Fleiri fréttir

Fjórir handteknir vegna dauðsfalls í Árbæ

Fjórir hafa verið handteknir vegna andláts rúmlega tvítugrar konu sem varð í íbúð í Árbænum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þeir kallaðir á vettvang um hádegisbilið. Endurlífgunartilraunir tókust ekki og var kona úrskurðuð látin í kjölfarið.

Seldi skólabróður sínum skammbyssu

Átta ára gamall gutti í New York í Bandaríkjunum var handtekinn á fimmtudaginn eftir að hafa selt skólabróðir sínum raunverulega skammbyssu. Byssan reyndist vera hlaðin að auki.

Stela kjólahönnun fyrir sauðsvartan almúgann

Á sama tíma og hin nýgifta Katrín Middelton sýndi brúðarkjólinn sinn í fyrsta skiptið sátu bandarískir hönnuðir sveittir við sjónvörpin og teiknuðu kjólinn með það að markmiði að fjöldaframleiða hönnunina fyrir sauðsvartan almúgann.

Fangar ósáttir við lyftingabann

Formaður félags fanga segir að þeir fangar sem nota lyftingarlóðin hvað mest í fangelsum sé einmitt sá hópur sem gangi hvað best að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf. Hann gagnrýnir fangelsismálastjóra fyrir að beita róttækum leiðum til að leysa smávægilegt vandamál.

Veiddu ekki hval innan línunnar - gerðu bara að honum

"Dýrið var veitt fyrir utan línuna, það er alveg á hreinu. Aftur á móti var gert að því innan línunnar," segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna ehf., sem á og rekur hvalveiðiskipið Hrafnreyði.

Erlingur hlaut þýðingarverðlaun

Erlingur E. Halldórsson hlaut í dag Íslensku þýðingaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Verðlaunin hlaut hann fyrir þýðingu sína á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante Alighieri.

Rithöfundurinn Sabato er látinn

Argentíska skáldið Ernesto Sabato er látinn. Hann var 99 ára gamall þegar hann lést úr bronkítis. Sabato skrifaði meðal annars bókina Göngin sem var þýdd af Guðbergi Bergssyni árið 1985.

Sagðir hafa stundað hvalveiðar á hvalaskoðunarsvæði

Landhelgisgæslan hafði afskipti af hvalveiðibáti sem var á veiðum innan ákveðinnar línu sem afmarkar svæði fyrir hvalaskoðun norður af syðra hrauni í Faxaflóa, en það var sjávarútvegsráðuneytið sem setti reglugerð um svæðið fyrir um tveimur árum síðan.

Reykjafoss fékk á sig högg

Reykjafoss, skip Eimskipafélags Íslands, fékk á sig högg rétt fyrir utan höfnina Argentia við Nýfundnaland í Kanada í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þúsundir fengu vaxtaafslátt

Þúsundir skuldara fengu óvæntan glaðning í heimabankanum sínum í gær - þar var á ferð fyrsta greiðsla ríkissjóðs á vaxtaafslætti til þeirra sem skulda húsnæðislán.

Samningaleiðin farin í frumvarpi um fiskveiðistjórnun

Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja samningaleiðina farna í frumvarpi til nýrra laga um fiskveiðistjórnun. Sjávarútvegsráðherra vildi hins vegar engu svara um efni frumvarpsins en það var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær.

Jarðskjálfti í Panama

Öflugur jarðskjálfti skók jörðu í Panama í morgun. Jarðskjálftinn mældist 6.1 á richter samkvæmt mælingum bandarískra jarðfræðinga. Skjálftinn átti upptök sín tæplega 400 kílómetra suðvestur af Panama-borg. Skjálftinn átti upptök sín á tæplega þriggja kílómetra dýpi í Kyrrahafinu.

Undirbýr allsherjarverkfall í maí

Forseti ASÍ segir ekki koma lengur til greina að gera kjarasamning til þriggja ára. Verkalýðshreyfingin undirbúi nú allsherjarverkfall í maí sem verður rætt nánar eftir helgi.

Hálkublettir á Hellisheiðinni

Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði. Á Heiðum á Vesturlandi og á Vestfjörðum er víða snjóþekja, krapi eða hálka.

Ólafur Ragnar verður á Húsavík 1. maí

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff, forsetafrú, verða meðal gesta á fyrsta maí hátíðarhöldunum á Húsavík á morgun en þann fjórtánda apríl síðastliðinn voru hundrað ár liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur.

Brúðhjón dönsuðu fram á nótt

Vilhjálmur prins og Katrín Middleton fögnuðu brúðkaupsdegi sínum ásamt um þrjúhundruð vinum og vandamönnum í veglegri veislu Buckingham höll í gærkvöldi.

Erilsöm nótt hjá slökkviliðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að klippa ökumann út úr bifreið eftir að hann lenti í umferðaróhappi á Hringbrautinni um klukkan eitt í nótt. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins reyndist maðurinn ekki illa slasaður en bifreiðin var talsvert skemmd.

Nýr sjúkdómur á minkabúum

Sjúkdómurinn smitandi fótasár (pododermatitis) virðist hafa skotið sér niður í sex minkabúum hér á landi. Ekki er um mörg dýr að ræða en gripið hefur verið til nauðsynlegra aðgerða vegna þessa.

Tveir fíkniefnasalar ákærðir

Lögreglustjórinn á Akureyri hefur ákært tvo menn fyrir fíkniefnakaup og -sölu. Mennirnir eru báðir rúmlega tvítugir. Öðrum þeirra er gefið að sök að hafa í lok ágúst eða byrjun september 2010 keypt um 25 grömm af maríjúana í Reykjavík og flutt það til Akureyrar, þar sem hann seldi hluta þess til einstaklinga.

Sæmdarrétt þarf að skýra í lögunum

Hugtakið um sæmdarrétt listamanna þarf að skýra í lögum og jafnvel endurhugsa frá grunni. Það er mat tveggja ungra fræðimanna, sem voru frummælendur á vel sóttu málþingi Reykjavíkurakademíunnar í gær, sem bar yfirskriftina: „Er sæmdarréttur tímaskekkja“.

Bráðabirgðastjórn á herteknu svæðunum

Leiðtogar tveggja helstu fylkinga Palestínumanna, Fatah og Hamas, stefna á að hittast í Kaíró á þriðjudaginn í næstu viku til að undirrita og staðfesta sögulegan samning þeirra, sem kynntur var á miðvikudaginn.

Höfnin kostar Eyjar hundruð milljóna

Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð síðan 14. janúar, í um fimmtán vikur. Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í fyrradag var lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Í fundargerð segir að lokun hafnarinnar í vetur hafi valdið samfélaginu í Vestmannaeyjum og víðar á Suðurlandi gríðarlegum búsifjum og fjárhagslegt tjón samfélagsins nemi hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum.

Óhugnanlegt níð gegn níu börnum

Réttarhöld yfir dönskum hjónum sem misþyrmdu og vanræktu níu börn sín standa nú yfir. Hjónin bjuggu síðast með börn sín í niðurníddu húsi í bænum Brønderslev á Norður-Jótlandi. Þau eru sökuð um að hafa misþyrmt börnum sínum kynferðislega, þá helst elstu dótturinni sem er 21 árs gömul, og látið börnin búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Elsta dóttirin tilkynnti málið til yfirvalda á síðasta ári. Hjónin neita bæði sök.

Koma upp skilti fyrir puttalinga

Ný tegund þjónustuskilta hefur skotið upp kollinum skammt utan Bolungarvíkur og Súðavíkur, þar sem umferð fer hjá til Ísafjarðar. Skiltið er ætlað gangandi vegfarendum sem óska sér ferðar með bílum sem eiga leið fram hjá. Með því að standa við skiltið gefur fólk til kynna að það óski eftir fari.

Níðingahjónin játuðu sekt sína

Phillip Garrido og Nancy kona hans hafa játað að hafa rænt Jaycee Dugard þegar hún var 11 ára og haldið henni fanginni í 18 ár. Dugard slapp úr prísundinni árið 2009, en þá hafði Garrido getið henni tvær dætur sem nú eru 13 og 16 ára. Garrido-hjónin bíða nú dóms en verða að öllum líkindum í fangelsi til æviloka. Þau játuðu, að eigin sögn, til að hlífa Dugard og dætrum hennar fyrir því að þurfa að bera vitni fyrir dómi.

Barack Obama heitir stuðningi

Bandaríkjaforseti sagði eftir heimsókn á hamfarasvæðin í Suðausturríkjunum að hann hafi aldrei séð aðra eins eyðileggingu. Barack Obama hélt ræðu í Tuscaloosa í Alabama, sem hefur orðið afar illa úti, þar sem hann hét stuðningi við uppbygginguna sem fram undan er. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö ríkjum þar sem fjöldi skýstróka skylja eftir sig slóð eyðileggingar. Á fjórða hundrað manns hafi látið lífið þar af yfir 200 í Alabama

Dreifðu Fréttablöðum um götur

Óprúttnir skemmdarvargar rifu upp fjölda pakkninga með Fréttablöðum, ætluðum blaðberum, í Kópavogi í nótt. Blöðunum dreifðu þeir um götur bæjarins, síðu fyrir síðu, svo úr varð mikill óþrifnaður.

Scott skoðar Ísland fyrir geimverumynd

Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Ridley Scott er staddur hér á landi til að skoða heppilega tökustaði fyrir vísindaskáldverkið Prometheus, stórmynd sem innblásin er af kvikmyndinni Alien frá 1979. Tökur á myndinni eru þegar hafnar í Marokkó.

Fimmlembd ær á Sauðárkróki

Ærin Dögg, sem er á fjórða vetri og búsett á bænum Tröð við Sauðárkrók, bar í dag fimm lömbum. Fram kemur á fréttavefnum Feyki að um sé að ræða þrjá hrúta og tvær gimbur.

Eldur á Reynimel

Eldur kom upp í ruslageymslu á Reynimel nú um klukkan ellefu. Slökkvistarf gekk greiðlega og tók það einungis örfáar mínútur. Einn dælubíll var notaður við slökkvistarfið. Sjúkrabíll var sendur á staðinn, en enginn reyndist hafa slasast í bílnum.

Bernskuheimili Katrínar til sölu á hundrað milljónir

Ef þú átt hundrað milljónir liggjandi á lausu gætir þú náð þér alvöru minjagrip um brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar hertogaynju. Bernskuheimili Katrínar er nefnilega til sölu á þessum spottprís. Húsið heitir West View og er nálægt borginni Reading. Katrín bjó í húsinu til þrettán ára aldurs. Foreldrar hennar seldu það árið 1995 fyrir um 27 milljónir en verðmiðinn sem núverandi eigandi hefur sett á húsið hefur væntanlega eitthvað með breytta stöðu Middleton-dótturinnar að gera.

Íþróttafélögin vilja meiri pening frá ríki og borg

Ríkisvaldið ætti að greiða þeim sem líklegir eru til að komast á Ólympíuleikana í London á næsta ári því sem nemur fullum listamannalaunum. Þetta er í það minnsta skoðun Íþróttabandalags Reykjavíkur sem lauk 45. þingi sínu í kvöld. Á þinginu var skorað á ríkisvaldið að hefja slíkan stuðning við íþróttafólk. Þá var einnig skorað á ríkisvaldið að framkvæma sem fyrst könnun á hagrænum áhrifum íþrótta.

Prinsessan á Jelly-bauninni

Tuttugu og fimm ára gamall Breti datt í lukkupottinn á dögunum þegar hann keypti poka af Jelly-baunum fyrir kærustuna sína. Fyrsta baunin sem kom upp úr pokanum er nefnilega sláandi lík Katrínu hertogaynju sem gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins í dag.

Valdboðsleiðin er ekki sú rétta

Hanna Birna Kristjánsdóttir , oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst enn sannfærð um að leið aukins samráðs í stjórnmálum sé sú rétta. Í samtali við Óla Kristján Ármannsson lýsir hún aðdraganda brotthvarfs síns úr stóli forseta borgarstjórnar.

Gómaði erlenda togara við ólöglegar veiðar

TF Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, kom að sex rússneskum og einum spænskum togara að veiðum á Reykjaneshrygg á úthafskarfaveiðisvæði. Samkvæmt reglum Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) mega úthafskarfaveiðar ekki hefjast fyrr en 10 maí.

Fimmtungi fóstra er eytt á Íslandi

Næstum fimmta hverju fóstri á Íslandi er eytt, samkvæmt tölum sem birtust í Talnabrunni Landlæknis í dag. Sé Ísland borið saman við önnur Norðurlönd eru tiltölulega fáar fóstureyðingar framkvæmdar hér á landi miðað við annarsstaðar.

Björgólfur bar silfurúr - ekki gull

Björgólfur Thor Björgólfsson, einn af aðaleigendum Landsbankans fyrir hrun, gerir alvarlegar athugasemdir við frásagnir í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis af atburðum daginn áður en Neyðarlögin voru sett. Björgólfur var einn fjölmargra bankamanna sem mættu í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. Þar ræddu þeir við forystumenn ríkisstjórnarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir