Fleiri fréttir

Pabbinn dæmdur fyrir árás á móður drengsins

Móðir sjö ára drengs, sem talið er að hafi verið gróflega misnotaður af föður sínum og frænda, hefur þurft að flýja heimili sitt með drenginn vegna hótana frá mönnunum tveimur. Faðirinn hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi sem hann beitti móður drengsins og föður hennar.

Uppreisnarmenn í Líbíu vilja selja fleirum olíu

Uppreisnarmenn í Líbíu vilja selja olíu til fleiri ríkja en Katar. Ennfremur krefjast þeir að Sameinuðu þjóðirnar aflétti banni á útflutningi á olíu frá landinu svo hægt verði að fjármagna neyðarhjálp til íbúa sem búa á svæðum uppreisnarmanna.

Fékk loksins trúlofunarhring eftir 65 ára hjónaband

Bandaríkjamaðurinn Everett Potter á skammt eftir ólifað og hans hinsta ósk var að gefa eiginkonu sinni til 65 ára trúlofunarhring. Everett hafði nefnilega ekki efni á að kaupa einn slíkan á sínum tíma.

Bæjarstjórinn í Eyjum: Erum vön að passa okkur á sjónum

„Við erum að leita allra leiða til þess að byrja að nýta höfnina aftur. Nú er dýpið að verða nokkuð ásættanlegt en Herjólfur ristir hins vegar meira en æskilegt er," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, en rætt var við hann í Kastljósi í kvöld.

Skora á Gaddafi að segja af sér

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna telja að Moammar Gaddaf sé ekki lengur lögmætan leiðtogi Líbíu og skora á hann að segja af sér þegar í stað.

Stöðug fjölgun á vanskilaskrá

Einstaklingum fjölgar stöðugt á vanskilaskrá og fjöldi einstaklinga með mál í löginnheimtu er nú meiri en nokkru sinni fyrr eða 24.260 manns miðað við 1. apríl síðastliðinn. Fjölgað hefur um rúmlega 1800 í þessum hópi á síðustu 6 mánuðum eða að meðaltali um 305 á mánuði.

Kjarasamningar gætu kostað ríkissjóð yfir 20 milljarða

Forsætisráðherra segir kröfur aðila vinnumarkaðarins á stjórnvöld í tengslum við gerð kjarasamninga, kosta ríkissjóð um tuttugu milljarða króna. Ef stjórnvöld verði við þeim öllum gangi mun hægar að vinna á miklum halla á rekstri ríkissjóðs.

Ekki samið til langs tíma falli Icesave

Ólíklegt er að takist að ganga endanlega frá kjarasamningum fyrir helgi, jafnvel þótt stjórnvöld verði við öllum kröfum aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins treysta sér ekki til að samþykkja kjarasamninga til þriggja ára, ef Icesave samningarnir verða felldir á laugardag, vegna þeirrar óvissu sem þá verði uppi í efnahagsmálum.

Til höfuðs hálfvitum

Hart var tekist á um sameiningaráform í skólakerfinu á borgarstjórnarfundi í dag. Þar sagði Jón Gnarr, borgarstjóri, að málflutning minnihlutans einkennast af skotgrafapólitík, lýðskrumi og að gagnrýnin væri ofbeldi líkust.

Vill ræða málefni bænda vegna mengunar í Engidal og Skutulsfirði

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur brýnt að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis komi saman og ræði sérstaklega stöðu bænda í Engidal og Skutulsfirði vegna díoxínmengunar. Ríkið hefur bannað sölu afurða frá þeim bændum líkt og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Virða ekki umboð sitt og valdmörk

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, gagnrýndi formenn menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs, harðlega á fundi borgarstjórnar í dag og sagði þá ekki virða umboð sitt og valdmörk. Á fundinum fór fram umræða um fyrirhugaðar sameiningar grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila í borginni.

Ríkisstjórnin samþykkir 16 verkefni á Vestfjörðum

Á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var á Ísafirði í dag voru samþykkt 16 verkefni er snúa að eflingu byggðar og atvinnusköpun í landshlutanum. Að því er fram kemur í tilkynningu hafa verkefnin verið undirbúin í samvinnu allra ráðuneyta og í samráði við heimamenn. Andvirði verkefnanna er um 5,4 milljarðar króna.

Vilja að kvótinn verði tímabundinn

Samtök atvinnulífsins leggja til að gerð verði sú grundvallarbreyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu að í stað þess að afnot aflahlutdeildar séu ótímabundin verði gerðir samningar á milli ríkisins og útgerða um tímabundin afnot útgerða af aflahlutdeild.

Vill upplýsingar vegna svara til fjölmiðla

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að fjármálaráðuneytið veiti upplýsingar um samskipti ráðuneytsins við fjölmiðla vegna fyrirspurna um kostnað vegna Icesave samninganefndanna. Eins og fram hefur komið óskuðu fréttastofa RÚV og Morgunblaðið eftir því að ráðuneytið veitti fjölmiðlunum þessar upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Við því hefur ekki verið orðið.

Sprengjuhaugar fundust a Pattersonvelli á Suðurnesjum

Landhelgisgæslan er búin að girða af sprengjusvæðið á Pattersonvelli við Reykjanesbæ en þar fundust á dögunum haugar sem hafa mikið af skotfærum að geyma. Þá er á svæðinu ruslagámur sem er nær fullur af skotfærakössum og skothylkjum úr fallbyssum.

Þrír íslendingar á Norðurpólinn

Þrír Íslendingar eru í átta manna hópi sem nú heldur á Norðurpólinn. Þetta eru feðgarnir Hjörleifur Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Hjörleifsson, og Ragnar Baldursson. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eiginkona Hjörleifs og móðir Sveinbjörns, segir á Facebook-síðu sinni á sunnudagskvöldið: „Í vorveðrinu í dag varð mér oft hugsað til Hjölla og Hrafnkels sem eru á Svalbarða að búa sig undir ferð á Norðurpólinn. Verða fluttir út á ísinn eftir helgina." Þeir bíða þess enn að vera fluttir á Norðurpólinn og nýttu daginn í dag til að æfa sig á skíðum í Longyearbyen. Reiknað er með að hópnum bíði miklar frosthörkur, allt frá tuttugu gráðu frosti til fjörutíu gráða. Hægt er að fylgjast með ferðasögu þeirra á vefslóðinni Polar Explorers - Artic Fox http://polarexplorers-arcticfox.blogspot.com/ Meðal ferðafélaga þeirra Hjörleifs og Sveinbjörns er skólafélagi Hjörleifs frá því hann var við nám í Peking, sonur hans, og Ragnar Baldursson, fyrrverandi starfsmaður íslenska utanríkisráðuneytisins sem nú er búsettur í Kína. Nánar má fræðast um ferðafélagana með því að smella hér. http://www.polarexplorers.com/expeditions/2011expeditionlist.shtml

Báturinn við Látrabjarg dreginn í land

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi er nú að draga bát að landi sem fékk í skrúfuna við Látrabjarg í morgun. Búist er við að skipin komi til hafnar á Rifi klukkan fjögur í dag.

Skólamálin rædd í borgarstjórn - 90 prósent umsagna neikvæðar

Á borgarstjórnarfundi sem hófst klukkan tvö í dag eru tillögur meirihlutans um sameiningar í skólum borgarinnar til umræðu. Fjölmargar umsagnir hafa borist um málið og í tilkynningu frá sjálfstæðismönnum segir að um 90 prósent þeirra séu neikvæðar.

Leita fingrafara á hótunarbréfi

Friðrik Smári Björgvinsson yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir tæknideild lögreglunnar nú vinna að rannsókn á hótunarbréfi gegn tuttugu fyrrverandi ráðherrum. Bréfið barst inn um lúgu á ritstjórnarskrifstofum DV í gær. Í því eru ráðherrarnir tuttugu, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa lýst opinberlega stuðningi við Icesavesamningana, hvattir til þess að fá sér lífverði sem fyrst.

Stefna á að ljúka talningu klukkan tvö

Gert er ráð fyrir að talningu í Icesave kosningunni ljúki aðfaranótt sunnudagsins um klukkan tvö. Talning mun hefjast klukkan tíu um kvöldið, þegar kjörfundi lýkur. Búast má við því að fyrstu tölur verði birtar í Reykjavíkurkjördæmum eftir klukkan ellefu, samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórnum.

Tjónstilkynningar séu ávallt meðferðis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill hvetja ökumenn til þess að hafa tjónstilkynningar ávallt meðferðis í bílum sínum komi til óhapps. Að sögn lögreglu er talsvert um að ökumenn sem lent hafa í umferðaróhappi kalli til lögreglu sökum þess að tjónstilkynningareyðublað tryggingafélaganna er ekki meðferðis.

Forsetinn felur sig í kjallaranum

Forseti Fílabeinsstrandarinnar Laurent Gbagbo, felur sig nú í kjallara forsetahallarinnar í Abidjan en hersveitir uppreisnarmanna sitja um höllina. Gbagbo hefur neitað að láta af embætti þrátt fyrir að hafa tapað í forsetakosningunum fyrir nokkru. Hersveitir Alessane Outtara sem sigraði í kosningunum hafa nú töglin og hagldirnar í landinu að því er virðist og þess skammt að bíða að Gbagbo gefist upp, að því er fram kemur á BBC.

Til í aðra kóran-brennu

Bandaríski klerkurinn Terry Jones segist ekki iðrast þess að hafa kveikt í kóraninum þótt sá gjörningur hafi kostað þrjátíu manns lífið og skilið 150 eftir særða.

Lækkun tryggingagjalds forsenda fyrir hækkun lágmarkslauna

Lækkun tryggingagjalds er forsenda þess að Samtök atvinnulífsins fallist á hækkun lágmarkslauna að kröfu Alþýðusambandsins. Kjarasamningar til þriggja ára eins og stefnt er að verða ekki að veruleika felli þjóðin Icesave samningana í atkvæðagreiðslunni á laugardag.

Líbíska konan fundin

Líbíska konan sem sakaði hermenn Gaddafis um hópnauðgun hvarf af sjónarsviðinu eftir að hún var dregin út af hóteli vestrænna fréttamanna í síðustu viku.

Þurftu að flýja með litla drenginn vegna hótana

Móðir drengs á áttunda ári, sem talið er að hafi verið gróflega misnotaður af föður sínum og frænda, hefur þurft að flýja heimili sitt með drenginn vegna hótana frá mönnunum tveimur.

Skortir mansalsáætlun fyrir börn: Of lítið fé í forvarnir

Stjórnvöld þurfa að tryggja fjármagn til þeirra úrræða sem ætluð eru til aðstoðar eða verndar börnum. Vinnuálag starfsmanna í þessum geira er oft og tíðum óviðunandi. Ástæða til að hafa áhyggjur af börnum sem hvergi eru til í kerfinu og fá þar af leiðandi ekki þá grunnþjónustu sem Barnasáttmálinn tryggir þeim. Þá verður að vinna sérstaka mansalsáætlun fyrir börn eða endurvinna núgildandi mansalsáætlun með börn í huga. Ekki getur talist eðlilegt að þær litlu forvarnir sem boðið er upp á gegn kynferðislegri misnotkun barna séu einkum í höndum frjálsra félagasamtaka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skuggaskýrslu um stöðu barna á Íslandi með tilliti til ákvæða Barnasáttmálans. Þeir sem unnu skýrsluna eru Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Mannréttindaskrifstofa Íslands og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Skýrslan hefur verið send til Sameinuðu þjóðanna. Meðal helstu niðurstaða í skuggaskýrslu samtakanna þriggja er að þó gerðar hafi verið tvær aðgerðaráætlanir, annars vegar um barnavernd og hins vegar um aðgerðir til að bæta stöðu barna og ungmenna, hefur aðeins lítill hluti þessara áætlana komist til framkvæmdar. Ástæða er til að hvetja stjórnvöld eindregið til að bæta úr því um leið og unnið er áfram að endurskoðun og uppfærslu þessara aðgerðaáætlana. Einnig má nefna að þrátt fyrir að til sé heildarstefna í málefnum innflytjenda, þar sem nokkrir liðir fjalla sérstaklega um börn innflytjenda, hefur fátt eitt komið til framkvæmda. Úr því verður að bæta og sérstaklega ber stjórnvöldum að gera öllum sveitarfélögum skylt að móta sér stefnu í þjónustu við innflytjendur. Það er mat samtakanna að sárlega skorti heildarstefnu í málefnum barna og barnafjölskyldna af hálfu stjórnvalda. Í skuggaskýrslunni segir að ástæða sé til að óttast að hagsmunir barna í forsjárdeilum séu fyrir borð bornir. Svo virðist sem réttur barnsins til umgengni við foreldra sé á stundum færður frá barninu yfir til foreldris en það fer gegn hagsmunum barnsins, gegn barnalögum og gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Stjórnlagaráð sett á morgun

Stjórnlagaráð verður sett á morgun klukkan tvö í Ofanleiti í Reykjavík. Í Stjórnlagaráði sitja 25 fulltrúar og er þeim ætlað að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar, undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar sem haldinn var í fyrra.

Vill að sérleyfi Herjólfs í Landeyjahöfn verði aflétt

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur ritað innanríkisráðherra og siglingamálastjóra bréf þar sem hann óskar eftir því að sérleyfi Herjólfs til siglinga í Landeyjahöfn verði þegar aflétt og öðrum bátum og skipum með leyfi til farþegaflutninga heimilað að nýta Landeyjahöfn. Elliði bendir á að siglingar í Landeyjahöfn hafa legið niðri frá áramótum og enn virðist sem nokkur dráttur verði á að dýpi við höfnina verði nægjanlegt fyrir Herjólf. Ekkert sé hins vegar sem hindri að skip sem rista minna en Herjólfur noti höfnina. Að sögn Elliða hefur samfélagið í Vestmannaeyjum orðið fyrir miklum skaða vegna vegna vandamála sem komið hafa upp við Landeyjahöfn og ber hann því fram ósk sína með sérstöku tilliti til þess að háannatími í ferðaþjónustunni nálgast.

Tveir litlir bátar í vandræðum við Látrabjarg

Tveir litlir fiskibátar lentu í vandræðum út af Látrabjargi í morgun. Annar fór að leka og kom hinn honum til hjálpar, en fékk dráttartógið í skrúfuna og varð því vélarvana. Björgunarskip Landsbjargar var á leið til aðstoðar við enn einn bátinn utarlega á Breiðafirði, þegar hjálparbeiðni barst fá bátunum tveimur, og er nú komin að þeim. Öll hætta er liðin hjá og mun skipið aðstoða bátana til hafnar.

Mál Priyönku tekið til skoðunar að nýju

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra boðar breytingar á stefnu og regluverki Útlendingastofnunar í kjölfar þess að Priyönku Thapa, 23 ára stúlku frá Nepal, var synjað um dvalarleyfi af mannúðarsjónarmiðum hér á landi. Ögmundur átti fund með stjórnendum Útlendingastofnunar í gærmorgun og í kjölfarið fékk Priyanka tilkynningu um að umsókn hennar yrði endurskoðuð.

Reikna með 30 þúsund á klósettið

Tvö ný snyrtihús með átján salernum verða í sumar tekin í notkun á Hakinu á Þingvöllum. Átján ára og eldri þurfa að greiða tvö hundruð krónur fyrir afnot af salernunum.

Lögreglan leitar enn að vopnuðum ræningja

Lögregla leitar enn að manni, líklega um tvítugt, sem otaði hnífi að stafsfólki í söluturninum Hraunbergi í Breiðholti í gærkvöldi, þar sem margmenni var innandyra, og heimtaði peninga úr afgreiðslukassanum.

Réttindalaus þóttist vera bróðir sinn

Lögreglan tók tvö ökumenn úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þóttist vera bróðir sinn, sem á óflekkaðan feril, en brátt kom í ljós hver hann var og að hann væri réttindalaus.

Eldvarnarbjalla reyndist skólabjalla

Lögreglan á Akureyri kalllaði slökkviliðið út rétt fyrir klukkan eitt í nótt vegna nokkurra tilkynninga bæjarbúa um að eldvarnarbjalla væri að hringja í Oddeyrarskóla.

Leita að raðmorðingja skammt frá New York

Rannsóknarlögreglumenn hafa nú fundið átta lík við ströndina skammt frá New York. Lögreglan í Suffolk sýslu telur að raðmorðingi gangi laus í sýslunni.

Eldur laus á Ísafirði í nótt

Eldur gaus upp á geymslusvæði á Suðrutanga í Neðsta kaupstað á Ísafirði á þriðja tímanum í nótt og kallaði lögregla slökkvilið á vettvang.

Viðbúnaðarstig á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi

Viðbúnaðarstig var sett á Reykjavíkurflugvöll á ellefta tímanum í gærkvöldi þegar flugmenn á lítilli tveggja hreyfla vél , sem voru í aðflugi að vellinum, tilkynntu að ljós gæfu til kynna að hjólin hefðu ekki farið tryggilega niður.

Sjá næstu 50 fréttir