Fleiri fréttir

Fréttir vikunnar: Hákarlaþjófnaður og bankamenn í klandri

Vikan hófst á uppgjöri innan þingflokks VG. Á þingflokksfundi í þar síðustu viku lögðu Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, þau hin sömu og sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól, fram greinargerð þar sem þau svöruðu Árna Þór Sigurðssyni, en hann sakaði þau um að reyna að þvinga ríkisstjórnina til að skipta um stefnu í greinargerð sem hann lagði fyrir þingflokkinn tveimur dögum fyrir jól. Þau fóru auk þess fram opinbera afsökunarbeiðni að hálfu Árna Þórs.

Sigurjón færður aftur til yfirheyrslu

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var færður aftur til yfirheyrslu á fjórða tímanum í dag frá Litla-Hrauni þar sem hann er í gæsluvarðhaldi. Þegar er Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði við hlið hans sem bankastjóri Landsbankans, í yfirheyrslum en hann kom til skýrslutöku eftir hádegi í dag. Þá var hann að kom frá Kanada þar sem hann býr og starfar.

Íslensk hljómsveit handtekin í Þýskalandi grunuð um vopnaburð

Meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Bloodgroup voru handteknir nærri Frankfurt í Þýskalandi fyrir helgi. Þýska lögeglan hafði meðlimi sveitarinnar grunaða um fíkniefnamisferli og vopnaburð. Þurftu þau því að sæta líkamsleit auk þess sem þau voru yfirheyrð af þýsku lögreglunni.

Ökumaður alvarlega slasaður eftir bílveltu

Ökumaður bíls, sem valt á Vesturlandsvegi nærri Kortputorgi, er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Umferð er lokuð á Vesturlandsveginum til Suðurs og er umferð beint inn í Grafarvog.

Ódýrast að fljúga Vestur um haf með Delta í sumar

Flugfélagið Delta, sem mun hefja flug til Íslands frá Bandaríkjunum í sumar, mun bjóða upp á ódýrustu flugin til New York frá Keflavíkurflugvelli fyrri hluta sumarsins. Þetta kemur fram í verðkönnun sem heimasíðan Túristi.is vann.

Bílvelta nærri Korputorgi

Bílvelta varð við Korputorg nærri Grafarholtinu um hádegisbilið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn var fluttur á slysadeild. Ekki er vitað hvort hann hafi verið mjög slasaður.

Niðurfelling getur numið 15 milljónum

Lántakar með íbúðalán sem eru með veðsetningu umfram 110 prósent af verðmæti fasteignar geta óskað eftir frekari niðurfellingu að því gefnu að mánaðarlegar greiðslur af lánum séu 18 prósent eða meira af tekjum eftir skatta, samkvæmt nýju samkomulagi um aðlögun fasteignalána.

Fyrrverandi bankastjóri yfirheyrður í 7 klukkustundir

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í gær í sjö klukkustundir samfleytt. Halldór J. Kristjánsson er væntanlegur til landsins í dag. Hæstiréttur mun taka afstöðu til kæru vegna gæsluvarðhalds yfir Sigurjóni og Ívari Guðjónssyni á morgun.

Enginn alvarlega slasaður - flestir útskrifaðir

Búið er að útskrifa flesta þá tíu sem voru færðir á slysadeild Landspítalans síðdegis í gær eftir tvö umferðaróhöpp á Reykjanesbrautinni. Að sögn vakthafandi læknis þurftu nokkrir að gista yfir nóttina á spítala til frekari aðhlynningar.

Reykingar skaða á 30 mínútum

Það tekur ekki 30 ár fyrir reykingar að skaða heilsuna, heldur aðeins 30 mínútur. Þetta kemur fram í rannsókn sem háskólinn í Minnesota birti nýverið. Rannsóknin tók til 12 sjúklinga og beindist að því hversu hratt ákveðin krabbameinsvaldandi kolefnissameindir í sígarettum hafa áhrif á líkamann.

Halldór á leiðinni til landsins í skýrslutöku

Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans við hlið Sigurjóns Þ. Árnasonar, er væntanlegur til landsins í dag og hefur verið boðaður í skýrslutöku í dag, að sögn Friðjóns Arnar Friðjónssonar, verjanda hans.

Nýr forseti tekinn við í Túnis

Nýr forseti sór embættiseið í Túnis í gær eftir að forsetinn Zín al-Abi-dín Ben Alí flúði óeirðir og mótmæli í landinu fyrir helgi. Nýi forsetinn, Fúed Mebaza að nafni, var áður forseti þingsins, en hann hefur beðið forsætisráðherra landsins að mynda þjóðstjórn.

Varað við ísingu á Reykjanesbrautinni

Lögreglan á Suðurnesjum varar við ísingu á Reykjanesbrautinni. Tvö umferðarslys urðu á Reykjanesbrautinni í Kúagerði í gær með stuttu millibili. Tíu voru fluttir á sjúkrahús, þar af einn alvarlega slasaður, en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan fólksins.

Tveir innbrotsþjófar handteknir

Í gærkvöld handtók lögreglan innbrotsþjóf sem hafði brotist inn í íbúðarhús í austurborginni en nágranni gerði lögreglu viðvart um grunsamlegar mannaferðir í húsinu. Lögreglan lagði hald á muni sem fundust í fórum þess sem var handtekinn og eru taldir vera þýfi.

Mótmæli í París til stuðnings níumenningunum

Mótmælendur sýndu níumenningunum svokölluðu stuðning fyrir utan íslenska sendiráðið í París í dag. Samkvæmt stuðningssíðu níumenninganna, var stórum borða komið fyrir við inngang sendiráðsins. Á honum stóð: „Pólitískar ofsóknir á Íslandi – Samstaða með nímenningunum! (Reykjavík Nine).“

Nokkrir tugir björgunarsveitarmanna leita að Matthíasi

Nokkrir tugir hjálparsveitarmanna gengu um svæði við Esjurætur í morgun í leit að ummerkjum um ferðir Matthíasar Þórarinssonar, en ekkert hefur sést til hans síðan sautjánda desmber síðastliðinn.

„Auðvitað þarf að innkalla aflaheimildir"

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, flutti erindi fyrir fullum sal á Grand Hótel í dag um framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Jón Bjarnason - verður kvótinn innkallaður?

Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, flutti ávarp á fundi á vegum Reykjavíkurfélaga Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í dag, undir yfirskriftinni Fiskurinn í þjóðareign.

Snjóflóðaviðvörun felld út gildi

Veðurstofan hefur nú fellt úr gildi almenna viðvörun vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi sem verið hefur í gildi síðan 11. janúar í ljósi þess að veður hefur batnað á svæðinu og að ekki hefur fréttst af snjóflóðum síðan aðfaranótt 13. janúar.

Búið að breyta rafmagninu á miðnesheiðinni

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (ÞK) hefur lokið fullnaðarbreytingu á öllum þeim mannvirkjum sem eru í umsýslu félagsins og eru í notkun, samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu en Rafiðnaðarsambandið gagnrýndi félagið harkalega fyrir að vera með bandarískt rafmagnskerfi, og sögðu slíkt ólöglegt.

Sex sjúkrabílar sendir á slysstað

Sex sjúkrabílar voru sendir á slysavettvang á Reykjanesbrautinni við Kúagerði. Þar varð árekstur vegna mikillar hálku rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Harður árekstur á Reykjanesbrautinni

Umferðarslys varð á Reykjanesbrautinni, í Kúagerði nærri Straumsvík, fyrir stundu. Vegfarandi sem hafði samband við Vísi sagði glerhált á Reykjanesbrautinni.

Bíræfinn þjófur stal kerru um hábjartan dag

Bíræfinn þjófur stal kerru aftan af bifreið um hádegisbilið í gær. Samkvæmt lögreglunni var maður að versla í Húsasmiðjunni við Vínlandsleið í Grafarholtinu þegar óprúttinn þjófur lét til skara skríða.

Forsetinn skaut skvassbolta í ljósmyndara Fréttablaðsins

„Hann þóttist nú vera liðtækur. Hann sagði okkur að hann hefði spilað fyrir um fjörtíu árum síðan,“ segir Hafsteinn Daníelsson, eigandi Veggsports, um forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, sem reyndi fyrir sér í skvassi í hádeginu í dag.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar eftir hádegi en áætlað er að lagt verði af stað klukkan þrjú í Vestmannaeyjum. Síðan verður siglt frá Þorlákshöfn klukkan sjö í kvöld samkvæmt tilkynningu frá Eimskipi.

Sendiherra Bandaríkjanna barðist fyrir að fá risalán til Íslands

Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carol Van Voorst, sendi langan póst til Bandaríkjanna þar sem hún rökstuddi í fimm liðum afhverju bandarísk yfirvöld ættu að lána Íslandi milljarðinn, sem þáverandi seðlabankastjóri seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson, óskaði eftir. Þetta er meðal skjala sem finna má í gögnum Wikileaks.

Nánari útfærsla á skuldavanda heimilanna undirrituð

Í dag var undirritað samkomulag um nánari útfærslu aðgerða í þágu yfirveðsettra heimila í samræmi við viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og lánveitenda, frá 3. desember síðastliðinum samkvæmt tilkynningu frá efnahagsráðuneytinu.

Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008 þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins.

Sækjum mest í Fésbók, fréttir, gúggl og grín

Facebook er vinsælasta síðan hér á landi samkvæmt mælingum internetfyrirtækisins Alexa Internet, sem mælir umferð á vefsíðum um allan heim. Leitarvélin Google og íslenskar fréttaveitur fylgja þar strax á eftir, sem og Já.is og Youtube.

Rafbúnaður á Miðnesheiðinni slysagildra fyrir fjölskyldur

„Rafbúnaðurinn á Keflavíkurflugvelli er slysagildra fyrir fjölskyldur sem búa þar og sérstaklega fyrir rafiðnaðarmenn sem starfa við hann, þar sem nú eru tvö kerfi í gangi,“ segir í ályktun Rafiðnaðarsambandsins sem samþykkt var á fundi miðstjórnar og samninganefnda sambandsins í gær.

Sjá næstu 50 fréttir