Fleiri fréttir

Hæstiréttur þyngir dóm yfir nauðgara

Hæstiréttur Íslanda þyngdi í dag dóm yfir karlmanni sem var dæmdur fyrir nauðgun í ágúst um hálft ár. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í eitt og hálft ár Héraðsdómi Norðurlands Eystra en Hæstiréttur þyngdi dóminn í tvö ár. Fimm dómarar dæmdu í málinu í Hæstarétti og skilaði einn dómari sératkvæði.

Segja bandarísk yfirvöld íhuga þvinganir vegna hvalveiða

Bandarísku hvalafriðunarsamtökin, the Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS), hafa farið fram á það við bandarísk yfirvöld að þau beiti Ísland viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða. Samtökin fullyrða að bandarísk yfirvöld hafi málið til skoðunar.

Rændi konu á heimili hennar og lamdi

33 ára gamall karlmaður var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag, meðal annars fyrir fólskulegt rán.

Tunglmyrkvinn sást ekki á Siglufirði

Ekkert sást til almyrkva tunglsins á Siglufirði á styrsta degi ársins en í dag, á vetrarsólstöðum, sást myrkvinn víðast hvar vel frá Íslandi.

Opið þinghald yfir Gunnari Rúnari

Þinghald í máli Gunnars Rúnars Sigurþórssonar verður opið. Kröfu verjanda um lokað þinghald var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness við fyrirtöku málsins um hádegisbilið. Dómari fór ekki yfir forsendur þess að hann hafnaði kröfunni. Gunnar Rúnar mætti ekki í dómsal í dag.

Næstversta mannfjöldaár frá 1890

Íbúar á Íslandi eru nú liðlega 318 þúsund talsins og fjölgaði um aðeins 0,2 prósent á árinu. Ef undanskilið er árið í fyrra, þegar landsmönnum fækkaði, er þetta minnsta fólksfjölgun sem orðið hefur á Íslandi frá árinu 1890. Veruleg fólksfækkun varð á Vestfjörðum á árinu.

Besta borgin á gamlárskvöld: Reykjavík í fjórða sæti

Ný könnun leiðir í ljós að Reykjavík er í fjórða sæti yfir borgir sem ferðamenn vildu helst eyða gamlárskvöldi í. Barcelona lenti í fyrsta sæti og Edinborg og London fylgja í kjölfarið. Þá er röðin komin að Íslandi og París nær fimmta sætinu. Könnunin náði til rúmlega þúsund manna sem tóku þátt á síðunni Skyscanner.

Bankarnir hafa 90 daga til að gera upp ólögmæt lán

Bankar þurfa að eiga frumkvæði að því að endurgreiða skuldurum ofgreidd gengislán innan 90 daga frá því að ný lög um um uppgjör gengistryggðra lána taka gildi en þau voru samþykkt á Alþingi í laugardag og taka þegar gildi.

Segir kjöraðstæður vera að skapast fyrir Vítisengla og Jón stóra

Við erum að skapa kjöraðstæður fyrir Vítisengla og menn eins og Jón stóra segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Dómskerfið sé að yfirfyllast sem sé afleiðing af því að menn fóru ekki í almennar leiðréttingar á skuldum. Nýjar tölur um afskriftir skuldir fyrirtækja sýni að of hægt gangi.

Ögmundur: Víst funduðu þremenningarnir með ráðherrum

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir í pistli á vefsíðu sinni að Árna Þór Sigurðssyni, starfandi þingflokksformanni Vinstri grænna, sé óhætt að trúa fréttum um að þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga á fimmtudag hafi átt spjallfund með tveimur ráðherrum, þ.e honum sjálfum og Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áður en til atkvæðagreiðslunnar kom.

Byltingarkennt taumerkingarkerfi - hannað af tölvunarfræðingi Grundar

Hjúkrunarheimilið Mörk í Reykjavík hefur tekið í notkun byltingarkennt taumerkingarkerfi. Í hverja flík heimilisfólksins er saumuð lítil örflaga sem tengd er upplýsingum um eiganda flíkurinnar, á hvaða deild hann er og á hvaða herbergi. Auk þess eru upplýsingar á örflögunni um á hvaða þvottakerfi skuli þvo flíkina. Þessi tækni minnkar líkur á að flíkur týnist á hjúkrunarheimilinu eða fari á rangan stað. Einnig er tryggt að flíkin er alltaf þvegin á réttum hita.

Brynjari líst ekkert á stofnun Evu Joly

Formaður Lögmannafélags Íslands gefur lítið fyrir hugmyndir um stofnun Evu Joly á Íslandi og segir nærtækara að Norðmenn eða Frakkar skjóti stofnun undir konuna, sem eytt hafi örfáuum dögum á Íslandi.

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni

Á síðastliðnu ári fækkaði sóknarbörnum Þjóðkirkjunnar, 16 ára og eldri, um 3.247. Þann 1. desember voru 191.656 manns yfir 15 ára aldri skráðir í Þjóðkirkjuna. Þetta jafngildir hlutfallslegri fækkun á milli ára úr 78,9% í 77,4%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Ætluðu að myrða í jólaösinni

Mennirnir tólf sem breska lögreglanhandtók í gær eru sagðir hafa verið að undirbúa hryðjuverkaárásir í jólaösinni með það að markmiði að valda sem mestu manntjóni.

Finnst sjö ára bíll of gamall fyrir sveitastjórnina

Meirihlutinn í sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt beiðni sveitastjóra um að keyptur verði sjö ára gamall bíll fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða bifreið af tegundinni Honda Jazz sem kostar 800 þúsund krónur. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, fulltrúi sjálfstæðismanna, í sveitastjórn var á móti kaupunum og finnst eðlilegra að kaupa nýrri bíl.

Tunglmyrkvinn er búinn

Tunglmyrkvi var í morgun og sást hann greinilega á höfuðborgarsvæðinu . Almyrkvinn hófst klukkan 7:40 og stóð yfir til klukkan 8:54. Tunglið er því farið að gægjast út úr skugganum á nýjan leik. Tunglmyrkvann ber upp á vetrarsólstöður, stysta dag ársins og sést hann í Norður-Ameríku, Mið-Ameríku, hluta Suður-Ameríku, á Grænlandi og Íslandi. Seinast sást almyrkvi frá Íslandi aðfaranótt 21. febrúar 2008.

Missti félagslegar bætur við að fá skaðabætur

Sextán ára gömul dönsk stúlka búsett í Esbjerg er nú í þeirri sérkennilegu stöðu að hafa misst félagslegar bætur sínar sökum þess að hún vann nýlega dómsmál vegna grófrar kynferðislegrar áreitni í sinn garð.

Leigubílstjóra ógnað með sprautunál og hann rændur

Leigubílstjóra var ógnað í nótt með sprautunál og hann rændur. Atvikið átti sér stað í Trönuhjalla í Kópavogi um klukkan hálfeitt og hafði árásarmaðurinn fjármuni af leigubílstjóranum. Að sögn lögreglu er ákveðinn aðili grunaður um verknaðinn og er hans leitað.

Danadrottning fengi ekki lendingarleyfi í Reykjavík

Verði utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld við áskorun borgaryfirvalda um að stöðva umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll útilokar það komur erlendra fyrirmenna og umsvif vegna erlends samstarfs vegna öryggismála á vellinum.

Miklu minna framboð af fíkniefnum

„Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.

Skeljungur gefst upp á mótbyr í Hrútafirði

„Það er með þungum huga sem ég rita þér þetta bréf.“ Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafssonar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu söluskála í Hrútafirði.

Besta tunglmyrkvamyndin

Samkeppni Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu myndina af tunglmyrkvanum sem verður í dag frá 7.40 til 8.54.

Vill að hreinsað verði til í ákærunni

Ógrynni af nýjum upplýsingum hefur komið fram í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, við rannsókn lögreglu og hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) frá því að FME ákvað að hætta fyrri rannsókn sinni á málinu vorið 2009.

13 ára rithöfundur gefur út tvær bækur

„Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrettán ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum.

Seðlabankinn mælir með evrutengingu

„Við höfum alltaf litið svo á að það þurfi að endurmeta peningastefnuna í kjölfar hrunsins. Skýrsla Seðlabankans er innlegg í þá vinnu,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Fær ekki fleiri dagvistarrými

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur hafnað ósk Kópavogsbæjar um fjölgun dagvistarrýma. Ráðuneytið bendir á að vegna erfiðrar fjárhagsstöðu ríkissjóðs hafi á árunum 2009 og 2010 þurft að fækka öldrunarrýmum og lækka fjárveitingar til öldrunarmála. Í fjárlögum næsta árs séu engar fjárveitingar til að fjölga dagvistarrýmum.

Ásatrúarmenn halda jól í dag

Ásatrúarmenn halda jól í dag og fagna því að sól fer hækkandi á lofti. Af þessu tilefni fer sólstöðuhátíð Ásatrúarfélagsins fram við Nauthólsvík í dag klukkan 18. Gengið verður með kyndla inn í rjóðrið þar sem stytta Sveinbjörns Beinteinssonar stendur og fer athöfnin þar fram.

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga verður gengin niður Laugaveginn í 31. sinn á Þorláksmessu. Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur fyrir blysförinni sem fyrr.

Skila ekki upplýsingum á réttum tíma

Tæpur helmingur þeirra sem buðu fram í forvali eða prófkjöri stjórnmálasamtaka vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor hefur skilað upplýsingum um kostnað við framboð sitt.

Bara Hafnfirðingar fá frítt í strætó

Allir Hafnfirðingar yfir 67 ára aldri munu áfram eiga kost á að fá frímiða í strætisvagna þrátt fyrir boðaða hækkun aldursviðmiða Strætó bs.

Facebook mikilvæg fyrir frambjóðendur

Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum.

Sjá næstu 50 fréttir