Fleiri fréttir

Yfirvinnubann flugmanna hafið

Yfirvinnubann hjá flugmönnum Icelandair er hafið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna fyrir hönd flugmanna Icelandair og Samtaka atvinnulífsins fyrir Icelandair enn yfir og er staðan mjög óljós. Fundað er í húsakynnum Ríkissáttasemjara.

Verslanir fari að settum reglum um verðmerkingar

Neytendasamtökin krefjast þess að verslanir fari að settum reglum varðandi verðupplýsingar til neytenda. Samtökin hvetja auk þess Neytendastofu og Samkeppniseftirlitið til að fylgjast vel með því hvernig nýjar reglur reynast og grípa til aðgerða reynist þörf á.

Kópurinn litli fær klapp og rjómablandaða mjólk

Litli kópurinn sem hefur gert sig heimakominn í fjöru í Kópavogi hefur fengið rjómablandaða mjólk í sprautu og líkað vel. Hann er orðinn heldur vanur mannfólkinu og hafði ekkert á móti því að leyfa þessum ungu dömum, sem hér sjást á myndunum, að klappa sér þegar þær bara að í fjörunni. Kópsins varð fyrst vart í Kópavogi á þriðjudag og hefur hann reglulega haft viðkomu í fjörunni síðan. Lögregla og starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins voru kallaðir til í gær af áhyggjufullum dýravinum. Þar sem kópurinn virtist í ágætum holdum og hafa það bærilega var ákveðið að láta hann óáreittan þannig að náttúran gæti haft sinn gang.

Sögulegt tækifæri til að ná sátt

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, segir til mikils að vinna að útkljá þann ágreining sem ríkt hafi meðal þjóðarinnar um stjórn fiskveiða undanfarna þrjá áratugi. Tækifærið sé núna og frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða sé góður grunnur til þess, þótt frumvarpið muni taka breytingum í meðförum Alþingis.

Sorptunnureglan tekur gildi í ágúst

Ákveðið hefur verið að fresta því að umdeild sorptunnuregla taki gildi í Reykjavík en hún kveður á um sérstakt gjald vegna sorptunna sem eru lengra en 15 metra frá götu.

Heimsótti eina stærstu góðgerðarstofnun heims

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kom heim frá Seattle í Bandaríkjunum í morgun þar sem hann sótti málþing um samvinnu milli Íslands og fyrirtækja, háskóla og rannsóknarstofnana þar vestra. Ólafur flutti setningarræðu á málþinginu sem var meðal annars sótt af forráðamönnum Microsoft, American Seafood, Amazon og áhrifafólki í miðlun tónlistar og menningar. Hann heimsótti einng Bill and Melinda Gates Foundations sem er ein stærsta góðgerðarstofnun heims.

Önnur hryssa með skurði á kynfærum

Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista.

Allt að 14 rúður brotnar í biskupsbústaðnum

Karlmaður var handtekinn við biskups- og prestsbústaðinn við Landakot í nótt eftir að hafa brotið fjölmargar rúður í bústaðnum. Séra Patrick Breen, staðgengill biskups kaþólsku kirkjunnar hér á landi, segir að maðurinn hafi brotið allt að 14 rúður í bústaðnum sem stendur við Hávallagötu í Reykjavík.

Yfirvinnubann hefst að óbreyttu eftir hádegi

Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins reyna nú til þrautar að ná samkomulagi í kjaradeilunni, til að koma í veg fyrir yfirvinnubann flugmanna, sem hefst eftir þrjár klukkustundir, ef ekki semst fyrir þann tíma.

Lækka bensínið um fimm krónur

Olíufélögin Atlantsolía og Orkan lækkuðu bensín- og dísilverð í morgun um fimm krónur, eftir að hafa lækkað bensínið um þrjár krónur í gær. Hin félögin fylgdu í kjölfar lækkkunarinnar í gær og búist er við að þau fylgi líka lækkuninni í dag.

Meirihlutinn í Árborg starfar áfram

„Við þurftum að hrista okkur aðeins betur saman,“ segir Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Búið er að leysa ágreiningsmál innan meirihlutans sem mun starfa áfram.

Vonar að séra George sé í helvíti

"Ef það er til helvíti, og mikið svakalega vona ég það, þá er hann þar. Hann var alveg skelfilegur maður. Hann talaði um að ef ég segði frá myndi mamma deyja." Þetta segir Iðunn Angela Andrésdóttir í viðtali í Fréttatímanum þar sem hún greinir frá kynferðislegu ofbeldi sem séra George, skólastjóri Landakotsskóla, beitti hana þegar hún var barn. Tvær konur stíga fram í Fréttatímanum í dag og greina frá því að séra Georg hafi misnotað þær kynferðislega þegar þær voru nemendur við Landakotsskóla. Angela segir skólastjórann hafa byrjað að misnotað sig þegar hún var tíu ára og að ofbeldið hafi staðið yfir í þrjú ár. "Hann þuklaði á mér, sleikti á mér eyrun, fór undir peysuna og þuklaði brjóstin á mér. Fór ofan í nærbuxurnar og stakk fingrunum inn í mig. Þegar ég var orðin aðeins eldri fór hann inn í fataherbergið og fróaði sér," segir Angela. Fréttatíminn greindi frá því í síðustu viku að fagráð um kynferðisbrot innan kirkjunnar hafi til meðferðar mál tveggja manna sem saka starfsmenn kaþólsku kirkjunnar um andlega og kynferðislega misnotkun. Í nýjasta tölublaðinu sem kom út í dag er umfjölluninni haldið áfram. Hin konan sem þar stígur nú fram, Rut Martine Unnarsdóttir, segir að sér hafi brugðið við að lesa lýsingarnar á ofbeldinu sem birtust í síðasta tölublaði Fréttatímans og að þær hafi ýtt við henni að segja frá sinni reynslu. Biskup Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, séra Pétur Bürcher, sendi frá sér yfirlýsingu í liðinni viku vegna umfjöllunar Fréttatímans um kynferðisbrot starfsmanna kirkjunnar þar sem hann hafnaði ásökunum um þöggun. Hann sagðist taka ásakanirnar mjög alvarlega en velti því jafnframt upp hver væri réttur látinna einstaklinga sem sakaðir eru um þessi brot, en ásamt séra George var kennari við skólann, Margrét Müller sakaður um að hafa beitt nemendur ofbeldi.

Fimmtán íslenskar ísbúðir við Eystrasalt

Fyrirhugað er að fimmtán íslenskar Yoyo-jógúrtísbúðir verði opnaðar í Eystrasaltslöndunum á þessu ári. Fyrstu þrjár búðirnar opna í Ríga í Lettlandi í lok júlí. „Það er bara gaman að því að við séum að bæta við okkur,“ segir Kristján Einarsson, einn af eigendum Yoyo-ísbúðanna.

Skötuselur gaf af sér 109 milljónir í styrki

Styrkjum hefur verið úthlutað úr verkefninu Atvinnusköpun í Sjávarbyggðum, sem byggir á tekjum af svokölluðum skötuselspeningum, þ.e. sölu aflaheimilda á síðasta og yfirstandandi fiskveiðiár til að veiða skötusel og til frístundaveiða samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða.

Yfirvinnubann í dag ef ekki tekst að semja

„Þetta mjakast. Við bindum vonir við að endar náist saman.“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í gærkvöldi. Sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair, sem hófst klukkan hálftíu í gærmorgun, stóð enn yfir hjá Ríkissáttasemjara þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi.

Stefna að því að ná sáttum

„Eigandi Hótels Hellna kom með sáttahug að máli við fjölskylduna. Það er stefnt að því að hittast um helgina og reyna að ná niðurstöðu. Vonandi verður hægt að gera sanngjarnan lóðarleigusamning,“ segir Ólína Gunnlaugsdóttir, eigandi Fjöruhússins, lítils kaffihúss á Hellnum.

Hatursummæli ekki lögbrot

Hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, var í gær úrskurðaður saklaus af hatursfullum ummælum og mismunun í ummælum sínum um íslam og múslima.

Launabætur hverfa í dýrtíð

Tólf mánaða verðbólga verður 5,2 prósent í september og ársfjórðungsverðbólga gæti farið í 6 prósent, gangi spá greiningardeildar Arionbanka eftir. Það þýðir að launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga munu hverfa.

Hjólar tæpa 700 kílómetra

Hávarður Tryggvason lagði í gær af stað í tæplega 700 kílómetra langa hjólaferð um Vestfirði.

Ron Paul vill lögleiða marijúana

Ron Paul einn af mögulegum forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins á næsta ári er í hópi þingmanna sem lagt hafa fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að lögleiða marijúana.

Sólstormur skellur á jörðina í dag

Sólstormur skellur á jörðina í dag en hann hefur verið á leið frá sólu undanfarna viku og ferðast með um 650 kílómetra hraða á sekúndu. Sólstormurinn myndaðist í öflugu sólgosi þann 20 júní síðastliðinn.

Varað við lóni við Gígjökul

Lögreglan á Hvolsvelli varar ferðamenn við lóni, sem myndast hefur við Gígjökul, sem skríður út úr Eyjafjallajökli.

Níu manna gönguhópur þurfti aðstoð

Björgunarsveitarmenn úr Skagafirði voru kallaðir út laust fyrir miðnætti til að aðstoða fólk í níu manna gönguhópi innst í Kolbeinsdal.

Setja varaforða olíu á markað

Alþjóða orkumálastofnunin og orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna ætla að setja sextíu milljónir olíutunna á markað á næstu þrjátíu dögum. Tunnurnar eru hluti af varaforða Bandaríkjanna og Alþjóða orkumálastofnunarinnar.

Kjalvegur opinn

Búið er að opna Kjalveg, samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar, en fjölmargir hálendisvegir, sem venjulega er löngu búið að opna á þessum árstíma, eru enn lokaðir, þar sem snjór hefur legið yfir vegunum.

Samningafundur flugmanna heldur áfram fyrir hádegi

Samningafundur flugmanna hjá Icelandair og viðsemjenda þeirra, sem hófst í gærmorgun, stóð hjá Ríkissáttasemjara fram yfir miðnætti, að hlé var gert til klukkan hálf ellefu fyrir hádegi í dag.

Leita leiða til bjargar evrunni

Fjárhagsvandi Grikkja skyggði á öll önnur mál á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem hófst í Brussel í gær. Mestur tíminn fór í að leita leiða til að forða Grikkjum undan gjaldþroti og bjarga evrunni, hinni sameiginlegu mynt sautján Evrópusambandsríkja.

Með þúsundir barnaníðsmynda

Karlmaður á sextugsaldri, Ólafur Barði Kristjánsson, hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir vörslu á miklu magni af efni sem sýnir barnaníð. Hæstiréttur hafði árið 2007 dæmt manninn í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðislegt athæfi gegn þremur stúlkubörnum og að hafa haft í fórum sínum myndir sem sýndu níð gegn tveimur öðrum litlum stúlkum, auk fleiri mynda sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Vinna með virtum forlögum

„Þetta er stærsti samstarfssamningurinn sem við höfum gert við eitt fyrirtæki,“ segir Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, sem heldur utan um heiðursþátttöku Íslands á Bókamessunni í Frankfurt í Þýskalandi í haust.

Tvíburar áfrýja ekki úrskurði

Cameron og Tyler Winklevoss, tvíburabræðurnir sem telja sig eiga hugmyndina að Facebook, hafa ákveðið að áfrýja ekki úrskurði Alríkisdómstóls til Hæstaréttar.

Seldi litháíska stúlku í kynlífsþrælkun

Tæplega fertugur litháískur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Danmörku í gær fyrir að halda 19 ára gamalli litháískri stúlku í kynlífsþrælkun. Maðurinn verður að líkindum ákærður fyrir mansal, að því er danska blaðið Berlingske greinir frá.

Köngulóarmaðurinn lögsóttur fyrir pókerspil

Hollywood-leikarinn Tobey Maguire, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Köngulóarmanninn í samnefndum kvikmyndum, stendur nú frammi fyrir lögsókn en hann er sagður hafa unnið meira en andvirði 34 milljónir íslenskra króna í ólöglegum pókerleikjum hinna ríku og frægu.

Facebook-tvíburarnir ætla ekki að áfrýja

Cameron og Tyler Winklevoss, tvíburabræðurnir sem telja sig eiga hugmyndina að baki Facebook, hafa ákveðið að áfrýja ekki úrskurði Alríkisdómstóls til Hæstaréttar.

Gifti sig 99 ára gamall

Gilbert Herrick sagðist aldrei ætla að gifta sig fyrr en hann myndi hitta hina einu réttu. Hann hitti svo konuna í lífi sínu - þegar hann var orðinn 98 ára.

Fasteignaverð svipað í krónum og í ársbyrjun 2007

Fasteignaverð er almennt á uppleið og er verð fasteigna nú í krónum talið svipað og það var í upphafi ársins 2007. Heildarmat íbúðarhúsnæðis á landinu hækkar um 9 prósent á næsta ári, en hækkunin er töluvert mismunandi milli hverfa á höfuðborgarsvæðinu og milli landshluta.

Fjármálaráðherra vonar að fasteignaverð kalli ekki á verðbólgu

Fjármálaráðherra segir hækkandi húsnæðisverð auka á verðbólguna og vonar að húsnæðisverð sveiflist ekki of hratt upp á við. Hann telur alltaf ástæðu til að hafa áhyggjur af víxlhækkunum launa og verðlags en óttast ekki áhrif boðaðra verðhækkana á mjólkurvörum.

Sjá næstu 50 fréttir