Fleiri fréttir

Á ofsahraða á Reykjanesbraut

Lögreglumenn á Suðurnesjum mældu ökumann bifhjóls á 174 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbrautinni á miðnætti í gær. Svo hratt fór hjólið að þegar lögreglumennirnir, sem komu úr gangstæðri átt, voru búnir að snúa við á brautinni var hjólið horfið. Því var gripið til þess ráðs að láta lögreglumenn úr Hafnarfirði mæta hjólinu. Hann var handtekinn og sviptur ökuréttindum á lögreglustöðinni í Hafnarfirði en ökumaðurinn verður ákærður fyrir hraðaksturinn.

Katla virðist vera farin aftur að sofa

Litið er svo á að hræringum við Kötlu sé lokið í bili hjá Veðurstofu Íslands, en lítil sem engin skjálftavirkni hefur mælst nærri sigkötlum í Mýrdalsjökli frá miðnætti. Mikið hafði hægst um á svæðinu síðdegis í gær, en lítilsháttar skjálftavirkni mældist þó um klukkan tíu í gærkvöld.

Var rétt undir áfengismörkum en keyrði alltof hratt

Einn ökumaður var tekinn á 139 kílómetra hraða á klukkustund í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt og reyndist ökumaðurinn vera búinn að smakka áfengi fyrr um kvöldið. Hann var þó ekki mældur yfir leyfilegum mörkum og var því látinn hinkra í nokkra klukkutíma áður en hann fékk að halda för sinni áfram. Hans bíður þó 90 þúsund króna sekt fyrir hraðaksturinn og þá fær hann þrjá punkta í ökuferilsskrá.

Besta útihátíðin gengið vel - þrjátíu fíkniefnamál

Um níu þúsund manns eru nú á Bestu útihátíðinni á Gaddstaðaflötum við Hellu. Töluverður erill var hjá lögreglunni á Hvolsvelli í tengslum við skemmtanahöldin í nótt, en tuttugu til þrjátíu fíkniefnamál komu inn á borð hennar og tilkynnt var um fjölda líkamsárása. Lögregla segir hátíðarhöldin hafa þó almennt séð gengið vel fyrir sig, sérstaklega í ljósi þess hve margir voru samankomnir á svæðinu.

Reyndi að blekkja lögguna - klifraði í aftursætið

Ökumaður á þrítugsaldri var stöðvaður við reglubundið eftirlit á Selfossi í morgun en þegar hann varð var við lögregluna reyndi hann að blekkja lögreglumenn. Hann keyrði inn í botnlanga og drap á bílnum. Lögreglumönnum fannst athæfi mannsins eitthvað furðulegt og ákváðu því að athuga hvort allt væri ekki með felldu. Þegar lögreglumaður kom að bílnum var maðurinn að klifra í aftursætið og hélt því fram að hann hefði ekki verið að keyra bílinn. Lögreglumönnum fannst það nú ekki trúverðugt úr því að hann var einn í bílnum, og viðurkenndi hann svo síðar að hafa ekið bílnum. Hann var látinn blása í áfengismæli og reyndist yfir mörkum. Hann sefur nú úr sér í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.

Vann 17 milljónir í lottó

Hann var heppinn lottóspilarinn sem keypti sér miða í Skalla í Árbæ í Reykjavík í vikunni því hann vann rúmlega 17 milljónir króna.

Saga Kötlugosa á Íslandi - myndskeið

Hlaupið í Múlakvísl hófst skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Kraftur hlaupsins var svipaður og í hlaupinu árið 1955. Í meðfylgjandi myndskeiði skoðar Símon Birgisson fréttamaður sögu Kötlugosa.

Jónsi kallaði konur hórur á Bestu hátíðinni

Jón Jósep Snæbjörnsson, oft kallaður Jónsi í Svörtum fötum, vakti hneykslan á Bestu útihátíðinni þegar hann ávarpaði gesti á hátíðinni: „Herrar mínir og hórur". Talskona Nei - hópsins, sem berst gegn kynbundnu ofbeldi, segir hegðun Jónsa fyrir neðan allar hellur.

Nýjar myndir af Mýrdalsjökli

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn frá Raunvísindastofnun og Veðurstofu Íslands yfir Mýrdalsjökul, Kötlu, Múlakvísl og Mýrdalssand í dag. Á meðfylgjandi myndum sjást tveir sigkatlar mjög vel en greinilegt er að hrun hefur orðið í miðju þeirra. Myndirnar tóku menn á vegum Landhelgisgæslu Íslands. Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu í morgun að engin bein merki voru um að eldgos en hann útilokaði þó ekki að gos hafi orðið undir jöklinum. „Það er mjög erfitt að skera úr um það,“ sagði hann.

Öll merki sýna að hætta sé yfirstaðin

"Við eigum ekki von á því að þetta hættustig vari mikið lengur,“ segir Evgenia Ilyinskaya, eldfjallafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.

