Fleiri fréttir

Skólinn rýmdur samkvæmt eldvarnaaætlun

Jón Páll Haraldsson, aðstoðarskólastjóri í Laugalækjarskóla, segir nemendur hafa staðið sig með prýði þegar skólinn var rýmdur í morgunn. Eldur kom upp í rafmagnsdós, sem bráðnaði og barst reykjalykt um skólann.

Eldur í Laugalækjarskóla

Eldur kom upp í Laugalækjarskóla í morgun og þurfti að rýma skólann þess vegna. Vakstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að upptök eldsins hafi verið í rafmagnstöflu. Slökkviliðið mætti á vettvang og réð niðurlögum eldsins. Nemendum hefur verið hleypt aftur inn í skólann og verður skólahald með eðlilegum hætti þar í dag.

Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag

Fyrri ferð Herjólfs til Þorlákshafnar fellur niður í dag fimmtudag. Athugað verður með seinni ferð um hádegi, en veður- og ölduspá er slæm fyrir daginn.

Sautján bæjarstjórar styðja samningaleiðina

Sautján bæjarstjórar um allt land, sem starfa fyrir ólíka meirihluta og í ólíkum samfélögum hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við svonefnda samningaleið við stjórnun fiskveiða.

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók 36 manns

Viðamiklum aðgerðum lögreglunnar í Kaupmannahöfn gegn glæpagengjum í borginni lauk ekki fyrr en á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar þeir síðustu sem lögreglan handtók voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Strætóbílstjórar í verkfalli í Danmörku

Almenningssamgöngur liggja víða niðri í Danmörku í dag vegna verkfalls strætóbílstjóra í landinu. Í Kaupmannahöfn og á Sjálandi keyra engir strætisvagnar í dag og hið sama gildir í nokkrum borgum á Jótlandi.

Grunnskólabygging langt fram úr áætlun

Kostnaður við nýja byggingu fyrir grunnskólann á Stokkseyri er nú kominn í um 806 milljónir króna og hefur ekki allur kostnaður verið talinn. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 477 milljónir króna. Nýja grunnskólabyggingin var boðin út árið 2008. Byggingin er nær tilbúin og hefur þegar verið tekin í notkun, segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar.

Nemendur fá að ljúka námi

Náðst hefur samkomulag um að hópur nemenda við Iðnskólann í Hafnarfirði fái að ljúka námi í útstillingum með samvinnu við verslunina Ikea. Ákveðið var skömmu fyrir jól að leggja námsbrautina niður án fyrirvara, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Fimm nemendur voru langt komnir í náminu og höfðu ætlað að útskrifast í vor.

Þök fuku og tré rifnuðu upp

Öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir norðausturströnd Ástralíu í nærri heila öld olli miklum skemmdum þegar hann fór yfir strandbyggðir í gær. Engar fréttir höfðu í gær borist af manntjóni.

Þrengir að bílstjórum í Ósló

Samönguyfirvöld í Noregi ætla að draga úr bílanotkun í Ósló og öðrum helstu borgum og bæjum landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um samgöngumál.

Mikilvæg fyrir blesgæsina

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur undiritað friðlýsingu búsvæðis fyrir fugla í Andakíl í Borgarfirði og Hvanneyrarjörðina alla, sem nú er friðlýst svæði blesgæsar.

Vilja sátt um sjávarauðlindina

Sautján stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga lýsa yfir stuðningi við niðurstöðu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.

Ræða stöðu stjórnlagaþings

Málþing Rætt verður um ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþings á málþingi á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviða Háskóla Íslands í dag.

Borg og eigendur togast á um tíu sentimetra

„Ef ég væri ekki ljóshærður þá væri ég löngu orðinn gráhærður,“ segir Marías Sveinsson, einn þriggja eigenda Klapparstígs 17, sem kveðst uppgefinn á samskiptum við byggingarfulltrúa vegna nýbyggingar á lóðinni.

Síldin í Breiðafirði mjög sýkt

Frumniðurstöður úr rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar í janúar staðfesta fyrri mælingar um mikla sýkingu í íslensku sumargotssíldinni í Breiðafirði.

Fengu ferðina bætta að fullu

Íslensk hjón hafa fengið bætur frá erlendu flugfélagi eftir að flugferð frá Englandi til Spánar, sem þau áttu pantaða, var aflýst. Á vef Neytendasamtakanna segir að hjónunum hafi næsta dag verið tjáð að flugfélagið myndi ekki fljúga til þessa áfangastaðar næstu tvo daga.

Byssumennirnir fjórir verða áfram í haldi

Fjórir karlmenn sem tóku þátt í skotárás í Bústaðahverfi á aðfangadag hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. febrúar. Einn þeirra kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur Hæstaréttar. Ríkissaksóknari mun á næstu dögum gefa út ákæru á hendur þeim.

Byssur og risastórir vísundar

„Þarna verður mikið af rifflum, skammbyssum og haglabyssum," segir veiðimaðurinn Páll Reynisson hjá Veiðisafninu á Stokkseyri.

Tveir á slysadeild eftir mjög harðan árekstur

Mjög harður árekstur varð á Vesturlandsvegi, nærri Blikdalsá, um hálfsjöleytið í kvöld. Tveir fólksbílar rákust þar saman en ekki er vitað neitt nánar um málavöxtu. Ökumenn beggja bílanna voru fluttir á slysadeild. Eftir því sem Vísir kemst næst voru þeir einir í bílum sínum.

Sjónvarpsstjarna varð fyrir árás í Egyptalandi

Anderson Cooper, fréttamaður á CNN sjónvarpsstöðinni, varð fyrir árás í Egyptalandi í dag þar sem þeir voru að fylgjast með óeirðunum sem þar standa yfir. Það voru stuðningsmenn stjórnarinnar sem réðust að Cooper og samstarfsmönnum hans.

Átökin hörnuðu eftir því sem leið á daginn

Hundruð manna hafa særst og einn fallið í átökum mótmælenda og stuðningsmanna Hosni Mubaraks í Kairó höfuðborg Egyptalands í dag. Átökin hafa harnað eftir því sem liðið hefur á daginn en herinn hefur að mestu haldið sér til hlés.

Varað við stormi

Spáð er stormi um suður og vesturströndina í kvöld, segir Soffía Sveinsdóttir, veðurfréttamaður hjá 365 miðlum. Hún segir að það muni hvessa fyrst allra syðst og síðan sums staðar við vesturströndina, Faxaflóa og á Snæfellsnesi.

Seðlabankastjóri verði settur af

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins kallaði eftir því á Alþingi í dag að Már Guðmundsson seðlabankastjóri yrði settur af eftir að hann neitaði að veita þingnefnd upplýsingar um söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá.

SUS gagnrýnir sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave frumvarp. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér síðdegis.

Wikileaks tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels

Vefsíðan Wikileaks hefur verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Norskur þingmaður sem stendur að baki tilnefningunni segir Wikileaks stóran þátt í baráttunni fyrir málfrelsi og gegnsæi á þessari öld.

Íslendingur í Kaíró: Þetta var eins og að horfa á Ben-Hur

„Staðan er sú að öryggisverðir voru að berja á dyrnar hjá mér á hótelherberginu og báðu mig um að taka ekki myndir út á svölunum,“ segir fréttamaðurinn Jón Björgvinsson sem er staddur í Kaíró í Egyptalandi þar sem mótmælendur og stuðningsmenn Mubaraks berjast harkalega um Frelsistorg. Í miðju samtali við Vísi lýsti Jón því að hann væri að horfa á logandi Molotov-kokkteila fljúga yfir torgið auk þess sem herinn sprautaði vatni og táragasi yfir stríðandi fylkingar.

Gerður Kristný hlýtur íslensku bókmenntaverðlaunin

Bókmenntaverðlaun Íslands voru afhent á Bessastöðum í dag. Gerður Kristný hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina Blóðhófnir. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut Helgi Hallgrímsson verðlaunin fyrir Sveppabókin - íslenskir sveppir og sveppafræði.

Segir sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir 30 ára samfylgd

Blaðamaðurinn Andrés Magnússon tilkynnti á Facebook fyrir stundu að hann væri búin að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir 30 ára samfylgd. Hann segir ástæðuna afstöðu Sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd sem sendu frá sér tilkynningu í dag um að þeir myndu styðja nýtt Icesave-frumvarp.

Sérsveitin aðstoðaði lögregluna við dópfund

Fíkniefni fundust við húsleitir í Kópavogi um síðustu helgi. Um var að ræða talsvert magn af kókaíni, amfetamíni og marijúana en fíkniefnin fundust á tveimur stöðum í bænum. Á öðrum staðnum var jafnframt lagt hald á stera. Karl og kona, sem bæði eru á þrítugsaldri, voru handtekin í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðina, sem er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna, naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Komið að þolmörkum leikskólakennara

„Allir hafa sín þolmörk og nú er komið að þeim hjá leikskólakennurum," segir Marta Dögg Sigurðardóttir, formaður Félags leikskólakennara. Hún segir vinnu í starfshópum sáttasemjara ganga hægar en vonir stóðu til og forsendur kjarasamningagerðar því enn óljósar. Beðið er eftir því hvaða stefnu samningamálin á almennum vinnumarkaði taki en þar er allt í hnút, meðal annars vegna deilu Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar um framtíð kvótakerfisins.

Epli og appelsínur - bréf Jóhönnu birt í heild sinni

Jóhanna Sigurðardóttir segir Ríkisendurskoðun vera að bera saman epli og appelsínur. Þetta kemur fram í bréfi hennar til ríkisendurskoðunar um rannsókn á svörum hennar við fyrirspurn um kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjónustu frá félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Með þungar áhyggjur af stöðu tónlistarnáms

Stjórn Listaháskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu tónlistarnáms í Reykjavík nái boðaður niðurskurður á framlögum borgarinnar til tónlistarskólanna fram að ganga. „Skólarnir hafa nú þegar þurft að draga saman í starfseminni vegna niðurskurðar á síðustu misserum, sem hefur leitt til þess að þeir geta ekki boðið upp á eins öflugt og kröfuhart tónlistarnám og fyrr,“ segir meðal annars. Stjórnin segir að sama eigi við um um niðurskurð á framlagi borgarinnar til Myndlistaskólans í Reykjavík.

Opnunarhátíð Lífshlaupsins

Lífslaupið hófst formlega í fjórða sinn í Víkurskóla í Grafarvogi í dag. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstöfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.

Sjá næstu 50 fréttir