Fleiri fréttir

Enn í lífshættu eftir morðtilraun á Monte Carlo

Karlmanni á fimmtudagsaldri, sem var stunginn í hálsinn með hnífi á veitingastaðnum Monte Carlo á fimmtudagskvöld, er enn haldið sofandi í öndunarvél og er í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans. Árásarmaðurinn, sem er tæplega fertugur með erlent ríkisfang, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júlí næstkomandi. Lögregla hefur yfirheyrt fjölda vitna sem voru á staðnum þegar árásin var gerð en hún er rannsökuð sem stórfelld líkamsárás.

Íranar ráðast inn í Írak

Íranskar hersveitir hafa ráðist á og hertekið þrjár bækistöðvar íranskra Kúrda í Írak. Íranska ríkisfréttastöðin IRNA hefur eftir írönskum ofursta að fjöldi Kúrda hafi verið felldir og aðrir teknir til fanga.

Fór jafn hratt og Boeing 737 þota í flugtaki

Hraðinn sem bifhjólamaður mældist á á Garðsvegi á Suðurnesjum um klukkan hálf níu í gærkvöld er einhver mesti hraði sem mælst hefur á ökutæki hérlendis til þessa, og er hátt í flugtakshraða Boeing 737 þotu.

Sækjast eftir að myrða háttsetta

Náinn ráðgjafi og vinur Hamids Karzai forseta Afganistans hefur verið myrtur. Tveir byssumenn með sprengjubelti vafin um sig ruddudst inn á heimili ráðgjafans og skutu hann til bana.

Löggan mátti ekki senda geðlækni upplýsingar úr málaskrá

Persónuvernd hefur úrskurðað að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óheimilt að senda upplýsingar um einstakling úr málaskrá til geðlæknis. Geðlæknirinn átti að meta andlega heilsu mannsins í tengslum við umsókn hans um endurnýjun skotvopnaleyfis.

Ríkissáttarsemjari boðar til formlegs sáttafundar

Ríkissáttasemjari hefur boðað samningamenn flugmanna hjá Icelandair og samningamenn félagsins til formlegs sáttafundar klukkan þrjú í dag, en árangurslausum fundi þeirra var slitið á föstudag.

Vísindamaður í lyfjafræði við HÍ hlýtur styrk

Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr sjóði Selmu og Kays Langvads. Stjórn sjóðsins afhenti styrkinn 15. júlí sl. í Háskóla Íslands.

Ökumaður fæddur 1992 á ofsahraða

Tuttugu og sjö ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku, tuttugu og einn karl og sex konur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Bifreið brann til kaldra kola

Eldur kom upp í bifreið sem ekið var um Þjórsárdalsveg í morgun. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu brann bifreiðin til kaldra kola, en lögreglumenn voru enn á vettvangi þegar tilkynningin var send út og frekari upplýsingar um málið því enn óaðgengilegar.

Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt

Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum.

Telja að David Cameron hafi sýnt dómgreindarskort

Leiðarar margra breskra blaða í morgun fjalla um afsögn lögreglustjóra Lundúna og segja afsögnina varpa fram spurningu um dómgreindarskort hjá David Cameron forsætisráðherra Bretlands.

Bifhjólamaður mældur á 237 km hraða

Bifhjólamaður var mældur á 237 kílþómetra hraða á Garðsvegi á Suðurnesjum um klukkan hálf níu og hvarf hann lögreglumönnum sjónum á auga bragði.

Enginn fundur í deilu flugmanna

Ríkissáttasemjari hefur ekki enn boðað til formlegs samningafundar með flugmönnum hjá Icelandair og félaginu, eftir að árangurslausum fundi var slitið á föstudag.

Banna geislavirkt nautakjöt í Fukushima

Japönsk stjórnvöld ætla sér að banna allan útflutning á nautakjöti frá Fukushima héraðinu. Ástæðan er sú að geislavirkni hefur mælst í kjötinu.

Þyrla fann þrjá villta feðga á hálendinu

Áhöfn þyrlu Landheglisgæslunnar fann þrjá villta feðga á hálendinu norðaustur af Laugarvatni um klukkan átta í gærkvöldi og flutti þá að bíl þeirra niðri á láglendi.

Harðir bardagar í olíuborginni Brega

Uppreisnarmenn í Líbýu segja að þeir hafi átti í hörðum bardögum við hersveitir Muammar Gaddafi í úthverfum olíuborgarinnar Brega um helgina.

Hörð viðbrögð almennings

Casey Anthony á sér fáa stuðningsmenn í Bandaríkjunum þótt hún hafi verið sýknuð af ákæru um að hafa myrt barn sitt. Hópur fólks var viðstaddur þegar hún gekk í gær frjáls manneskja út úr fangelsinu í Orlando í Flórída, þar sem hún hefur dvalist í nærri þrjú ár meðan mál hennar var til meðferðar hjá dómstólum.

Snarpur jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 3,8 á Richter varð um tvöleytið í nótt með upptök um sjö kílómetra austnorðaustur af Goðabungu í Mýrdalsjökli.

Þurrkar tefja uppskeru sunnanlands

Miklir þurrkar víða í sveitum sunnanlands auk síðbúins vorhrets í lok maí valda því að uppskera garðyrkjubænda verður tíu dögum til tveimur vikum síðar í ár en undafarin ár. „Í fyrra byrjuðum við að selja kartöflur í annarri viku júlí en það verður ekki fyrr en um næstu mánaðamót sem við getum byrjað núna,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi á Skarði í Þykkvabæ.

Íslenskir prestar bjarga sóknum í Norður-Noregi

Vegna prestaskorts líta Norðmenn nú til Íslands í leit sinni að þjónum kirkjunnar. Starfsmannastjóri Niðaróssbiskupsdæmis, Steinar Skomedal, kom til Íslands síðastliðið haust og kynnti um leið starfsaðstæður í Noregi fyrir íslenskum prestum og guðfræðingum.

Gæti fengið tólf ára fangelsi

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á að mæta fyrir rétti í dag. Hann hefur þó tilkynnt að hann komist ekki þar sem hann mun funda með Giorgio Napolitano, forseta landsins. Berlusconi sætir ákærum fyrir mútur og að hafa borgað 17 ára stúlku fyrir kynlíf. Réttarhöld hefjast í báðum þessum málum í dag.

Íhuga að sekta sóða á staðnum

Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra og nú staðgengill borgarstjóra, segir að sú hugmynd hafi verið rædd hjá borginni að sekta menn á staðnum fyrir slæma umgengni. Kostnaður við að hreinsa Reykjavíkurborg hleypur á hundruðum milljóna króna á ári.

Drög að frumvarpi í vinnslu

Vinnu við áfangaskjal stjórnlagaráðs er að mestu lokið og undirbúningur að drögum að frumvarpi til stjórnskipunarlaga er hafinn. Frumvarpsdrögin verða tekin fyrir á fundi stjórnlagaráðs í vikunni. Fundur ráðsins í síðustu viku var sá síðasti þar sem nefndir lögðu fram tillögur inn í áfangaskjalið.

Brýn þörf fyrir fjárhagsaðstoð

Tony Lake, yfirmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir að ástandið á þurrkasvæðunum í Afríku muni versna á næstu mánuðum. Fólk hefur ekki mat og engin uppskera er væntanleg til að bæta úr matarskortinum. Hann segir að nú skipti öllu máli að útvega fjölskyldum aðstoð.

Bretar herða reglur um heyrúllur

Öryggisreglur er varða meðferð á heyrúllum verða hertar í Bretlandi. Frá þessu var greint á bændafréttavefnum Farmers Weekly í gær. Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, segir einnig ástæðu til að huga að slíkum breytingum hér á landi.

Fundu nýtt krabbameinsgen

Fundist hefur gen sem er tengt 70% af krabbameinum sem erfitt er að meðhöndla með hormónarmeðferðum. Genið fannst við rannsókn sem greint er frá í vísindaritinu Nature.

Björgunarsveitir leita feðga

Hópur björgunarsveitamanna leitar nú að þremur rosknum feðgum við Klukkuskarð, norðan af Laugarvatni, sem skiluðu sér ekki heim í gærkvöld. Björgunarsveitamenn hafa þegar fundið bílinn þeirra og eru nú að ganga helstu gönguleiðir á svæðinu með hunda. Leitin hófst um fimmleytið í dag.

Fengu engar upplýsingar þrátt fyrir tafir

Farþegar Iceland Express fengu litlar sem engar upplýsingar meðan þeir biðu í einn og hálfan sólarhring eftir að flug þeirra frá París til Keflavíkur færi í loftið. Forstjóri fyrirtækisins ætlar að reyna bæta farþegum tjónið.

Of mikil athygli á persónu biskups

Athygli almennings hefur beinst of mikið að Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, eftir að rannsóknarskýrsla um kynferðisbrot innan kirkjunnar kom út. Þetta segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, formaður Prestafélags Íslands. Prestafélag Íslands hélt prestafund í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í vikunni. Þar var rannsóknarskýrslan rædd í þaula, en til stendur að funda aftur með biskupi Íslands og Pétri Hafstein, forseta Kirkjuþings í haust.

Hundruð manna að Gásum

Hundruð manna eru samankomnir á Miðaldadögum sem fram fara á Gásum í Eyjafirði. Stemningin hefur verið góð enda veður prýðilegt Í dag hafa farið fram skylmingar, en í gær var rennisteinshreinsun og kolagröf.

Afganar tóku við stjórn

Hersveitir NATO létu stjórn Bamiyanhéraðsins í hendur afganskra öryggissveita í dag. Þessar breytingar eru hluti af áætlun sem Hamid Karzai, forseti Afganistan, kynnti í mars. Til stendur að Afganar taki við stjórn sex héraða til viðbótar á næstunni og að erlendar hersveitir verði búnar að yfirgefa Afganistan að fullu árið 2014. Öryggissveitir frá Nýja Sjálandi verða staddar í Bamiyanhéraðinu um skeið en þær verða undir stjórn Afgana.

Nýja brúin boðin út í haust

Vonast er til að hægt verði að bjóða út nýju brúna yfir Múlahvísl í haust en hún verður sterkbyggðari en sú sem hlaupið í ánni hreif með sér. Töluverð umferð hefur verið yfir bráðabirgðabrúna frá því umferð var hleypt á hana í gær. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir umferðina hafa gengið vel.

Brooks handtekin vegna símhleranamálsins

Rebekah Brooks, fyrrum stjórnandi hjá News International í Bretlandi, hefur verið handtekin í tengslum við símhleranamálin sem hafa skekið breskt samfélag að undanförnu. Brooks var handtekin eftir skýrslutökur á lögreglustöð í Lundúnum og er hún í gæsluvarðhaldi. Fram kemur á fréttavef BBC að þetta er tíunda handtakan í tengslum við ásakanir á hendur dagblaðinu News of the World um símhleranir.

Ráðherra vill ekkert segja um mögulega endurupptöku

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill ekki svara því til hvort hann hyggist beita sér fyrir því að Guðmundar og Geirfinnsmálin verði rannsökuð að nýju. Einn sakborninganna, Sævar Cieselski, þurfti að þola harðræði og pyntingar þegar honum var haldið í einangrunarvist. Sævar lést í vikunni en hann barðist alla tíð fyrir réttlæti í málinu.

Chavez kominn aftur til Kúbu

Hugo Chavez, forseti Venesúela, er aftur kominn til Kúbu til að gangast undir frekari meðferð við krabbameini. Chavez ræðir opinbskátt um veikindi sín í fjölmiðlum og tók meðal annars lyfin sín í beinni útsendingu.

Tilkynna of feit börn til barnavernda

Offita á meðal barna í Danmörku er orðið svo stórt vandamál að barnaverndanefndir í fjölmörgum sveitafélögum eru farnar að fá tilkynningar um vanrækslu barnanna frá heilbrigðisstarfsfólki, segir í danska blaðinu Politiken.

Kærður fyrir að planka á lögreglubíl

Lögreglan í Álasundi í Noregi fékk tilkynningu um það klukkan fjögur í nótt að norskum tíma að ungur karlmaður væri að planka á kyrrstæðum lögreglubíl í miðborginni. Norska blaðið Aftenposten útskýrir uppátækið að planka með þeim hætti að það sé ný tómstundaiðja hjá ungu fólki sem felur í sér að liggja flatur með andlitið niðri, oft á óhefðbundnum stöðum. Svo séu birtar myndir af því á samfélagssíðum. Uppátækið megi rekja til Ástralíu.

Fimm handteknir eftir bílveltu í bílastæðahúsi

Fimm manns voru handteknir um eittleytið í nótt eftir að fólksbíl var velt í bílastæðahúsi við Höfðatún í Reykjavík í nótt. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var bíllinn á hvolfi þegar komið var að og er hann talinn ónýtur. Ekki liggur fyrir hvernig tókst að velta bílnum.

Sjá næstu 50 fréttir