Innanríkisráðherra á leið á hamfarasvæðin

„Það verður allt gert sem hægt er til að koma á vegasambandi," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Samgöngumál falla undir ráðuneyti hans. Hlaupið í Múlakvísl olli því að brú yfir ána rifnaði í sundur í morgun.

Hjólreiðamaður fluttur á slysadeild

Hjólreiðamaður á fimmtugsaldri fékk aðsvif þegar hann var að hjóla á þjóðvegi eitt austan við Þingborg rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Hann féll í götuna og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar. Hann er ekki talinn vera með alvarlega áverka. Maðurinn var hluti af hóp sem hjólar á Hvolsvöll í dag en einhvers konar keppni er í gangi þar sem mörg hundruð hjólreiðamenn hjóla á þjóðveginum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögregunni á Selfossi.

Brúin rifnaði af í heilu lagi

Brúin á Múlakvíslinni eyðilagðist eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Þórir Kjartansson tók og sendi Vísi. Vegagerðin telur að það geti tekið tvær vikur að laga hana. Óljóst er hvernig samgöngum um Suðurlandsveg verður háttað þangað til.

Hátt í 200 manns í fjöldahjálparstöðvum

Hátt í 200 manns hafa komið saman í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri og í Vík. Þar af eru um 180 á Kirkjubæjarklaustri en 14 í Vík, samkvæmt upplýsingum frá Kjartani Sturlusyni, framkvæmdastjóra hjá Rauða krossinum.

Ljósleiðarinn rofinn: Merkið sent öfuga leið

Ljósleiðari Mílu slitnaði í hlaupinu í Múlakvísl. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja áhrifin á net- og símasamband takmörkuð, en merkjasendingar fara nú norðurleiðina um landið.

Þrír greinilegir sigkatlar

„Það eru engin bein merki um eldgos. Það útilokar samt ekki að það hafi orði gos undir jöklinum. Það er mjög erfitt að skera úr um það," segir Einar Kjartansson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Einar var staddur á Vík í Mýrdal þegar Vísir talaði við hann.

Saga Kötlu

Katla er eitt hættulegasta eldfjall landsins og hafa hlaup úr Kötlu valdið gríðarlegu tjóni á Suðurlandi. Talið er að Katla hafi gosið um tuttugu sinnum frá landnámi en síðasta stóra gos í Kötlu varð árið 1918. Mesta hættan af Kötlugosunum liggur í jökulhlaupum.

Varhugavert horn í miðbænum

Horn Hávallagötu og göngustígs þar er afar varhugavert, segir Helga E. Jónsdóttir leikkona en hún lenti í hjólreiðaslysi á þeim stað í þarsíðustu viku. Hún handleggs- og rifbeinsbrotnaði þá í árekstri við annan hjólreiðamann.

Another volcanic eruption in Iceland possible - this time it's Katla

A small eruption seems to be under way in the Katla volcano in the Mýrdalsjökull glacier in Iceland. A glacial flood has gone over the Ringroad, the main higway around Iceland and torn away a 128 metre long bridge over Múlahvísl river. Tourists in the area are being evacuated, from Álftaver and the Þakgil campsite.

Þyrlan ferjaði fólk frá Þakgili

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug upp að Þakgili, undir Kötlujökli, til þess að sækja fólk sem þar var statt. Fólkið fór svo frá borði í Vík, samkvæmt upplýsingum frá Þóri Kjartanssyni sem tók meðfylgjandi mynd. Fjöldahjálparstöðvar hafa verið settar upp í Grunnskólanum í Vík og í Kirkjubæjarskóla og hafði fólk þegar tekið að safnast saman í síðarnefndaskólanum þegar Vísir hafði samband þangað fyrr í morgun. Þá veit Vísir til þess að til standi að flytja prest frá Vík yfir á Kirkjubæjarklaustur þar sem hann á að vera við jarðarför á Prestbakka í dag.

Betty Ford látin

Betty Ford, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna og stofnandi meðferðarheimilis undir eigin nafni, er látin 93 ára að aldri. Hún lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu, en ekki hefur verið greint frá dánarorsökinni. Hún var eiginkona forsetans Geralds Ford, sem sat í embætti eitt kjörtímabil á árunum 1974 til 1977 eftir að Richard Nixon sagði af sér. Meðferðarheimili Betty Ford er að auki ein þekktasta stofnun sinnar tegundar í heiminum, enda hefur mikill fjöldi stjarna leitað sér aðstoðar þar. Í þeim hópi eru Elizabeth Taylor, Johnny Cash og Lindsay Lohan. Margir hafa minnst Ford opinberlega af miklum hlýhug, þar á meðal sitjandi forseti, Barack Obama.

Hlaup í Múlakvísl - myndir

Enn og aftur létu náttúruöflin finna fyrir sér í nótt þegar hlaup hófst í Múlakvísl. Í morgun bárust svo fréttir af því að líklegast væri hafið gos í Kötlu. Meðfylgjandi myndir tók Þórir N. Kjartansson af hlaupinu klukkan átta í morgun. Smelltu á myndasafn hér að neðan til að skoða myndirnar.

Fólk safnast saman í fjöldarhjálpastöðvum

Þegar eru komnir 30 manns í fjöldahjálpastöðina á Kirkjubæjarklaustri, segir Elín Valdimarsdóttir, einn fulltrúa Rauða krossins þar. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri og í Grunnskólanum í Vík vegna hlaupsins í Múlakvísl og þess goss sem virðist vera hafið í Kötlu.

Hnífstunga á Bestu útihátíðinni

Um átta þúsund manns eru nú á Bestu útihátíðinni á Gaddstaðaflötum við Hellu. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var nóg að gera hjá þeim í nótt, talsverðir pústrar í gangi og nokkur óróleiki eins og það var orðað. Einn var stunginn með hnífi en sá mun ekki hafa slasast alvarlega. Sá sem lagði til hans er nú vistaður í fangageymslum og er málið í rannsókn. Þá var tilkynnt um eina líkamsárás á svæðinu.

Átt þú myndir af svæðinu?

Þeir vegfarendur sem hafa átt eða eiga leið um Múlakvísl og svæðið í kringum Mýrdalsjökul og verið með myndavél meðferðis geta sent myndir á netfangið frettir@stod2.is.

Búið að rýma í Álftaveri

Búð er að rýma í Álftaveri og bæi í Höfðabrekku. Í Álftaveri var töluverður fjöldi fólks samankominn, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, enda stóð til að ættarmót færi þar fram um helgina. Álftaver er lítil sveit í Vestur-Skaftafellssýslu, vestan við Kúðafljót og rétt austan við Mýrdalssand.

Róleg nótt hjá lögreglu

Þrír ökumenn voru stöðvaðir á Akureyri og í Reykjavík í nótt og morgun grunaðir um ölvunarakstur. Þá stöðvaði lögreglan á Selfossi einn ökumann undir Ingólfsfjalli í gærkvöldi en sá ók á 140 kílómetra hraða en þar er hámarkshraði 90 kílómetrar á klukkustund. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögregluembættum víða um land. Sæluhelgi fer fram á Suðureyri og segir vaktstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði að mikið af fólki sé í bænum og allt hafi farið vel fram.

Sorpa reisir dýra gas- og jarðgerðarstöð

Sorpa áformar að reisa gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi en heildarkostnaður við hana gæti orðið vel á annan milljarð að sögn Bjarna Gnýs Hjarðar, yfirmanns þróunar- og tæknideildar Sorpu.

Almannavarnir lýsa yfir hættustigi

Hætturstigi hefur verið lýst yfir vegna hlaupsins í Múlahvísl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en ákvörðunin var tekin í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli. Brúin yfir Múlahvísl er farin en hún var 128 metra löng byggð árið 1990.

Sigkatlar benda til að lítið gos sé hafið

Sigkatlar hafa myndast sem gæti verið í samræmi við það að lítið gos sé hafið sem ekki er komið upp á yfirborðið, segir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Sigurlaug hefur þetta eftir stýrimanni á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan flaug yfir Mýrdalsjökul snemma í morgun. Þá sáust sigkatlarnir, en enginn gosmökkur sást.

Skulda 41 milljarð evra í skatt

Fjármálaráðherra Grikklands segir að hópur lögfræðinga og endurskoðenda verði ráðinn í ráðuneytið til að elta uppi 10 þúsund alvarlegustu skattsvikin í landinu.

Suðurlandsvegur enn lokaður

Suðurlandsvegi hefur verið lokað í báðar áttir við Vík og austan við Skálm vegna hlaups í Múlakvísl og mögulegs goss í Kötlu. Engar hjáleiðir eru mögulegar, nema Fjallabaksleið, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.

Líkir meðferð Ísraela við apartheid

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra var á ferð um Vesturbakkann og Jerúsalem í gær að kynna sér aðstæður. Hann segir þær skelfilegar.

Kötlugos hugsanlega hafið

Ef þetta er gos að þá er um að ræða lítið Kötlugos, segir Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gosórói hefur mælst í Kötlu á mælum Veðurstofunnar. Sigurlaug segist vera að bíða eftir upplýsingum frá sérfræðingi sem hún sendi með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í morgun til þess að kanna aðstæður.

Engin tengsl inn í Líbíu

Aðalritari NATO, Anders Fogh Rasmussen, segir ekkert benda til þess að hryðjuverkasamtökin al Kaída séu starfrækt í Líbíu.

Hundur réðst á ísbjörn og beit

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú rottweiler-hunds og eiganda hans eftir að sá fyrrnefndi réðst á gervihvítabjörn á Laugaveginum síðdegis í gær. Myndir náðust af geranda og eiganda hans, sem hurfu á braut.

Herflugvélabann undir smásjánni

Í utanríkisráðuneytinu er það nú til vandlegrar skoðunar hvort fyrirhugað lendingarbann herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli sé mögulegt og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga.

Sjá næstu 50 fréttir