Erlent

43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fólk safnast saman úti á götu í Bangkok.
Fólk safnast saman úti á götu í Bangkok. AP/Chutima Lalit

Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 

Upptök skjálftans voru um sextán kílómetrum norðvestur af borginni Sagaing, nærri borginni Mandalay, á um tíu kílómetra dýpi.

Skjálftinn fannst vel á Taílandi og í Kína. Honum fylgdi 6,4 stiga eftirskjálfti.

43 byggingaverkamanna sem voru að störfum við 30 hæða byggingu í Bangkok er saknað.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í héruðunum Sagaing, Mandalay, Magway, Bago, Easter Shan og Naypyidaw í Mjanmar.

Blaðamaður AFP í höfuðborginni Naypidaw, sem er í um 100 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans, sagði vegi hafa gefið sig og þá hefði hrunið úr loftinu.

Skemmdir urðu á hofi í Naypyitaw.AP/Aung Shine Oo

Myndir og myndskeið sýna fólk rýma byggingar í Bangkok og safnast saman úti á götu. Þá sjást byggingar hrynja og vatn sullast upp úr sundlaugum.

Engar fregnir hafa borist af mannfalli enn sem komið er en eins og fyrr segir er 43 saknað.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×