Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Siggeir Ævarsson skrifar 21. desember 2024 23:02 Marcus Rashford virðist ekki vera fullkomlega hamingjusamur í Manchester vísir/Getty Sagan endalausa um framtíð Marcus Rashford, leikmanns Manchester United, virðist mögulega ætla fá nýjan kafla í janúar en sögusagnir eru á kreiki um að Rashford verði lánaður frá félaginu á nýju ári. Framtíð Rashford hefur á allra vörum undanfarið en hann var ekki í leikmannahópi Manchester United þegar liðið lagði erkifjendurna í Manchester City síðustu helgi og ekki heldur í deildarbikarnum gegn Tottenham í fyrradag. Sjálfur sagðist hann vera tilbúinn fyrir nýja áskorun í viðtali í vikunni og gaf þannig kjaftasögum um brotthvarf hans frá liðinu byr undir báða vængi. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sjálfur sagt að United séu betri með Rashford innan borðs og þá hefur BBC eftir sínum heimildarmönnum að Rashford vilji vera áfram í United þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Af hverju Amorim heldur honum utan hóps kemur þó ekki heim og saman við þessa fullyrðingu. Einn stærsti steinninn í götu United, vilji liðið raunverulega selja Rashford, er sú staðreynd að Rashford er á svimandi háum launum hjá félaginu og ekki líklegt að mörg lið séu tilbúin að greiða honum 300.000 pund á viku líkt og hann fær á Old Trafford. Orðið á götunni er að United skoði nú möguleikann á að lána Rashford í janúar og eru þrjú lið í Sádí-Arabíu sögð áhugasöm en það eru Al Ahli, Al Ittihad og Al Qadsiah. Hjá Al Ahli myndi Rashford hitta fyrir landa sinn Ivan Toney en hann var einmitt orðaður við United í sumar. United mætir Bournemouth á morgun klukkan 14:00 og Amorim hefur gefið í skyn að Rashford snúi aftur í liðið í þeim leik. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Framtíð Rashford hefur á allra vörum undanfarið en hann var ekki í leikmannahópi Manchester United þegar liðið lagði erkifjendurna í Manchester City síðustu helgi og ekki heldur í deildarbikarnum gegn Tottenham í fyrradag. Sjálfur sagðist hann vera tilbúinn fyrir nýja áskorun í viðtali í vikunni og gaf þannig kjaftasögum um brotthvarf hans frá liðinu byr undir báða vængi. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sjálfur sagt að United séu betri með Rashford innan borðs og þá hefur BBC eftir sínum heimildarmönnum að Rashford vilji vera áfram í United þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Af hverju Amorim heldur honum utan hóps kemur þó ekki heim og saman við þessa fullyrðingu. Einn stærsti steinninn í götu United, vilji liðið raunverulega selja Rashford, er sú staðreynd að Rashford er á svimandi háum launum hjá félaginu og ekki líklegt að mörg lið séu tilbúin að greiða honum 300.000 pund á viku líkt og hann fær á Old Trafford. Orðið á götunni er að United skoði nú möguleikann á að lána Rashford í janúar og eru þrjú lið í Sádí-Arabíu sögð áhugasöm en það eru Al Ahli, Al Ittihad og Al Qadsiah. Hjá Al Ahli myndi Rashford hitta fyrir landa sinn Ivan Toney en hann var einmitt orðaður við United í sumar. United mætir Bournemouth á morgun klukkan 14:00 og Amorim hefur gefið í skyn að Rashford snúi aftur í liðið í þeim leik.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira