Fleiri fréttir

Myndir af sigkötlunum í Mýrdalsjökli

Hópur manna, meðal annars á vegum Ferðaklúbbsins 4*4, Landsbjargar og fleiri vinna að gerð jöklakorta fyrir ferðamenn. Af því tilefni flugu þeir Hjörleifur Jóhannesson og Snævarr Guðmundsson yfir Mýrdalsjökul í morgun og tóku myndir af sigkötlunum í Kötluöskjunni sunnanverðri.

Björgvin vill taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin upp að nýju. Eftir að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu sporlaust um miðjan áttunda áratuginn voru fjögur ungmenni dæmd í fangelsi. Málsmeðferðinni var allan tímann verulega ábótavant og einn hinna dæmdu, Sævar Ciesielski, krafðist ítrekað endurupptöku málsins. Sævar lést í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn.

Ögmundur ók yfir nýju brúna

Búið er að hleypa umferð á nýju brúna yfir Múlakvísl. Það var gert laust eftir klukkan tólf. Brúin var vígð með þeim hætti að þeir vösku menn sem unnið hafa við brúargerðina gengu í gegnum borða en eftir það ók Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, starfandi ferðamálaráðherra, yfir brúna fyrstir manna.

Fagna opnun nýju brúarinnar

Selflutningar, sem Vegagerðin og bílaleigur hafa staðið að í Múlakvísl, hafa að mestu gengið mjög vel alla vikuna og forðað stórtjóni í ferðaþjónustu. Þetta segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum.

Lögreglan lýsir eftir Esther

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Esther Björgu Ragnarsdóttur 15 ára. Ekki er vitað um klæðaburð hennar en hún er 168 sm, grannvaxin með axlarsítt dökkt krullað hár. Blá augu og með lokk í tungu og nafla. Síðast spurðist til hennar síðastliðið þriðjudagskvöld.

Dalai Lama hittir forseta Bandaríkjanna í dag

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hittir í dag Dalai Lama andlegan leiðtoga Tíbeta. Hvíta húsið sendi út fréttatilkynningu um fundinn í gær, en Dalai Lama yfirgefur Bandaríkin í dag eftir 11 daga dvöl í Washington. Hvíta húsið segir að Fundur Obama og Dalai Lama sýni stuðning forsetans við málstað Tíbeta, en þeir berjast sem kunnugt er, fyrir sjálfstæði frá Kína. Dalai Lama hefur verið í útlegtð frá heimalandi sínu frá árinu 1959 vegna baráttu sinnar fyrir málstaðnum.

Enginn sáttafundur boðaður í flugmannadeilu

Samninganefnd atvinnuflugmanna hjá Icelandair og samningsaðilar fyrirtækisins hafa ekki verið boðaðir á annan sáttafund hjá ríkissáttasemjara eftir að upp úr slitnaði í viðræðunum á þriðja tímanum í gær. Flugmenn hafa ákveðið að fara í ótímabundið yfirvinnubann frá næsta þriðjudegi hafi ekki samist fyrir þann tíma. Deilurnar stranda fyrst og fremst á starfsöryggi flugmanna en búið er að semja um almennar launahækkanir í takt við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Hugsanlega hægt að hleypa umferð á brúna á hádegi

Vinna við bráðabirgðabrúna yfir Múlakvísl hefur gengið vel í morgun og er Vegagerðin bjartsýn á að hægt verði að hleypa umferð á brúna upp úr hádegi. Selflutningar yfir ána hófust klukkan sjö í morgun og munu standa áfram þar til að umferð verður hleypt á. Talið er að tjón ferðaþjónustunnar af lokun hringvegarins verði mun minna en óttast að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við blaðið segir Erna Hauksdóttir formaður samtaka ferðaþjónustunnar að selflutningar yfir ána hafi bjargað stöðunni og skipulagðar hópferðir því lítið raskast.

Herjólfi seinkar í dag

Seinkun verður á áætlun Herjólfs í dag. Viðgerð sem hefur staðið yfir í nótt á stefnislokun Herjólfs er ekki lokið. Allar ferðir dagsins seinka því um tvær klukkustundir og er fyrsta ferð frá Vestmannaeykjum því klukkan hálf ellefu og frá Landeyjum klukkan tólf. Farþegar eru beðnir um að fylgjast áfram með tilkynningum um áætlun.

Þrír handteknir vegna fíkniefnamáls

Lögreglan á Húsavík lagði hald á nokkurt magn af fíkniefnum á sveitabæ í umdæmi sínu í gærkvöld. Lögreglan telur að fíkniefnin tengist hátíðinni Kátir dagar sem fara fram um þessar mundir á Þórshöfn. Þrír voru handteknir vegna málsins í gærkvöld. Þeim hefur nú verið sleppt enda telst málið upplýst. Um var a- ræða um 30 grömm af kannabisefnum og um 10 grömm af amfetamíni. Lögreglan segist hafa notið aðstoðar fíkniefnahunds frá Ríkislögreglustjóra við lausn málsins. Það hafi einvörðungu verið hundinum að þakka að efnin fundust. Strandmenningarhátíðin „Sail Húsavík" hefst nú um helgina og var nokkuð líf í bænum af því tilefni í gærkvöld. Allt fór vel fram að sögn lögreglunnar.

Fjölmiðlakóngur biðst afsökunar

Helstu blöð Bretlands birta í dag heilsíðuauglýsingar frá Rupert Murdoch vegna þess sem hann kallar alvarlegar misgjörðir News of the World. Í auglýsingunni segir „Okkur þykir fyrir þeim alvarlegu misgjörðum sem átt hafa sér stað.". Rebekah Brooks, fyrrverandi ritstjóri News of the World og Les Hinton, stjórnandi hjá útgáfufyrirtækinu News Corporation, sögðu upp störfum í gær vegna símahlerunarhneykslis sem skekið hefur Bretland að undanförnu.

Kveiktu eld á fjórum stöðum

Sinueldur var kveiktur í Elliðaárdalnum, á móts við Starrahóla, seint í gærkvöld. Þegar slökkviliðið kom á staðinn á ellefta tímann var búið að kveikja í á fjórum stöðum. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa talaði við segir að eldurinn hafi verið kominn í trjágróður

Flugmenn boða strax aðgerðir

Síðdegis í gær slitnaði upp úr viðræðum flugmanna og Icelandair. Flugmenn félagsins hafa boðað ótímabundið yfirvinnubann á þriðjudaginn kemur, hafi samningar ekki tekist þá.

Veggjöld verða sett á eða olíuverð hækkað

Núverandi gjaldtaka af olíu stendur ekki undir vegakerfi landsins. Uppsafnaður halli síðustu ára er 6 milljarðar króna. Í fjármálaráðuneytinu er nú hugað að því hvernig auka megi tekjur af umferð. Allt kemur til greina í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins: hærri gjöld, að breyta því hlutfalli bensínverðs sem rennur til ríkissjóðs og vegtollar.

Fíkniefnahvolpar í hæsta gæðaflokki

„Þessi tilraun heppnaðist framar öllum vonum. Ég er búinn að þjálfa þrjá hvolpanna og er að byrja með þann fjórða. Þessir hvolpar standast hæstu gæðakröfur.“

Vitni að hnífstungumáli yfirheyrð

Karlmaður um fertugt, sem veitti öðrum manni lífshættulega áverka á hálsi með hníf á vínveitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg í fyrrinótt, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júlí næstkomandi að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fólk sniðgangi lambakjöt

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt.

Umferð hleypt yfir brúna í dag

„Þetta er bráðabirgðabrú en hún tekur samt alla þungaflutninga sem almennt eru leyfðir hér,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri um nýju brúna yfir Múlakvísl.Brúin sjálf var tilbúin í gær og vatni hleypt undir hana, en þó var eftir nokkur vinna við vegspotta austanmegin við hana.

Stefna á opnun á næsta ári

Áætlað er að nýtt hótel við Keflavíkurflugvöll verði tekið í notkun á fyrri hluta næsta árs. Hjalti Sigurðsson, hótelstjóri Hótel Smára, sem ráðgert er að komi að rekstri hótelsins, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær.

Svörtu sauðirnir ætla að verða dýrkeyptir

„Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“

Eins og góð þjóðhátíð

"Mótið gengur afskaplega vel fyrir sig. Veðrið er frábært og fólk er til fyrirmyndar,“ segir Jón Berg Torfason, mótsstjóri Símamótsins sem fram fer í Kópavogi um helgina.

Skuldaþref á Bandaríkjaþingi

„Ef þeir sýna mér alvöru áætlun, þá er ég tilbúinn,“ segir Barack Obama Bandaríkjaforseti sem hvetur þing landsins til að ná samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna og niðurskurð útgjalda.

Jennifer Lopez að skilja

Stórstjörnurnar Jennifer Lopez og Marc Anthony eru að skilja. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem þau sendu tímaritinu People í kvöld.

Lofar öllum landsmönnum Argentínu flatskjáum

Forseti Argentínu, Cristina Fernandez, tilkynnti á dögunum heldur sérkennileg kosningaloforð. Eitt loforðið, eða átakið öllu heldur, kallast: "Sjónvarp fyrir alla!“

Nýjustu umbrot beina sjónum að stærstu hraungosunum

Eldstöðvarnar sem sýnt hafa merki um eldvirkni að undanförnu tengjast mestu hraunflæðigosum Íslandssögunnar, Skaftáreldum og Eldgjárgosinu, og raunar einnig Veiðivatnagosinu, mesta hraunflóði sem þekkt er í jarðsögu Íslands. Slíkir atburðir eru taldir gerast í svokölluðum landrekshrinum.

Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent

Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi.

60 metrar í land

Smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl hefur gengið vel undanfarna daga og er nú reiknað með að unnt verði að opna brúna fyrir umferð á morgun eða á sunnudaginn. Nú á brúin einungis eftir um 60 metra í land.

Opinber afsökunarbeiðni Rupert Murdoch

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur gefið út opinbera afsökunarbeiðni þar sem hann biðst velvirðingar á því hvernig vikuritið News of the World bar sig að við fréttaskrif, en Murdoch tók þá ákvörðun fyrir stuttu að leggja útgáfu blaðsins niður. Vikublaðið breska kom út í síðasta skipti mánudaginn 11. júlí, eftir að hafa verið starfandi í 168 ár frá stofnun þess árið 1843.

Kannabis í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjár kannabisræktanir í Hafnarfirði í gær. Þrír karlar á þrítugsaldri voru handteknir í tengslum við aðgerðirnar en einn þeirra var jafnframt eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Lagt var hald á nokkuð af kannabisplöntum og græðlingum.

„Menn trúa ekki að flugmönnum sé alvara“

Samtök ferðaþjónustunnar segjast treysta því að samið verði í tíma svo ferðaþjónustufyrirtækin þurfi ekki á nýjan leik að taka á móti afpöntunum vegna truflana á flugi.

Sáttafundi slitið - annar fundur ekki verið boðaður

Sáttafundi flugmanna og Icelandair var slitið nú laust fyrir klukkan þrjú eftir að ekki náðist niðurstaða á milli manna. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur annar fundur ekki verið boðaður.

Í gæsluvarðhaldi til 29. júlí

Karlmaðurinn, sem veitti öðrum karlmanni lífshættulega áverka á hálsi, með hnífi, á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg um miðnætti, var úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann verður því í varðhaldi til 29. júlí næstkomandi.

Þveröfug þróun í skráningu sumarbúða

Kreppan virðist hafa haft þveröfug áhrif á skráningafjölda í kristilegar sumarbúðir KFUM og KFUK annars vegar og trúarlega hlutlausu sumarbúðirnar Ævintýraland á Kleppjárnsreykjum hins vegar.

Þenkjandi róttæklingar boða til skólahalds

Róttæki sumarháskólinn er nýr og nokkuð óvenjulegur skóli sem tekur tímabundið til starfa í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar við Hringbraut í næsta mánuði. Óhætt er að segja að skólinn beri nafn með rentu þar sem barátta fyrir efnahagslegu réttlæti, femínisma, lýðræði og réttindum minnihlutahópa er á stefnuskránni.

Brúin gæti opnað á morgun

Reiknað er með að hleypa umferð um brúna yfir Múlakvísl á morgun eða á sunnudaginn en brúarsmíðin hefur gengið betur en reiknað var með í upphafi.

Segir þingmenn missa þvag út af Byr-málinu

Björn Valur Gíslason þingmaður og varaformaður fjárlaganefndar segir að söluverðið á Byr til Íslandsbanka verða upplýst þegar salan hefur endanlega gengið í gegn.

Leitar að bíl sem týndist á hálendinu

Sjómaðurinn, knattspyrnumaðurinn og prentarinn Einar Hjörleifsson leitar nú að bíl móður sinnar, sem týndist á hálendinu fyrir tæpum þremur vikum síðan.

Æfa fyrir heimsleika í CrossFit

Áhugi Íslendinga á CrossFit hefur aukist mikið síðastliðið ár og eru Íslendingar á meðal fremstu þjóðum í þessari íþrótt í heiminum. Íslenska liðið frá Crossfit Sport sigraði Evrópukeppnina sem fram fór helgina 3.-5. júní í Bolton á Englandi.

Þúsundir á flótta undan eldgosi

Tugþúsundir manna eru á flótta undan eldgosi sem hófst í gærkvöldi á eynni Sulawesi í Indónesíu. Gosið kom ekki á óvart þar sem miklar jarðhræringar hafa verið á þessum slóðum undanfarna daga. Búið var að skilgreina 3,5 kílómetra hættusvæði umhverfis eldfjallið Lokon.

Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði.

Yfirvinnubannið ótímabundið

Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað ótímabundið yfirvinnubann frá klukkan 14 á þriðjudaginn kemur, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Þegar flugmenn undirrituðu samning við Icelandair nýverið, frestuðu þeir yfirvinnubanninu fram yfir atkvæðagreiðslu um samninginn, sem líkt og kunnugt er var óvænt felldur.

Sjá næstu 50 fréttir