Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2025 17:37 Fjöldi fólks hefur safnast saman á götum Tel Avív til að fagna því að Hamas og Ísrael hafi náð saman og að gíslunum verði sleppt. Vísir/Getty Ísrael og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé sem á að binda á enda á fimmtán mánaða átök á Gasa. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudag. Samninganefndir hafa unnið að samkomulaginu í marga mánuði. Stjórnvöld í Ísrael eiga enn eftir að samþykkja tillöguna samkvæmt fréttum AP en á erlendum miðlum er haft eftir embættismönnum að búið sé að komast að samkomulagi. Þar segir jafnframt að fólk sé komið saman í Khan Younis á Gasa til að fagna þessum tímamótum og í Tel Avív í Ísrael. Forsætisráðherra Katar Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani hefur staðfest samkomulagið á blaðamannafundi. Hann segist hafa trú á því að allir aðilar muni virða samkomulagið. Það muni eflaust koma einhver vandamál upp við innleiðingu en allir aðilar séu tilbúnir til að takast á við þau. „Þetta er vonandi síðasta blaðsíðan í þessu stríði,“ sagði Al Thani á blaðamannafundinum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulagið sem Hamas og Ísrael hafa samþykkt byggt á tillögu sem hann lagði fram í maí á þessu ári og var stutt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Biden fagnar því að búið sé að ná samkomulagi um vopnahlé, frelsun gísla og flutning hjálpargagna til Gasa. Biden sagði í yfirlýsingu sinni að Bandaríkjamenn muni aðstoða við frelsun gíslanna. Þá segir hann að í fyrsta fasa verði hægt að tryggja flutning hjálpargagna til Gasa og að á næstu sex vikunum verði samið um annað fasa sem sé varanlegur endir stríðsins. Þá segir hann að taki samningaviðræður lengri tíma en sex vikur, eins og lagt er til í planinu, muni vopnahléið samt halda. Vopnahléið muni halda eins lengi og viðræður séu í gangi. Að loknum fasa tvö verði vopnahléið varanlegt. Biden sagði vegferðina að þessum samningi hafa verið erfiða og jafnvel þá erfiðustu sem hann hefði tekið þátt í allan sinn feril. „Palestínubúar hafa gengið í gegnum helvíti,“ sagði Biden og að íbúar Gasa geti loksins hafið uppbyggingu á ný. Fjölskyldur gíslanna sem haldið hefur verið á Gasa í fimmtán mánuði kveiktu á blysum þegar þau fengu að vita að þeim yrði sleppt.Vísir/EPA Fyrsti fasi hefst á sunnudag Á ísraelska miðlinum Times of Israel segir að fyrstu gíslunum verði sleppt á sunnudag og að ríkisstjórn Ísrael muni hittast á morgun til að greiða atkvæði um tillöguna. Í frétt Israel Times segir að hafin sé vinna við að opna landamærin við Rafah svo hægt sé að koma alþjóðlegri neyðaraðstoð til Gasa. Stjórnvöld í Egyptalandi séu að undirbúa sig til að flytja til Gasa gífurlegt magn hjálpargagna. Þrír fasar Reuters segir að í fyrsta fasa samkomulagsins verði 33 gíslum sleppt, öllum konum, börnum og karlmönnum sem eru eldri en 50 ára úr haldi Hamas. Í öðrum fasa, sem hefjast á 16. degi vopnahlésis, verði öðrum gíslum sleppt og komið á varanlegu vopnahléi og herlið Ísraela yfirgefi Gasa. Í þriðja fasa á að skila líkum látinna gísla og hefja uppbyggingu á Gasa að nýju. Palestínubúar í Khan Younis bregðast við því að búið sé að komast að samkomulagi um vopnahlé.Vísir/EPA Samkomulagið hefur ekki verið birt opinberlega en í frétt Reuters segir að það muni taka um sex vikur fyrir herlið Ísrael að koma sér út af Gasasvæðinu og sleppa öllum gíslum á Gasa og föngum í Ísrael. Á vef BBC segir að Isaac Herzog forseti Ísraels hafi fundað með forseta Rauða krossins til að undirbúa frelsun gíslanna. Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans hafi komið fram að Herzog hafi ítrekað mikilvægi þessa verkefnis. Í tilkynningunni segir jafnframt að teymi Rauða krossins hafi greint forsetanum frá undirbúningi vegna flutnings gíslanna og þeim áskorunum sem Rauði krossinn standi frammi fyrir. Átökin hófust í október árið 2023 þegar Hamas réðst inn í Ísrael og drápu um 1.200 manns og tóku 250 gísla til Gasa. Samkvæmt samkomulaginu verður öllum gíslum sem enn eru í haldi á Gasa sleppt á gildistíma samkomulagsins. Fram kemur á BBC að þeir séu 94 en 34 af þeim séu taldir látnir. Trump búinn að staðfesta Þar stendur jafnframt að Hamas-liði hafi staðfesti við BBC að Hamas hafi tilkynnt sáttamiðlurum frá Katar og Egyptalandi að þeir hafi samþykkt vopnahléstillöguna. Hann hafi staðfest þetta við BBC á sama tíma og fjallað var um það í ísraelskum miðlum að Hamas hafi gert kröfu um breytingar á tillögunni rétt áður en halda átti blaðamannafund um málið. Kröfur þeirra eiga að hafa tengst Philadelphi ganginum sem er landsvæði á Gasa við Egyptaland. Á Gasa er einnig fagnað. Myndin er tekin í Deir al-Balah á Gasa.Vísir/AP Eftir árás Hamas í október 2023 réðust Ísraelar inn á Gasa og hafa drepið um 46 þúsund manns síðan samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Gaza sem stýrt er af Hamas-liðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna birti fyrir stuttu tilkynningu á samfélagsmiðlinum sínum Truth social að samninganefndir hefðu komist að samkomulagi og að öll gíslunum yrði sleppt fljótlega. Fréttin er í vinnslu og hefur verið uppfærð. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Samninganefndir hafa unnið að samkomulaginu í marga mánuði. Stjórnvöld í Ísrael eiga enn eftir að samþykkja tillöguna samkvæmt fréttum AP en á erlendum miðlum er haft eftir embættismönnum að búið sé að komast að samkomulagi. Þar segir jafnframt að fólk sé komið saman í Khan Younis á Gasa til að fagna þessum tímamótum og í Tel Avív í Ísrael. Forsætisráðherra Katar Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani hefur staðfest samkomulagið á blaðamannafundi. Hann segist hafa trú á því að allir aðilar muni virða samkomulagið. Það muni eflaust koma einhver vandamál upp við innleiðingu en allir aðilar séu tilbúnir til að takast á við þau. „Þetta er vonandi síðasta blaðsíðan í þessu stríði,“ sagði Al Thani á blaðamannafundinum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulagið sem Hamas og Ísrael hafa samþykkt byggt á tillögu sem hann lagði fram í maí á þessu ári og var stutt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Biden fagnar því að búið sé að ná samkomulagi um vopnahlé, frelsun gísla og flutning hjálpargagna til Gasa. Biden sagði í yfirlýsingu sinni að Bandaríkjamenn muni aðstoða við frelsun gíslanna. Þá segir hann að í fyrsta fasa verði hægt að tryggja flutning hjálpargagna til Gasa og að á næstu sex vikunum verði samið um annað fasa sem sé varanlegur endir stríðsins. Þá segir hann að taki samningaviðræður lengri tíma en sex vikur, eins og lagt er til í planinu, muni vopnahléið samt halda. Vopnahléið muni halda eins lengi og viðræður séu í gangi. Að loknum fasa tvö verði vopnahléið varanlegt. Biden sagði vegferðina að þessum samningi hafa verið erfiða og jafnvel þá erfiðustu sem hann hefði tekið þátt í allan sinn feril. „Palestínubúar hafa gengið í gegnum helvíti,“ sagði Biden og að íbúar Gasa geti loksins hafið uppbyggingu á ný. Fjölskyldur gíslanna sem haldið hefur verið á Gasa í fimmtán mánuði kveiktu á blysum þegar þau fengu að vita að þeim yrði sleppt.Vísir/EPA Fyrsti fasi hefst á sunnudag Á ísraelska miðlinum Times of Israel segir að fyrstu gíslunum verði sleppt á sunnudag og að ríkisstjórn Ísrael muni hittast á morgun til að greiða atkvæði um tillöguna. Í frétt Israel Times segir að hafin sé vinna við að opna landamærin við Rafah svo hægt sé að koma alþjóðlegri neyðaraðstoð til Gasa. Stjórnvöld í Egyptalandi séu að undirbúa sig til að flytja til Gasa gífurlegt magn hjálpargagna. Þrír fasar Reuters segir að í fyrsta fasa samkomulagsins verði 33 gíslum sleppt, öllum konum, börnum og karlmönnum sem eru eldri en 50 ára úr haldi Hamas. Í öðrum fasa, sem hefjast á 16. degi vopnahlésis, verði öðrum gíslum sleppt og komið á varanlegu vopnahléi og herlið Ísraela yfirgefi Gasa. Í þriðja fasa á að skila líkum látinna gísla og hefja uppbyggingu á Gasa að nýju. Palestínubúar í Khan Younis bregðast við því að búið sé að komast að samkomulagi um vopnahlé.Vísir/EPA Samkomulagið hefur ekki verið birt opinberlega en í frétt Reuters segir að það muni taka um sex vikur fyrir herlið Ísrael að koma sér út af Gasasvæðinu og sleppa öllum gíslum á Gasa og föngum í Ísrael. Á vef BBC segir að Isaac Herzog forseti Ísraels hafi fundað með forseta Rauða krossins til að undirbúa frelsun gíslanna. Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans hafi komið fram að Herzog hafi ítrekað mikilvægi þessa verkefnis. Í tilkynningunni segir jafnframt að teymi Rauða krossins hafi greint forsetanum frá undirbúningi vegna flutnings gíslanna og þeim áskorunum sem Rauði krossinn standi frammi fyrir. Átökin hófust í október árið 2023 þegar Hamas réðst inn í Ísrael og drápu um 1.200 manns og tóku 250 gísla til Gasa. Samkvæmt samkomulaginu verður öllum gíslum sem enn eru í haldi á Gasa sleppt á gildistíma samkomulagsins. Fram kemur á BBC að þeir séu 94 en 34 af þeim séu taldir látnir. Trump búinn að staðfesta Þar stendur jafnframt að Hamas-liði hafi staðfesti við BBC að Hamas hafi tilkynnt sáttamiðlurum frá Katar og Egyptalandi að þeir hafi samþykkt vopnahléstillöguna. Hann hafi staðfest þetta við BBC á sama tíma og fjallað var um það í ísraelskum miðlum að Hamas hafi gert kröfu um breytingar á tillögunni rétt áður en halda átti blaðamannafund um málið. Kröfur þeirra eiga að hafa tengst Philadelphi ganginum sem er landsvæði á Gasa við Egyptaland. Á Gasa er einnig fagnað. Myndin er tekin í Deir al-Balah á Gasa.Vísir/AP Eftir árás Hamas í október 2023 réðust Ísraelar inn á Gasa og hafa drepið um 46 þúsund manns síðan samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Gaza sem stýrt er af Hamas-liðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna birti fyrir stuttu tilkynningu á samfélagsmiðlinum sínum Truth social að samninganefndir hefðu komist að samkomulagi og að öll gíslunum yrði sleppt fljótlega. Fréttin er í vinnslu og hefur verið uppfærð.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira