Fleiri fréttir

Réttarhöldum í manndrápsmáli hljóðvarpað

Tveir dómsalir verða lagðir undir í Héraðsdómi Reykjaness þegar aðalmeðferð í manndrápsmáli á hendur Gunnari Rúnari Sigurþórssyni fer fram hinn 7. febrúar næstkomandi. Í öðrum dómsalnum fer meðferðin sjálf fram en verður útvarpað þaðan yfir í hinn dómsalinn, til þess að allir sem það kjósa geti fylgst með henni.

Valdið frá Brussel til ríkjanna

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins (ESB), boðaði í ræðu í gær að endurskoðuð fiskveiðistefna sambandsins yrði „einfaldari, grænni og svæðisbundnari“.

Urriði í hrygningu fraus í Stangarlæk

Stór hluti hrygningar­urriða hefur að öllum líkindum drepist í Stangarlæk í Grímsnesi eftir áramótin. Svo virðist sem urriðarnir hafi orðið innlyksa í litlu vatni og frosið í kuldakastinu í síðustu viku. Lækurinn er talinn helsta hrygningar- og uppeldissvæði urriðans í Apavatni.

Flóð á flóð ofan úti um allan heim

Um 200 manns, sem fórust í flóðunum í Brasilíu á miðvikudag, voru jarðsettir í gær í bænum Teresopolis. Búist er við að tugir manna verði jarðsettir í viðbót í dag, og svo er reiknað með að á morgun verði um 300 manns jarðsungnir í þessum 150 þúsund manna bæ í fjallahéruðunum fyrir ofan Rio de Janeiro.

Þingið getur ákveðið að segja stopp

Þótt í þingsályktun Alþingis sé ekki gert ráð fyrir öðru en að aðildarviðræðunum við ESB ljúki með samningi sem borinn verður undir þjóðina settu forystumenn VG fyrirvara í umræðum um málið.

Hundurinn Skjöldur hvarf sporlaust

„Hræddastur er ég um að eitthvað slæmt hafi komið fyrir hundinn.“ Þetta segir Gunnar Ólafsson, sem leitar nú ákaft að hundinum Skildi, sem hann þurfti að láta frá sér.

Safna fyrir langveik börn

Áhugamenn um íþróttina skvass hófu í gær 24 stunda skvassmaraþon sem standa á til klukkan 16 í dag. Með maraþoninu er ætlunin að safna fé fyrir Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.

Hundrað pílagrímar tróðust undir

Indversk stjórnvöld fullyrða að rúmlega hundrað pílagrímar hafi látist í suðurhluta landsins í dag. Fólkið tróðst undir í lok árlegrar trúarhátíðar hindúa við helgidóminn í Sabarimala í héraðinu Kerala.

Meintur brennuvargur úrskurðaður í varðhald

Kona á þrítugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 18. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Kvennakórinn Vox feminae fékk hæsta styrkinn

Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutaði rúmlega 10 milljónum króna til menningarmála kvenna í dag en úthlutunin fór fram í Iðnó. Í þessari fjórðu úthlutun úr sjóðnum voru veittir 19 styrkir en alls bárust yfir 70 umsóknir. Við úthlutun var þess gætt að styrkirnir nýttust sem flestum konum og haft var í huga að sem flest svið menningar njóti stuðnings, líkt og það er orðað í tilkynningu.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Herjólfur mun sigla fyrstu ferð á morgun til Þorlákshafnar. Farið verður frá Vestmannaeyjum frá klukkan 7:30 og til baka klukkan 11:15, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eimskip.

Borgarstjóri: Sendiherra Bandaríkjanna viðkunnanlegur

Jón Gnarr, borgarstjóri, átt fund í dag með Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Jón segir að um afar viðkunnanlegan mann sé að ræða. Fyrr í vikunni var sendiherrann kallaður á fund í utanríkisráðuneytið vegna kröfu bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að samskiptasíðan Twitter afhendi persónuleg gögn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar.

Úrhelli torveldar björgunarstarf í Brasilíu

Úrhellisrigning í Brasilíu hefur torveldað björgungarstarf á þeim svæðum sem orðið hafa einna verst úti í hamförunum undanfarna daga. Um er að ræða einhverjar verstu náttúruhamfarir í marga áratugi í landinu

Birgitta vill svör frá Facebook og Google

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, íhugar að fara fram á að fyrirtækin Facebook, Google og Skype upplýsi hvort þau hafi veitt bandaríska dómsmálaráðuneytinu upplýsingar um hana. Þá segist hún ekki vera fylgjandi þinghelgi. Rætt var við Birgittu í Kastljósi fyrr í í kvöld.

Forsetinn flúinn úr landi

Forseti Túnis er flúinn er landi. Hann hefur stjórnað landinu með harðri hendi í um 23 ár.

Tollurinn hirti gjafirnar

Óliðlegheit fjármálaráðuneytis og tollstjóra gerði það að verkum að kylfur sem Íshokkísamband Íslands átti að fá að gjöf, komust aldrei í hendur barna sem íþróttina stunda. Kylfurnar voru boðnar upp og slegnar hæstbjóðanda en þær er nú hægt að fá í Rúmfatalagernum.

Fleiri fá skuldaniðurfærslu

Til umræðu er að rýmka reglur um tekjutengingu varðandi niðurfærslu fasteignalána til að fleiri geti sótt um lækkun lána. Endanleg útfærsla liggur þó ekki fyrir.

Konunglegu tvíburarnir komnir heim

Hinir konunglegu dönsku tvíburar sáust í fyrsta sinn opinberlega í dag þegar Friðrik Danaprins og Mary prinsessa héldu heim af Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn með nýjustu meðlimi konungsfjölskyldunnar.

Sigurður Bollason boðaður í skýrslutöku

Sigurður Bollason, fjárfestir, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á meintri markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands.

Lög um fjármál stjórnmálaflokka mikilvægur áfangi

GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, hefur birt nýja matsskýrslu um Íslands þar sem m.a. er fjallað um gagnsæi fjárframlaga til stjórnmálaflokka hér á landi og um frammistöðu íslenskra stjórnvalda við innleiðingu níu tilmæla um úrbætur sem samtökin hafa beint til íslenskra stjórnvalda á því sviði. Er það niðurstaða GRECO að íslensk stjórnvöld hafi nú innleitt 8 tilmæli af 9 með fullnægjandi hætti auk þess sem ein tilmælin teljast uppfyllt að hluta, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

HM-áskriftir í verðlaun á Vísi

Nýr Vinaleikur Vísis er kominn í loftið og að þessu sinni eru verðlaunin áskrift að Stöð 2 Sport þar sem HM í handbolta ræður ríkjum þessar vikurnar.

Óboðleg stöðnun í sjávarútvegi

„Óvissan um framtíð fiskveiðistjórnunar og sífelldar illa ígrundaðar yfirlýsingar stjórnmálamanna hafa stöðvað allar ákvarðanir í sjávarútvegsfyrirtækjum um umtalsverðar fjárfestingar.“ Þetta kemur fram í grein sem Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtakanna atvinnulífsins, birtir á vef samtakanna.

Saksóknari spurðist fyrir um Björgólf

Sérstakur saksóknari hafði samband við lögmann Björgólfs Guðmundssonar og spurðist fyrir um Björgólf í gær vegna rannsóknar embættisins á Landsbankanum.

Skoðið myndbandið -og tárist

Elísabet Hughes er aðeins átta ára gömul. Hún hefur því sjálfsagt verið dálítið taugóstyrk þegar hún steig fram til þess að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir tólfþúsund áhorfendur fyrir íshokkíleik í Virginíu.

Þingkonan er tvöfalt kraftaverk

Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords hefur opnað augun og er farin að anda sjálf. Ef stutt er við hana getur hún setið á rúmstokknum og dinglað fótunum.

Sigurjón og Ívar í gæsluvarðhald

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar klukkan 16. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn rétt eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur Ívar Guðjónsson verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald.

Björgunarsveitir leita að Matthíasi

Lögregla og björgunarsveitir munu í fyrramálið gera út leitarhópa í von um að finna Matthías Þórarinsson sem hefur verið saknað í nokkurn tíma. Lögregla hefur lýst eftir Matthíasi en það hefur engan árangur borið. Leitarhundar verða með í för um helgina en ekki hefur áður verið lagt í skipulega leit að Matthíasi, aðallega því lögregla hefur ekki vitað hvar skyldi leita hans.

Tíu greinst með svínaflensu undanfarnar vikur

Alls hafa tíu einstaklingar greinst með inflúensu staðfesta með sýnatöku á Íslandi á síðustu þremur vikum. Þar af eru átta með inflúensu A(H1N1) 2009, sem er oftast kölluð svínainflúensa, einn með árlega inflúensu A og einn

Verðandi heilbrigðisstarfsmenn gera grein fyrir sér

Nemendur á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands standa fyrir opnu húsi á Háskólatorgi þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um sykurmagn í ýmsum þekktum fæðutegundum, skoða sýni í smásjá, fræðast um starfsemi Ástráðs, og margt fleira.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Herjólfur mun sigla frá Vestmannaeyjum á Þorlákshöfn kl. 15:00 í dag 14. janúar og til baka kl. 19:00, að því er segir í tilkynningu frá Eimskip.

Sinubruni í Hljómskálagarðinum

Eldur kviknaði í sinu sunnarlega í Hljómskálagarðinum á tólfta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni Stöðvar 2 og Vísis sem er á staðnum var um minniháttar eld að ræða sem var fljótlega slökktur. Einn dælubíll á vegum slökkviliðsins hefur verið sendur á staðinn.

14% fullorðinna reykja daglega

Nýjar tölur yfir umfang reikinga á Íslandi sýna að tíðni daglegra reykinga fullorðinna heldur áfram að lækka. Um 14% fullorðinna reykja daglega hér á landi.

Allir með réttarstöðu sakborninga - myndskeið

Sjömenningarnir sem yfirheyrðir voru af sérstökum saksóknara í gær eru allir með réttarstöðu sakborninga, samkvæmt upplýsingum Vísis. Yfirheyrslur stóðu lang fram á kvöld í gær. Að þeim loknum var gæsluvarðhalds krafist yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Ívari Guðjónssyni sem báðir störfuðu hjá gamla Landsbankanum. Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfuna klukkan tvö í dag.

Sjálfstæðismenn efast um heimild mannréttindaráðs

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði óskuðu eftir því á borgarráðsfundi í gær að borgarlögmaður kannaði heimild mannréttindaráðs til þess að leggja fram og samþykkja tillögur er hafa veruleg áhrif á starfsemi annarra sviða Reykjavíkurborgar. Er þetta gert í ljósi þess að fyrir liggur í mannréttindaráði tillaga meirihlutans í borgarráði um samskipti trúfélaga og skóla. Sjálfstæðismönnum þykir ólíklegt að slík heimild sé til staðar þar sem á ráðið fyrst og fremst að gegna ráðgefandi hlutverki, samkvæmt samþykktum Reykjavíkurborgar.

Sóttu slasaðan sjómann: Magnað myndskeið frá Gæslunni

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru í gær kallaðar út til þess að sækja slasaðan sjómann um borð í litháíska flutningaskipið Skalva sem statt var um 115 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Þyrlurnar TF-LÍF og TF-GNÁ fóru í loftið rétt fyrir hádegi og voru þær komnar að skipinu rétt eftir klukkan hálfeitt. Ölduhæð á staðnum var um 6-8 metrar og vindur 40-50 hnútar.

Halldór kemur á sunnudaginn

Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Vísi. Halldór er staðsettur í Kanada, þar sem hann er búsettur, en það stefnir allt í að hann komi á sunnudaginn, staðfestir Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður hans, í samtali við Vísi.

Gæsluvarðhald framlengt yfir Gunnar Rúnari

Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna. Fyrirtaka fór fram í málinu í morgun í Héraðsdómi Reykjaness.

Starfsmaður dótturfélags Landsbankans í yfirheyrslu

Einn núverandi starfsmanna dótturfélags Landsbankans var í gær færður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að staðfestar upplýsingar þess efnis hafi ekki borist forsvarsmönnum Landsbankans fyrr en undir kvöld.

Borgarstjóri með sinn eigin spjallþátt í sjónvarpi

„Mér finnst ekki alltaf dregin upp sanngjörn mynd af mér í fjölmiðlum, mig grunar að þeir séu oft tengdir stjórnmálaflokkum. Ef ekki, þá biðst ég afsökunar. En allavega, ég tel að það sé mjög mikilvægt að borgarstjórinn geti fundið sér vettvang sem sé hlutlaus og að þetta muni efla lýðræðið og gegnsæi,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík.

Úrskurður um gæsluvarðhald eftir hádegi

Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni í bankanum, klukkan tvö í dag. Þeir Sigurjón og Ívar voru leiddir fyrir dómara um miðnættið í gær eftir að hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara allan daginn.

H&M ekki til Íslands í bráð

Ísland virðist vera úti í kuldanum hjá sænsku fatakeðjunni H&M. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu heimsóttu fulltrúar frá sænsku fatakeðjunni Reykjavík fyrir jól og skoðuðu hentugt verslunarhúsnæði í miðborginni, Kringlunni og Smáralind. Þeir sem lóðsuðu þá um verslunarkjarnana sögðu fulltrúana hafa verið nokkuð spennta fyrir að opna hér verslun en H&M hefur verið ákaflega vinsæl verslun meðal íslenskra ferðalanga erlendis.

Sjá næstu 50 fréttir