Fleiri fréttir

Veit ekki enn hver tilnefndi hann

Gunnlaugur Sigurðsson, sem var í morgun útnefndur Reykvíkingur ársins, segist hæstánægður með titilinn en hann hafi hinsvegar enn ekki hugmynd um það hver það var sem tilnefndi hann. Gunnlaugur var sóttur heim til sín eldsnemma í morgun og var þaðan haldið með reykvíkinginn í laxveiði í Elliðaánum þar sem hann veiddi fyrsta lax vorsins en þar með var sú hefð rofin að borgarstjóri renndi ávallt fyrstur fyrir lax við opnun ánna.

Grikkir út í kuldann

Niðursveifla varð á mörkuðum í Evrópu í morgun eftir að leiðtogar þjóða á evrusvæðinu frestuðu því að taka ákvörðun um 10 milljarða sterlingspunda lán til Grikklands. Niðurstaða þeirra var sú að Grikkir þyrftu að grípa til enn frekari niðurskurðar áður en hægt væri að samþykkja lánið.

Medvedev ekki fram gegn Putin

Dmitry Medvedev forseti Rússlands segir að hann muni ekki bjóða sig fram gegn Vladimir Putin í forsetakosningunum á næsta ári. Medvedev gaf í skyn að ekki væri búið að ákveða hvor þeirra byði sig fram.

Georg Guðni látinn

Georg Guðni Hauksson, listmálari, er látinn. Hann var bráðkvaddur laugardaginn 18. júní síðastliðinn.

Beringssund verði næsti Panamaskurður

Ólafur Ragnar Grímsson er staddur í Alaska þar sem hann flytur ræðu á setningarathöfn fjölþjóðlegrar ráðstefnu. Viðfangsefni ráðstefnunnar er að ræða nauðsyn framkvæmda og sérstakra framtíðaráætlana með tilliti til nýrra siglingaleiða sem bráðnun íss á Norðurslóðum mun innan tíðar hafa í för með sér.

Mamman fékk hraðasekt en keyrði aldrei bílinn

Þegar að Bandar Al Ammar, blaðamaður frá Sádí-Arabíu, sótti um að fá þjónustustúlku fyrir aldraða móður sína á dögunum, var honum tjáð af yfirvöldum að hann þyrfti fyrst að borga ógreidda hraðasekt móður sinnar áður en hann gæti lagt inn umsóknina.

Þrír skotnir á kúrekasýningu

Þrír bandarískir ferðamenn særðust á kúrekasýningu í Suður-Dakóta á dögunum. Mennirnir voru í hópi fólks sem var að fylgjast með sviðsettum skotbardaga í stíl Villta Vestursins. Leikararnir nota púðurskot í byssur sínar en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis því í miðjum bardaganum fór allt í einu að blæða úr þremur áhorfendum.

Flóttamönnum fjölgar mikið

Flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum hafa ekki verið fleiri í heiminum í fimmtán ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Langflestir þeirra hafast við í fátækum löndum sem eru illa búin til þess að taka við fólkinu en flestir eru í pakistan, tæplega tvær milljónir, og þar á eftir koma Íran og Sýrland. Við lok síðasta árs er áætlað að 43 milljónir manna hafi verið á vergangi vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Af þeirri tölu eru rúmlega helmingur börn.

Eldur í mannlausum sendibíl

Eldur kviknaði í mannlausum sendibíl, sem stóð í grennd við Olísstöðina norðan við Gullinbrú í Reykjavík um klukkan fjögur í nótt. Vegfarandi tilkynnti um eldinn og var bíllinn alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.

Hreinsað til í Ríó fyrir HM 2014

Brasilíska lögreglan hefur hertekið eitt stærsta fátækrahverfið í Ríó de Janeiro en til stendur að losa hverfið við glæpaklíkurnar sem þar ráða ríkjum. Aðgerðirnar eru hluti af undirbúningi landsins fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2014 en hverfið er nálægt Maracana vellinum þar sem úrslitaleikurinn mun fara fram.

Dottið í dúnalogn á Akureyri

Allt er nú dottið í dúnalogn á Akureyri, eftir erilsama bíladaga um helgina, að sögn lögreglunnar þar. Alls þurfti að stinga hátt í tuttugu manns í steininn um helgina vegna óspekta, átaka og ölvunar.

Beðið eftir ávarpi frá Sýrlandsforseta

Forseti Sýrlands Bashar al-Assad mun í dag ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn í tvo mánuði en mikil átök hafa verið í landinu á milli mótmælenda og öryggissveita forsetans.

Otaði hnífi og stal sálmabókum

Tveir karlmenn, sem handteknir voru í Reykjavík í gærdag eftir að hafa sýnt ofbeldistilburði, dvelja enn í fangageymslum lögreglunnar, þar sem þeir sofa úr sér fíkniefnavímu og verða yfirheyrðir í dag.

Gekk í flasið á innbrotsþjófum

Þegar íbúi einbýlishúss í austurborginni kom heim til sín í gærkvöldi voru þar tveir þjófar að tína þýfi í töskur, sem þeir höfðu meðferðis.

Tekinn á ofsahraða á Hellisheiði

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á Hellisheiði eftir að hafa mælt bílinn á 154 kílómetra hraða. Sekt fyrir tiltækið nemur 130 þúsund krónum auk þess sem ökumaðurinn missir ökuréttindi í einn mánuð.

Reykvíkingur ársins renndi fyrir laxi í Elliðaánum

Gunnlaugur Sigurðsson, 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, sem útnefndur hefur verið Reykvíkingur ársins, rennir fyrstur fyrir lax í Elliðaánum en veiði hófst þar nú klukkan sjö. Þar með er rofin sú hefð að borgarstjóri renni fyrstur manna fyrir lax í Elliðaánum við opnun þeirra á vorin. Gunnlaugur var ekki lengi að ná í fyrsta laxinn eða um tíu mínútur. Gunnlaugur hefur búið í sama fjölbýlishúsinu í Fellsmúla í 40 ár og þykir dómnefnd hann hafa sýnt fagurt fordæmi fyrir fyrir góða hirðu á öllu utandyra, án þess að þiggja greiðslur fyrir, og hæfni í mannlegum samskiptum við nágranna sína.

Sprautufíklar þurfa að mæta skilningi

Formaður HIV-Íslands – Alnæmissamtakanna á Íslandi, Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, hefur sagt af sér formennsku í félaginu. „Mér hefur ekki tekist að blása meðstjórnendum mínum í brjóst þann ákafa sem ég hef til að berjast fyrir mannréttindum HIV-smitaðra fíkla sem nota sprautubúnað,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.

Sunnlendingar sitji við sama borð og aðrir

Sveitarstjórnarfólk á Suðurlandi segir andstöðu almennings við vegtolla ekki þurfa að standa nauðsynlegum vegaframkvæmdum fyrir þrifum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær að sökum andstöðu almennings og atvinnurekenda væru ekki forsendur til að ráðast í stórframkvæmdir á grundvelli vegtolla. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir ótrúlegt að ekki skuli enn vera hafnar framkvæmdir við Suðurlandsveg.

Vilja breytingar á vinnufyrirkomulagi

Samningafundur milli Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær skilaði ekki árangri og stendur því enn boðað yfirvinnubann FÍA sem hefst næstkomandi föstudag. Næsti fundur verður sennilega á morgun.

Ögmundur telur varhugavert að taka upp vegatolla

Innanríkisráðherra telur varhugavert að taka upp vegatolla og segir gríðarlega andstöðu við það meðal fólksins í landinu. Hann fundaði með fulltrúum vinnumarkaðarins og atvinnulífsins í dag sem saka ríkið um forsendubrest í tengslum við nýju kjarasamningana.

Vigdís Finnbogadóttir verðlaunuð

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseta Íslands, hlaut í dag verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta fyrir árið 2011. Verðlaunin hlýtur hún fyrir að efla og styrkja vináttu milli Íslands og Danmerkur sem ötull talsmaður menningarsamskipta þjóðanna. Forusta hennar í stjórn sjóðsins Den Nordatlantiske Brygge tryggði endurbyggingu „Bryggjunnar“ þar sem síðan hefur verið haldið á loft menningu Íslands í Kaupmannahöfn, líkt og það er orðað í tilkynningu.

Ungmennin sem lýst var eftir heil á húfi

Burkni Þór Berglindarson og Kolbrún Sigríður Kristjánsdóttir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær eru heil á húfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Ekkert hafði spurst til þeirra frá því í hádeginu á fimmtudag.

Þétt umferð til Reykjavíkur

Umferð til höfuðborgarinnar tók að þyngjast þegar leið á daginn og má áfram búast við talsverðri umferð um helstu umferðaræðar til og frá höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglu. Margir virðist hafa notað tækifærið þar sem 17. júní bar í ár upp á föstudegi og farið út úr bænum á fimmtudaginn. Umferð í gegnum umdæmi lögreglunnar á Selfossi í dag hefur dreifst ágætlega.

Áfram ósætti milli Fatah og Hamas

Fyrirhugaður fundur leiðtoga Fatah og Hamas, helstu samtaka Palestínumanna, sem fram átti að fara eftir helgi hefur verið frestað. Of mikið ber í milli í deilu fylkinganna, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Í lok apríl var greint frá því að fylkingarinar hefðu náð samkomulagi um að skipa sameiginlega bráðabirgðastjórn og halda síðan kosningar.

Ásta Katrín sjálfboðaliði ársins hjá Fjölskylduhjálpinni

Matthías Imsland, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, afhenti Ástu Katrínu Vilhjálmsdóttur í dag verðlaun fyrir að vera sjálfboðaliði ársins hjá samtökunum. Um er að ræða viðurkenningu sem afhend er á hverju ári. Verðlaunin voru veitt í húsnæði Fjölskylduhjálparinnar í Eskihlíð á fjórða tímanum í dag.

Hagfræðingarnir funda með þingnefnd eftir helgi

„Það er verið að kanna hvenær þeir aðilar sem þarna eiga í hlut komast,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hún á von á því að nefndin komi saman á þriðjudaginn til að ræða um skýrslu hagfræðinga um frumvörp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á stjórn fiskveiða. Verið er að athuga hvort og þá hvenær hagfræðingarnar komast og af þeim sökum hefur ekki verið boðað formlega til fundarins, að sögn Lilju.

Bauluðu og hrópuðu að Amy Winehouse

Fjölmiðlar í Serbíu segja tónleika bresku tónlistarkonunnar Amy Winehouse sem fram fóru í Belgrad í gærkvöldi hneyksli og söngkonunni til minnkunar.

Staðfestir að viðræður við talíbana eru hafnar

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að bandarísk stjórnvöld eiga nú ásamt fulltrúum annarra ríkja í viðræðum við talibana í Afganistan um hvernig hægt er að binda enda á stríðsátökin í landinu. Hann ítrekar að þrátt fyrir viðræðurnar megi ekki búast við því að brottfluningur bandarískra hermanna frá Afganistan muni ganga hraðar fyrir sig.

Ögmundur boðar til fundar vegna kjarasamninga

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur boðað forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins til fundar seinnipartinn í dag til að ræða um samgöngu- og kjaramál. Fundurinn fer fram í innanríkisráðuneytinu.

Heiðruðu minningu baráttukonunnar Bríetar

Elsa Hrafnhildur Yeoman, borgarfulltrúi Besta flokksins og forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindakonu og bæjarfulltrúa, í Hólavallakirkjugarði á þriðja tímanum í dag til að heiðra minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi, en Kvenréttindadagurinn er í dag, 19. júní.

Vinnukona maddömunnar í Suðurgötu

Í tilefni dagsins er skyggnst inn í heim genginna reykvískra kvenna á 19. öld af öllum stigum þjóðfélagins á Árbæjarsafninu. Í dag eru 96 ár liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu langþráðan kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis. Af þeim sökum er frítt fyrir konur inn á Árbæjarsafnið í dag þar sem skipulögð er mikil dagskrá.

Fyrrverandi þingmanni boðið starf hjá Hustler

Larry Flint, sem um árabil hefur gefið út tímaritið Hustler, hefur boðið Anthony Weiner, fyrrverandi þingmanni demókrata, starf hjá fyrirtæki sínu. Flint er reiðubúinn að tuttugufalda þau laun sem Weiner hafði sem þingmaður og þá hyggst Flint gera vel við hann hvað sjúkratryggingar varðar.

Ferjusigling setur Noreg á annan endann

Maraþonútsending norska ríkissjónvarpsins, NRK2, frá Hurtigruten, siglingu ferjunnar Nord Norge milli Bergen og Kirkenes, hefur slegið í gegn, ekki aðeins meðal Norðamanna, heldur um heim allan. Ferjan lagði upp á fimmtudag og strax fyrsta kvöldið fylgdust 1,3 milljónir manna með beinni útsendingu frá ferjunni.

Vilja fund um skýrslu sérfræðinganna

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnarðarnefnd Alþingis hafa óskað eftir því að boðað verði til fundar í nefndinni vegna skýrslu hagfræðinga um frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða. Þeir vilja að höfundar skýrslu sem kynnt var í síðustu viku verði boðaðir á fundinn.

Reykvíkingur ársins kynntur til leiks við opnun Elliðaánna

Jón Gnarr, borgarstjóri, verður viðstaddur opnun Elliðaánna í fyrramálið klukkan 7 í boði Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur umsjón með ánum. Í ár verður hins vegar bryddað upp á þeirri nýbreytni að borgarstjóri mun ekki veiða lax í ánum. Þess í stað mun fulltrúi almennings í Reykjavík renna fyrir lax í stað borgarstjóra.

Trúðu ekki að vinur þeirra væri raðmorðingi

Vinir og kunningjar raðmorðingjans Hans Jürgen voru grunlausir um þá illsku sem vinur þeirra hafði að geyma. Gamall vinur raðmorðingjans Hans Jürgen S. trúði ekki sínum eigin eyrum þegar þýskir blaðamenn báru honum fregnina um að besti vinur hans væri nauðgari og raðmorðingi.

Einar vill að Jón rífi kvótafrumvörpin

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að núverandi ráðherra ætti að fara niður í ráðuneyti sitt og rífa frumvörpin um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, nú þegar sérfræðingar á hans vegum hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega.

Haldið upp á Kvenréttindadaginn með margvíslegum hætti

Kvenréttindadagurinn er í dag, 19. júní, og eru margir viðburðir skipulagðir víðsvegar um Reykjavík til að fagna honum. Í dag eru 96 ár liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu langþráðan kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis.

Páfagarður aðstoðar fórnarlömb kynferðisbrota

Páfagarður í Róm hyggst setja upp hjálparmiðstöð á netinu til að aðstoða fórnarlömb kynferðisbrota af hendi kirkjunnarþjóna. Þetta kemur fram á fréttasíðu BBC og er liður í viðleitni Páfagarðs til að takast á við þau hneyksli sem upp hafa komið.

Breytingar á kvótakerfinu má ekki bara skoða út frá hagfræði

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði. Einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Hún hefur fulla trú á að umtalsverðar breytingar verði gerðar á kvótakerfinu.

Karlar finni skömm af því að yfirgefa heimili sín

Gera ætti feður sem hlaupa brott af heimilum sínum hornreka í samfélaginu, á sama hátt og drukknir ökumenn eru gerðir hornreka. Þetta segir David Cameron, forsætisráðherra Breta, í bréfi sem hann skrifaði í Sunday Telegraph. Ástæðan fyrir skrifunum er sú að í dag er feðradagur í Bretlandi. Cameron segir að feður sem hlaupa á brott eigi að finna fulla skömm af gerðum sínum. Hann segir að konur eigi ekki að þurfa að ala börn sín upp einar.

Lentu í vandræðum með 444 kíló af kókaíni um borð

Liðsmenn Strandgæslunnar í Buenos Aires höfuðborg Argentínu fundu 444 kíló af kókaíni um borð í lúxús seglskútu sem lent hafi í vandræðum úti fyrir ströndum landsins í gær. Skútan er skráð í Bandaríkjunum en var með spænskri áhöfn og var á leið frá La Plata til Piriapolis í Úrúgvæ þegar vél hennar bilaði.

Konur fá frítt inn á Árbæjarsafnið

Skyggnst verður inn í heim genginna reykvískra kvenna á 19. öld af öllum stigum þjóðfélagins á Árbæjarsafni í dag, Kvennréttindadaginn. Á þessum degi árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt og af því tilefni er frítt inn fyrir konur á Árbæjarsafnið í dag.

Hafnaði á skeri og lenti í sjónum

Karlmaður missti stjórn á sæþotu fyrir utan Arnarnes í Garðabæ í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hann hafnaði á skeri og lenti í sjónum. Maðurinn kom sér af sjálfsdáðum upp á skerið og sat þar fastur í rúman hálftíma. Slökkvilið og björgunarsveitir voru kallaðar út og komu manninum til bjargar. Hann reyndist ómeiddur þrátt fyrir allt.

Sjá næstu 50 fréttir