Fleiri fréttir

Fangelsi fyrir að framvísa röngum vegabréfum

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær þrjá eþíópíska ríkisborgara í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa röngum vegabréfum við komuna til Íslands. Fólkið kom með flugi frá Osló á föstudaginn. Fólkið játaði brot sitt skýlaust fyrir dóminum. Um er að ræða karlmenn sem fæddir eru 1965 og 1975 og konu sem er fædd árið 1978.

Íslenskur húmor fer illa í breska gagnrýnendur

Næturvaktin í leikstjórn Ragnars Bragasonar lagðist greinilega misvel í Breta. Fyrsti þátturinn í seríunni var sýndur á sjónvarpsstöðinni BBC 4 í gær. "Orðalag og tungumálið er almennt er jafnan stærsta atriðið sem fær okkur til að hlæja, þannig að Næturvaktin, sem er íslenskur skemmtiþáttur með texta, er dálítil áhætta," segir Brian Viner, gagnrýnandi breska blaðsins Independent. Hann efast hins vegar ekkert um það að Íslendingum finnist þátturinn fyndinn. "Mér fannst það hins vegar ekki,“ segir hann.

Biðlað til Svandísar og Jóhönnu að hlífa hvítabjörnum

Alþjóðlegt bænaskjal til þeirra Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, um að hlífa hvítabjörnum, hefur nú verið opnað á netinu og hafa yfir sexhundrað manns þegar skrifað undir. Útlendingar virðast vera í miklum meirihluta.

Surtsey á frímerki hjá Sameinuðu Þjóðunum

Surtsey hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að prýða frímerki sem gefið er út af Póststofnun Sameinuðu Þjóðanna. Sex frímerki hafa verið gefin út í sérstakri útgáfu sem ætlað er að minnast norrænna heimsmynja.

Móðgaði Harald konung

Talsvert uppnám hefur orðið í Noregi eftir að norska Dagbladet hélt því fram að Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefði komið í veg fyrir að Haraldur konungur sæmdi hermenn heiðursmerkjum á degi uppgjafahermanna síðastliðinn sunnudag.

Synda fyrir bætta geðheilsu

Sala á K-lykli Kiwanishreyfingarinnar hófst í morgun með því að Jakob Jóhann Sveinsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir, afreksmenn í sundi, stungu sér til sunds í Laugardalslauginni í Reykjavík ásamt þeim Herði Oddfríðarsyni, formanni Sundsambandsins, og Óskari Guðjónssyni frá Kiwanissamtökunum.

Hertogahjónin farin í brúðkaupsferð

Hertogahjónin af Cambridge, þau Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans, eru farin í brúðkaupsferð, nú þegar 10 dagar eru liðnir frá brúðkaupi þeirra í Westminister Abbey. Daily Telegraph segir að konungshirðin hafi staðfest að þau hefðu lagt af stað í ferðina en ekkert hefur fengist staðfest um það hvert þau fóru. Óstaðfestar heimildir herma að þau hafi farið til Sikileyja en aðrar heimildir segja að þau hafi farið á Indlandshaf.

Fjöldi nýnema tvöfaldast

Nýnemar á háskólastigi voru um það bil 3900 síðasta haust og hafði fjöldi þeirra tæplega tvöfaldast frá hausti 1997. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Nýnemar voru þó enn fleiri haustið 2009 eða tæplega 4400 og hafa aldrei verið fleiri en þá.

Leki kom að Atlasi

Leki kom að strandveiðibátnum Atlasi SH þegar hann var staddur út af Grundarfirði undir kvöld í gær. Skipverjum tókst að halda bátnum á floti með stöðugri dælingu á meðan þeir sigldu honum til lands. Þegar þangað kom var töluverður sjór kominn í bátinn.

