Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 13:44 Efla á sænska herinn með stórauknum framlögum við endurvopnunar Svíþjóðar sem ríkisstjórn landsins kynnti í dag. Vísir/EPA Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún ætlaði að taka þrjú hundruð milljarða sænskra að láni til þess að endurnýja vopnabúnað Svíþjóðar. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu frá tímum kalda stríðsins, að sögn Ulfs Kristersson, forsætisráðherra. Fjárfestingin í hernum, sem gæti numið allt að fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna til ársins 2035, verður fjármögnuð með nýrri lántöku. Kristersson sagði á blaðamannafundi í dag að sú leið væri farin til þess að ekki þurfi að skera niður framlög til velferðarmála eða innra öryggis. „Þetta verður umfangsmesta endurnýjun vopnabúnaðar frá kalda stríðinu,“ sagði forsætisráðherra minnihlutastjórnar hægri flokka sem þarf að reiða sig á stuðning hægrijaðarflokksins Svíþjóðardemókrata. Stjórn Kristersson tilkynnti einnig um frekari aðgerðir til að efla varnir Svíþjóða og styðja Úkraínu í baráttunni gegn innrás Rússlands. Viðbótarfjármagni verður varið í að verjast svonefndum blönduðum ógnum, strandgæslan fær aukið fjármagn og fjárheimildir til þess að kaupa varnartengdan búnað verða rýmkaðar. Stuðningur Svíþjóðar verður aukinn töluvert frá því sem áður hafði verið ákveðið. Ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa fimmtán milljörðum sænskra króna, jafnvirði um 199 milljarða íslenskra króna, af fjármálaáætlun næsta árs á þessu ári til að styðja Úkraínu frekar. „Við verðum að gera það sem við getum til þess að styrkja frekar varnargetu Úkraínu hér og nú,“ sagði Johan Pehrson, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum. Stóraukin áhersla á varnarmál í Evrópu Evrópuríki leggja nú stóraukna áherslu á öryggis- og varnarmál, bæði vegna stríðsins í Úkraínu en einnig vegna fullyrðinga fultrúa Bandaríkjastjórnar sem benda til þess að Bandaríkin gætu að miklu leyti dregið sig út úr þátttöku í vörnum álfunnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti fyrr í þessum mánuði að auka ætti fjárfestingu í vörnum Evrópu um 800 milljarða evra fyrir lok áratugsins, meira en 115 þúsund milljarða íslenskra króna. Varað var við því að Evrópa stæði frammi fyrir aðsteðjandi og vaxandi ógn, meðal annars af heimsvaldastefnu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, í hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um varnarviðbúnað Evrópu sem var birt í síðustu viku. Evrópuríki þyrftu að leggja gríðarlega fjármuni í að byggja upp vopnabúr sín og heri næstu árin til þess að bæta upp fyrir áratugalanga vanfjármögnun þeirra eftir kalda stríðið. Svíþjóð Öryggis- og varnarmál Hernaður Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Fjárfestingin í hernum, sem gæti numið allt að fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna til ársins 2035, verður fjármögnuð með nýrri lántöku. Kristersson sagði á blaðamannafundi í dag að sú leið væri farin til þess að ekki þurfi að skera niður framlög til velferðarmála eða innra öryggis. „Þetta verður umfangsmesta endurnýjun vopnabúnaðar frá kalda stríðinu,“ sagði forsætisráðherra minnihlutastjórnar hægri flokka sem þarf að reiða sig á stuðning hægrijaðarflokksins Svíþjóðardemókrata. Stjórn Kristersson tilkynnti einnig um frekari aðgerðir til að efla varnir Svíþjóða og styðja Úkraínu í baráttunni gegn innrás Rússlands. Viðbótarfjármagni verður varið í að verjast svonefndum blönduðum ógnum, strandgæslan fær aukið fjármagn og fjárheimildir til þess að kaupa varnartengdan búnað verða rýmkaðar. Stuðningur Svíþjóðar verður aukinn töluvert frá því sem áður hafði verið ákveðið. Ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa fimmtán milljörðum sænskra króna, jafnvirði um 199 milljarða íslenskra króna, af fjármálaáætlun næsta árs á þessu ári til að styðja Úkraínu frekar. „Við verðum að gera það sem við getum til þess að styrkja frekar varnargetu Úkraínu hér og nú,“ sagði Johan Pehrson, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum. Stóraukin áhersla á varnarmál í Evrópu Evrópuríki leggja nú stóraukna áherslu á öryggis- og varnarmál, bæði vegna stríðsins í Úkraínu en einnig vegna fullyrðinga fultrúa Bandaríkjastjórnar sem benda til þess að Bandaríkin gætu að miklu leyti dregið sig út úr þátttöku í vörnum álfunnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti fyrr í þessum mánuði að auka ætti fjárfestingu í vörnum Evrópu um 800 milljarða evra fyrir lok áratugsins, meira en 115 þúsund milljarða íslenskra króna. Varað var við því að Evrópa stæði frammi fyrir aðsteðjandi og vaxandi ógn, meðal annars af heimsvaldastefnu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, í hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um varnarviðbúnað Evrópu sem var birt í síðustu viku. Evrópuríki þyrftu að leggja gríðarlega fjármuni í að byggja upp vopnabúr sín og heri næstu árin til þess að bæta upp fyrir áratugalanga vanfjármögnun þeirra eftir kalda stríðið.
Svíþjóð Öryggis- og varnarmál Hernaður Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira