskonur réðu illa við Isabellu Ósk sem var með 17 stig og 11 fráköst. Dagbjört Dögg skoraði svo 13 stig fyrir Valskonur í fyrri hálfleik. Grindavík tók völdin í seinni hálfleik og þá voru gestirnir í þeirri stöðu að ná ekki að slíta sig frá Valskonum. Mest komust þær sjö stigum yfir í þriðja leikhluta 41-48 en Valskonur gerðu vel í að jafna metin. Þar með komst aftur jafnvægi á leikinn og ekki víst hvernig hann myndi enda. Langir kaflar voru í leiknum þar sem ekkert var skorað en varnarleikurinn í hávegum hafður. Staðan var 51-53 fyrir lokaleikhlutann. Grindvíkingar virtust vera að ná undirtökunum en Valur var aldrei langt undan. Aftur voru varnirnar góðar og langi stigalausir kaflar hjá báðum liðum. Guðbjörg Sverrisdóttir kom þá Valskonum þremum stigum yfir þegar hún skoraði fimm stig í röð þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá virtust Grindvíkingar vera að missa hausinn, tuðuðu í dómararnum og uppskáru tæknivillu. Staðan 63-59 og það hefði ekki komið á óvart ef Valur hefði stungið af þarna. Grindavík gerði vel, leiddar áfram af Isabellu, og jöfnuðu metin í 63-63 og komst svo yfir. Valskonur komust þá aftur yfir 67-65 en Jenný Geirdal skoraði þá eftir sóknarfrákast og jafnaði metin þegar 7,8 sekúndur voru eftir. Valur tók leikhlé og lokasóknin teiknuð upp. Alyssa Marie fékk boltann á blokkinni og fór í erfitt skot. Boltinn skoppaði tvisvar á hringnum áður en hann ákvað að leka ofan í en þá var ein sekúnda eftir og Grindavík tók leikhlé til að teikna upp lokasóknina sína. Isabella fékk boltann á blokkinni en var umkringd Valskonum sem létu hana ekki í friði og náði hún ekki að grípa boltann og tíminn leið út. Valur innbyrti sigurinn og fögnuðurinn var innilegur. Atvik leiksins Það er sigurkarfa Alyssu Marie Cerino. Skopp boltans á hringnum gerði dramatíkina algjöra og ég lái ekki Grindvíkingum að fá martraðir yfir þessu í jólafríinu. Stjörnur og skúrkar Alyssa Marie Cerino er maður leiksins. Hún skoraði 26 stig og sigurkörfuna og dró vagninn þegar Valur þurfti á að halda. Ef Grindavík hefði unnið hefði verið mjög auðvelt að tilnefna Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Þvílíkur leikur en hún endaði með 23 stig, 19 fráköst, fjórar stoðsendingar, þrjá stolna bolta, tvö varin skot og 37 framlagsstig. Dómararnir Ekkert út á tríóið að setja. Voru held ég með alla dóma rétta og flæðið var mjög gott í leiknum. Umgjörð og stemmning Það varð fín stemmning í N1 höllinni þegar hitar æstust í lok leiksins. Fín mæting en það voru áhyggjur af því að jólaösin myndi hafa áhrif. Viðtöl Dagbjört: Mikilvægt fyrir liðið að það fái framlag frá mér sóknarlega Fyrirliði Valskvenna, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, stóð í ströngu í kvöld en hún spilaði allar mínútur leiksins og skoraði 14 stig. Hún leyfði sér að hleypa út sælu andvarpi þegar hún var spurð að því hve kærkominn þessi sigur var. „Þetta var mjög gott. Þetta var nákvæmlega það sem liðið þurfti. Að fara með sigur inn í jólafríið. Ljótt var það en sigur er sigur og við tökum þessi stig alveg sama hvernig á það er litið. Þetta var rosalega kærkomið.“ Var það eitthvað umfram sigurkörfuna sem skóp sigurinn? „Við héldum þessu í jöfnum leik og við vorum ekki að missa þær of langt frá okkur í seinni hálfleik. Það hefði verið þægilegt að ná upp smá forskoti en við vorum einbeittar. Svo var bara gott að fá þetta skot ofan í í lokin.“ Dagbjört skilaði 14 stigum en 13 stig komu í fyrri hálfleik. Hvernig kom hún inn í leikinn? „Bara með það fyrir augum að vinna leikinn. Ég veit að það er mikilvægt fyrir liðið að það fái framlag frá mér sóknarlega, þjálfararnir hafa talað um það og ég veit að það hefur komið í síðustu tveimur eða þremur leikjum. Þetta hefur ekki verið eins og ég vil hafa það. Þannig að ég var bara ákveðin og það dugði í dag allavega þó ég hafi bara skilað einu stigi í seinni hálfleik“ Dagbjört var spurð að því hvort að fyrri hluti tímabilsins hafi verið vonbrigði. „Já auðvitað. Valur vill vera í topp baráttu í öllum deildum. Við erum ekki þar undanskildar. Þannig að jú vonbrigði en við eigum svo mikið inni og við verðum mikið betri seinni hlutann. Það er alveg morgunljóst.“ Jamil: Þetta var gott fyrir stelpurnar Þjálfari Vals viðurkenndi það að þó það sæist ekki utan á honum að þá væri hann mjög ánægður með sigurinn í kvöld. Jamil Abiad segist vera fullkomnunarsinni þegar hann var spurður að því hve ánægður hann var. „Ég er mjög ánægður en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Þetta var gott fyrir stelpurnar sem gáfust ekki upp en þær hefðu getað það á köflum í leiknum. Við klóruðum til baka og það vissu allar hve mikilvægt þetta var fyrir okkur. Það kannski sést ekki á mér en ég er ánægður en ég fullkomnunarsinni og það er mikið sem þarf að laga. Þetta er samt gott skref í rétta átt.“ Hversu ánægður var hann þá einmitt með það að Valur léti ekki Grindavík rífa sig frá Val í seinni hálfleik. „Mjög ánægður. Það þurfti hugrekki og framlag til að ná í mörg stopp í lokin sem hjálpaði okkur að ná í nokkrar körfur hinu megin. Við fengum síðan tækifæri í lokin og þó að kerfið hafi ekki gengið upp þá fékk Alyssa gott skot og við tökum þennan sigur.“ Þegar Jamil var spurður að því hvað sigurinn gæfi liðinu þá þurfti hann að hugsa sig um.' „Þetta gefur okkur skrefið áfram. Það er ýmislegt sem þarf að hreinsa upp hjá okkur en þegar við fáum Ástu Júlíu aftur þá mun það hjálpa okkur í frákastadeildinni en það hefur verið vandamál hjá okkur. Það hjálpar okkur líka í sókninni að fá einhvern inn í teiginn. Við höldum bara áfram.“ Þegar litið er til baka, hver er ástæðan fyrir einungis fjórum sigrum hjá Val fyrri hluta tímabilsins? „Það hjálpar ekki að vera með Ástu meidda. Aðrar stelpur þurfa þá að stíga upp reglulega en ekki bara ein manneskja. Liðsaukinn sem við fengum hjálpar okkur en það eru margir leikir þar sem við erum bara 2-3 sóknum frá því að vinna. Við gáfum frá okkur boltann oft í byrjun en við erum að verða betri í því og það mun hjálpa okkur einnig. Við byggjum bara áfram á það sem við erum góð í og lögum það sem er slæmt hjá okkur.“ Bónus-deild kvenna Valur UMF Grindavík
Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. Alyssa Marie Cerino skoraði sigurkörfuna en boltinn skoppaði vinalega á hringnum áður en hann fór í gegn þegar sekúnda lifði af leiknum. Eins og lokatölurnar bera með sér var jafnræði með liðunum og jafnvægi á flestum andartökum leiksins. Liðin skiptust á að verjast vel og á köflum komu litlar stigasprengjur. Valskonur voru feti framar í upphafi án þess þó að ná að slíta sig frá Grindvíkingum eins og tækifæri voru til. Valur komst mest sjö stigum yfir þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta en Grindavík skellti í lás og náðu að draga Val nær sér í stöðuna 22-18 eftir fyrsta fjórðung. Aftur komust Valskonur sjö stigum yfir í öðrum leikhluta þegar hann var ca. hálfnaður en þá komust Grindvíkingar aftur í takt varnarlega og náðu að naga niður forskotið í eitt stig og skipst var á körfum til loka hálfleiksins. Staðan var 39-38 þegar gengið var til búningsherbergja. Grindvíkingar réður illa við Alyssu Marie sem var komin með 17 stig í fyrri hálfleik og Valskonur réðu illa við Isabellu Ósk sem var með 17 stig og 11 fráköst. Dagbjört Dögg skoraði svo 13 stig fyrir Valskonur í fyrri hálfleik. Grindavík tók völdin í seinni hálfleik og þá voru gestirnir í þeirri stöðu að ná ekki að slíta sig frá Valskonum. Mest komust þær sjö stigum yfir í þriðja leikhluta 41-48 en Valskonur gerðu vel í að jafna metin. Þar með komst aftur jafnvægi á leikinn og ekki víst hvernig hann myndi enda. Langir kaflar voru í leiknum þar sem ekkert var skorað en varnarleikurinn í hávegum hafður. Staðan var 51-53 fyrir lokaleikhlutann. Grindvíkingar virtust vera að ná undirtökunum en Valur var aldrei langt undan. Aftur voru varnirnar góðar og langi stigalausir kaflar hjá báðum liðum. Guðbjörg Sverrisdóttir kom þá Valskonum þremum stigum yfir þegar hún skoraði fimm stig í röð þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá virtust Grindvíkingar vera að missa hausinn, tuðuðu í dómararnum og uppskáru tæknivillu. Staðan 63-59 og það hefði ekki komið á óvart ef Valur hefði stungið af þarna. Grindavík gerði vel, leiddar áfram af Isabellu, og jöfnuðu metin í 63-63 og komst svo yfir. Valskonur komust þá aftur yfir 67-65 en Jenný Geirdal skoraði þá eftir sóknarfrákast og jafnaði metin þegar 7,8 sekúndur voru eftir. Valur tók leikhlé og lokasóknin teiknuð upp. Alyssa Marie fékk boltann á blokkinni og fór í erfitt skot. Boltinn skoppaði tvisvar á hringnum áður en hann ákvað að leka ofan í en þá var ein sekúnda eftir og Grindavík tók leikhlé til að teikna upp lokasóknina sína. Isabella fékk boltann á blokkinni en var umkringd Valskonum sem létu hana ekki í friði og náði hún ekki að grípa boltann og tíminn leið út. Valur innbyrti sigurinn og fögnuðurinn var innilegur. Atvik leiksins Það er sigurkarfa Alyssu Marie Cerino. Skopp boltans á hringnum gerði dramatíkina algjöra og ég lái ekki Grindvíkingum að fá martraðir yfir þessu í jólafríinu. Stjörnur og skúrkar Alyssa Marie Cerino er maður leiksins. Hún skoraði 26 stig og sigurkörfuna og dró vagninn þegar Valur þurfti á að halda. Ef Grindavík hefði unnið hefði verið mjög auðvelt að tilnefna Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Þvílíkur leikur en hún endaði með 23 stig, 19 fráköst, fjórar stoðsendingar, þrjá stolna bolta, tvö varin skot og 37 framlagsstig. Dómararnir Ekkert út á tríóið að setja. Voru held ég með alla dóma rétta og flæðið var mjög gott í leiknum. Umgjörð og stemmning Það varð fín stemmning í N1 höllinni þegar hitar æstust í lok leiksins. Fín mæting en það voru áhyggjur af því að jólaösin myndi hafa áhrif. Viðtöl Dagbjört: Mikilvægt fyrir liðið að það fái framlag frá mér sóknarlega Fyrirliði Valskvenna, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, stóð í ströngu í kvöld en hún spilaði allar mínútur leiksins og skoraði 14 stig. Hún leyfði sér að hleypa út sælu andvarpi þegar hún var spurð að því hve kærkominn þessi sigur var. „Þetta var mjög gott. Þetta var nákvæmlega það sem liðið þurfti. Að fara með sigur inn í jólafríið. Ljótt var það en sigur er sigur og við tökum þessi stig alveg sama hvernig á það er litið. Þetta var rosalega kærkomið.“ Var það eitthvað umfram sigurkörfuna sem skóp sigurinn? „Við héldum þessu í jöfnum leik og við vorum ekki að missa þær of langt frá okkur í seinni hálfleik. Það hefði verið þægilegt að ná upp smá forskoti en við vorum einbeittar. Svo var bara gott að fá þetta skot ofan í í lokin.“ Dagbjört skilaði 14 stigum en 13 stig komu í fyrri hálfleik. Hvernig kom hún inn í leikinn? „Bara með það fyrir augum að vinna leikinn. Ég veit að það er mikilvægt fyrir liðið að það fái framlag frá mér sóknarlega, þjálfararnir hafa talað um það og ég veit að það hefur komið í síðustu tveimur eða þremur leikjum. Þetta hefur ekki verið eins og ég vil hafa það. Þannig að ég var bara ákveðin og það dugði í dag allavega þó ég hafi bara skilað einu stigi í seinni hálfleik“ Dagbjört var spurð að því hvort að fyrri hluti tímabilsins hafi verið vonbrigði. „Já auðvitað. Valur vill vera í topp baráttu í öllum deildum. Við erum ekki þar undanskildar. Þannig að jú vonbrigði en við eigum svo mikið inni og við verðum mikið betri seinni hlutann. Það er alveg morgunljóst.“ Jamil: Þetta var gott fyrir stelpurnar Þjálfari Vals viðurkenndi það að þó það sæist ekki utan á honum að þá væri hann mjög ánægður með sigurinn í kvöld. Jamil Abiad segist vera fullkomnunarsinni þegar hann var spurður að því hve ánægður hann var. „Ég er mjög ánægður en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Þetta var gott fyrir stelpurnar sem gáfust ekki upp en þær hefðu getað það á köflum í leiknum. Við klóruðum til baka og það vissu allar hve mikilvægt þetta var fyrir okkur. Það kannski sést ekki á mér en ég er ánægður en ég fullkomnunarsinni og það er mikið sem þarf að laga. Þetta er samt gott skref í rétta átt.“ Hversu ánægður var hann þá einmitt með það að Valur léti ekki Grindavík rífa sig frá Val í seinni hálfleik. „Mjög ánægður. Það þurfti hugrekki og framlag til að ná í mörg stopp í lokin sem hjálpaði okkur að ná í nokkrar körfur hinu megin. Við fengum síðan tækifæri í lokin og þó að kerfið hafi ekki gengið upp þá fékk Alyssa gott skot og við tökum þennan sigur.“ Þegar Jamil var spurður að því hvað sigurinn gæfi liðinu þá þurfti hann að hugsa sig um.' „Þetta gefur okkur skrefið áfram. Það er ýmislegt sem þarf að hreinsa upp hjá okkur en þegar við fáum Ástu Júlíu aftur þá mun það hjálpa okkur í frákastadeildinni en það hefur verið vandamál hjá okkur. Það hjálpar okkur líka í sókninni að fá einhvern inn í teiginn. Við höldum bara áfram.“ Þegar litið er til baka, hver er ástæðan fyrir einungis fjórum sigrum hjá Val fyrri hluta tímabilsins? „Það hjálpar ekki að vera með Ástu meidda. Aðrar stelpur þurfa þá að stíga upp reglulega en ekki bara ein manneskja. Liðsaukinn sem við fengum hjálpar okkur en það eru margir leikir þar sem við erum bara 2-3 sóknum frá því að vinna. Við gáfum frá okkur boltann oft í byrjun en við erum að verða betri í því og það mun hjálpa okkur einnig. Við byggjum bara áfram á það sem við erum góð í og lögum það sem er slæmt hjá okkur.“