Íbúar í Runavík komnir heim á ný

Enn logar um borð í togaranum Athenu en gríðarmikill eldur kom upp í skipinu í gær í höfninni í Runavík. Eldurinn í gærkvöldi var þó mun minni en áður að sögn færeyska útvarpsins og ætluðu menn að hefja aðgerðir til þess að kæla skipið.

Schwarzenegger skilinn við Maríu

Kvikmyndastjarnan og fyrrverandi ríkisstjóri Kalíforníu, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans Maria Shriver, hafa ákveðið að skilja að borði og sæng. Arnold og Maria, sem tilheyrir Kennedy fjölskyldunni margfrægu, tilkynntu þetta í gærkvöldi.

Uppreisnarmenn með yfirhöndina í Misrata

Uppreisnarmenn í Líbísku borginni Misrata segjast hafa náð að hrekja hermenn Gaddafís einræðisherra frá úthverfum borgarinnar. Borgin er sú eina í vesturhluta landsins sem lýtur stjórn uppreisnarmanna og hafa menn Gaddafís setið um hana í tvo mánuði.

Veiðar stöðvaðar á svæði eitt

Strandveiðar á svæði númer eitt, voru stöðvaðar á miðnætti, þar sem bátarnir voru búnir að veiða heildarkvóta þessa mánaðar. Svæðið nær frá Snæfellsnesi til Bolungavíkur og er lang vinsælasta svæðið, sem sést best af því að lang flestir bátar eru skráðir til veiða þar.

Reiðhjólalöggur tóku Vespu-mann úr umferð

Tveir lögreglumenn á reiðhjólum tóku ökumann vespu-bifhjóls úr umferð á Akureyri í nótt þar sem hann reyndist undir áhrifum áfengis. Þetta gerðist á Mýrarvegi við Kaupvang og var Vespumaðurinn sviftur ökuréttindum til bráðabirgða.

Segja bellibrögðum beitt í vínbúðarmáli

Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt.

Hreindýraleyfi verði seld hæstbjóðendum

Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskólann á Akureyri.

Dómurinn telur ákæruna vera skýra

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði í gær frávísunarkröfu verjenda í skattahluta Baugsmálsins. Dómarinn taldi ákæru í málinu ekki svo óskýra að ákærðu gætu ekki varið sig.

Ráðgjöf og aðstaða í Matarsmiðju

Matís mun opna áttundu starfsstöð sína utan höfuðborgarsvæðisins á fimmtudaginn á Flúðum. Um er að ræða svokallaða matarsmiðju en smiðjur sem þessar hefur Matís byggt upp með góðum árangri á Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum.

Gangast í persónulegar ábyrgðir

Eigendur Menntaskólans Hraðbrautar hafa ákveðið að innrita nýnema þrátt fyrir að þjónustusamningur við mennta- og menningarmálaráðuneytið kveði aðeins á um kaup ráðuneytisins á þjónustu skólans vegna nemenda á öðru ári.

Aukið samstarf hjá háskólum

Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag.

Pakistanar hefja rannsókn á veru Osama í landinu

Pakistanar ætla að hefja opinbera rannsókn á því hvernig stóð á því að hryðjuverkaleiðtoganum Osama Bin Laden tókst að dvelja í borginni Abbottabad í sex ár án þess að yfirvöld kæmust á snoðir um það. Forsætisráðherra landsins lýsti þessu yfir í þinghúsinu í Islamabad í dag.

Helgi Seljan fór í hjartaþræðingu

Helgi Seljan sjónvarpsfréttamaður gekkst undir hjartaþræðingu í fyrir fáeinum dögum. Hann er nú að jafna sig á Landspítalanum, samkvæmt heimildum Vísis. Helgi fann fyrir verki í hjarta og ákvað að leita læknisaðstoðar á bráðamóttöku Landspítalans. Fréttavefurinn Eyjan segir að þar hafi komið í ljós að ekki hafi verið um kransæðastíflu að ræða heldur bólgur í hjartavöðvum. Helgi baðst undan viðtali þegar Vísir spurði hann út í málið.

Pöddur og skordýr í heimahúsum

Ef þú þekkir fyrirbærið þá þarftu ekki að vera með æsing, heldur bregðast rétt við, segir Þóra Hrafnsdóttir líffræðingur. Pöddur, eins og ryklús, hambjöllur, húsamaur, silfurskottur - og svo humlur og geitungar eru yfirleitt illa séðir gestir í heimahúsum. Þóra segir að sér finnist viðbrögð við slíkum gestum oft líkjast hysteríu. Þörf sé á meiri fræðslu um slík dýr. Hún ætlar að bæta úr þessu með fyrirlestri í sal Náttúrufræðistofu Kópavogsbæjar á morgun. „Auk þess vil ég gefa innsýn í það sem mér finnst vera heillandi heimur smádýra," segir Þóra í samtali við Vísi.

Herjólfur í Landeyjahöfn fram á fimmtudag

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun áfram sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar en siglingar til Landeyja hófust að nýju um helgina. Ferjan mun sigla þrjár ferðir á dag á hverjum degi fram á fimmtudag þegar ástand mála verður endurmetið.

Umferðarslys í Hafnarfirði - leitað að vitnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Reykjavíkurvegar og Hraunbrúnar í Hafnarfirði um klukkan 16 fimmtudaginn 5. maí. Að sögn lögreglu var grænum pallbíl, með húsi yfir palli, ekið á reiðhjólamann sem var á leið yfir götuna umferðarljós eru á gatnamótunum.

Togarinn logar stafnanna á milli

Togarinn Athena logar stafnanna milli í Runavik í Færeyjum og er talið að hann sé gjörónýtur. Margar öflugar sprengingar hafa orðið í skipinu frá því kviknaði í því í gærkvöldi og voru 1500 íbúar bæjarins fluttir þaðan í öryggisskyni.

Skarst illa á hendi í Ólafsvík

Maður slasaðist á Ólafsvík fyrir hádegið þegar hann fór með hendina í fiskvinnsluvél. Skarst maðurinn svo illa að kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti manninn. Þyrlan kom til Reykjavíkur um klukkan eitt var maðurinn lagður inn á Landspítalann í Fossvogi.

Ríkissaksóknari beitir sér ekki vegna ísbjarnardráps

Ríkissaksóknari hyggst að óbreyttu ekkert aðhafast vegna ísbjarnardrápsins á Hornströndum í síðustu viku. Dýrafræðingur telur að lagaákvæði um friðun hvítabjarna hafi verið brotin. Samkvæmt lögum eru hvítabirnir friðaðir á Íslandi. Þó má fella hvítabjörn, sem gengið hefur á land, ef fólki og búfénaði er talin stafa hætta af.

Lögreglan leitar að eiganda myntsafns

Lögreglan lýsir á Facebook síðu sinni eftir eiganda myntsafns sem er í hennar vörslu. Safnið er í möppu og er merkt „Íslenzkar myntir“. Þeir sem telja sig kannast við safnið geta haft samband við lögregluna í Hafnarfirði.

Pétur Kristján fékk myndavélina

Pétri Kristjáni Guðmundssyni varð að ósk sinni þegar hann fékk afhenta glæsilega Canon myndavél auk linsu og minniskorts í gær en Pétur lamaðist fyrir neðan mitti þegar hann féll niður kletta í Austurríki um síðustu áramót.

Silvio loks á sakamannabekk

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu kom fyrir rétt í Milano í dag. Það er í fyrsta skipti sem hann kemur í dómssal í þeim fjölmörgu málum sem reynt hefur verið að höfða gegn honum undanfarin misseri.

Aukin aðstoð við innflytjendur

Innflytjendur geta nú sótt ráðgjöf og upplýsingar um réttindi sín og skyldur í Þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd. Í tilkynningu frá borginni segir að boðið sé upp á almenna ráðgjöf, til að mynda um dvalarleyfi og ríkisborgararéttindi, réttindamál ýmis konar, sem og upplýsingar um menntunarmöguleika og frístundir, auk lögfræðilegrar ráðgjafar.

Lagt til að bann við herskyldu fari í stjórnarskrá

Stjórnlagaráð hefur birt ellefu greinar til kynningar í mannréttindakafla nýrrar stjórnarskrár, þar sem meðal annars er bannað að innleiða herskyldu á Íslandi. Þriðjungur er liðinn af skipunartíma ráðsins.

Fjórir vilja fá hvítabjörninn

Fjórir aðilar hafa sent Náttúrufræðistofnun erindi þar sem óskað er eftir því að fá hvítabjörninn sem var skotinn á Hornströndum í síðustu viku til varðveislu. Þar af eru þrír aðilar á Vestfjörðum, eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins besta.

Sigríður verður ekki á tvöföldum launum

Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis, hefur óskað eftir samtölum við skrifstofustjóra Alþingis um að laun vegna starfa hennar fyrir Alþingi verði lækkuð. Þetta staðfestir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri þingsins, í samtali við Vísi.

Þorp rýmt vegna elds í togara

Fimmtánhundruð íbúar hafa verið fluttir frá færeyska bænum Runavik þar sem risatogari liggur brennandi við bryggjuna. Yfirvöld óttast að skipið kunni að springa í loft upp auk þess sem eitraðan reyk leggur frá því. Togarinn Athena er hin mesta óhappafleyta.

Fannst á lífi eftir sjö vikur í óbyggðum

Veiðimenn í Nevada í Bandaríkjunum fundu í gær kanadíska konu á lífi en hennar hefur verið saknað í sjö vikur. Konan er að ná sér á spítala en björgunarsveitir leita enn að manni hennar sem var með í för.

Gáfu fæðingardeildinni fullkominn blóðþrýstingsmæli

Soroptimistaklúbbur Árbæjar gaf fæðingardeild 23A á Landspítala fullkominn stafrænan blóðþrýstingsmæli á standi með súrefnismettunarmæli, að verðmæti um 450.000 krónur. Tækið kemur sér afar vel við umönnun kvenna í fæðingu, til dæmis ef þær eru með mænurótardeyfingu, blóðþrýstingsvandamál eða þarfnast sérstaks eftirlits eftir keisaraskurð eða aðrar aðgerðir. Tækið var afhent 2. maí 2011.

Ráðherrar víki sæti á Alþingi

Þingmenn þriggja stjórnmálaflokka hafa lagt fram frumvarp um heimild ráðherra til að víkja tímabundið af þingi á meðan þeir gegna ráðherraembætti. Fyrstu umræðu þingsins um frumvarpið er lokið og verður það til umræðu í allsherjarnefnd í dag.

Obama krefst skýringa frá Pakistönum

Barack Obama vill að Pakistanar rannsaki hvernig alræmdasti hryðjuverkaleiðtogi heims gat búið velsældarlífi í friðsælu úthverfi í landinu án þess að nokkur yrði hans var.

Amfetamín á Austfjörðum

Lögreglan á Eskifirði, í samvinnu við lögregluna á Seyðisfirði lagði í fyrrinótt hald á 25 grömm af amfetamíni, sem talið er að hafi verið ætlað til dreifingar og sölu á Austfjörðum. Lögreglumenn fréttu af þekktum fíkniefnasala á svæðinu og höfðu upp á honum með þessum árangri. Hann var handtekinn, en sleppt að yfirheyrslum loknum. Fíkniefnahundur frá Seyðisfirði var notaður við aðgerðina.

Ítalskir hermenn í rusli

Ítalskir hermenn hafa verið sendir til borgarinnar Napólí í óvenjulegum erindagjörðum, en þeir eiga að takast á við gríðarlegt magn af rusli sem safnast hefur saman á götum borgarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir