Fleiri fréttir

Hrefnuveiðimenn bjóða upp á hvalaskoðun

Hrefnuveiðimenn ætla að bjóða ferðamönnum upp á hvalaskoðun í haust. Hugmyndin er að kynna fyrir ferðamönnum hvernig hvalveiðar fara fram og að leyfa þeim að smakka hrefnuveiðikjöt. "Við myndum fara einhvern tímann í ágúst. Þá erum við búnir að veiða það sem við ætlum að veiða," segir Gunnar Bergmann Jónsson, eigandi Hrefnuveiðimanna. Hrefnuveiðimenn eru einkahlutafélag sem sér um mestallar veiðar á hrefnum við Ísland í dag.

Hæstiréttur hunsar beiðni Obama og heimilar aftöku

Mexíkóskur ríkisborgari var í nótt tekinn af lífi í ríkisfangelsinu í Texas, þrátt fyrir að Barack Obama Bandaríkjaforseti hefði farið fram á að aftökunni yrði frestað. Beiðnin var tekin fyrir af Hæstarétti Bandaríkjanna og höfnuðu dómararnir beiðni forsetans. Áður hafði Rick Perry ríkisstjóri Texas einnig hafnað beiðni um náðun.

Umferðarslys við Skóga

Umferðaslys varð nærri Skógum fyrir örfáum mínútum. Sjónarvottur sem Vísir talaði við segist hafa séð fjölmarga lögreglubíla, sjúkrabíla og björgunarsveitabíla en frekari upplýsingar um málið hafa ekki fengist að sinni. Við segjum nánar frá þegar frekari upplýsingar berast.

Blaðamaður býst við gjaldþroti

"Ég var nú bara undir allt búinn. Það var ekkert sem sagði mér að þetta myndi allt fara vel," segir Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í morgun til að greiða dönskum manni, Kim Gram Laurse, 500 þúsund krónur í bætur og 750 þúsund krónur í málsbætur vegna ummæla sem Jón Bjarki hafði eftir fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður mannsins

Lýst eftir Eggerti Davíð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eggerti Davíð Jóhannssyni, 16 ára. Talið er að hann sé klæddur í ljósbrúnan jakka, rauðar buxur, í svörtum bómullarbol og í hvítum strigaskóm. Hann er með derhúfu á höfði. Eggert er grannvaxinn og um 177 sm á hæð, með blá augu og stutt, litað ljóst hár. Síðast er vitað um ferðir hans í Hamraborg í Kópavogi um miðjan dag s.l. mánudag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Eggerts eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Skaut sjö og síðan sjálfan sig

Byssumaður sem skaut sjö til bana í Michigan í Bandaríkjunum í nótt skaut sjálfan sig að lokum í höfuðið. Maðurinn hafði gengið berserksgang í bænum Grand Rapids og myrt fimm fullorðna og tvö börn víðsvegar um borgina.

Vill lögreglurannsókn á vondum bókarskrifum

Bókin Saga Akraness, 1. bindi, fær vægast sagt skelfilega útreið í bókargagnrýni Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum í dag. Bókin hefur hingað til verið þekktust fyrir það að vera dýr í útgáfu en hún kostaði yfir 100 milljónir króna.

Líkamsræktarsýning í Hörpu í haust

Icelandic Fitness and Health Expo verður haldin í Hörpu í nóvember næstkomandi. Um er að ræða árlega sýningu, ráðstefnu og keppni í hverju sem viðkemur líkamsrækt og heilsu. Keppt verður í vaxtarrækt, aflraunum, kraftlyftingum.

Harður árekstur við Hafravatn

Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan tvö í dag. Tveir bílar skullu saman austan við afleggjarann að Hafravatni og eru lögregla og sjúkralið á staðnum. Annar bílanna mun hafa oltið við áreksturinn. Engar upplýsingar hafa borist um aðdraganda slyssins eða ástand þeirra sem voru í bílunum. Miklar umferðartafir eru á veginum og biður lögregla vegfarendur að sýna biðlund. Umferð er beint um hjáleið og verður svo næsta klukkutímann í það minnsta.

Frelsistorgið í Kaíró aftur miðpunktur mótmæla

Þúsundir mótmælenda hafa komið sér fyrir á Tahir torginu í miðborg Kaíró í Egyptalandi í dag en skipuleggjendur vonast til að milljón manns mæti á torgið áður en dagur er úti. Torgið varð að einskonar miðpunkti mótmælanna fyrr á þessu ári sem lauk ekki fyrr en Mubarak þáverandi forseti hafði sagt af sér.

Blaðahneyksli í Bretlandi: Andy Coulson handtekinn

Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World og fyrrverandi blaðafulltrúi forsætisráðherra Bretlands er í haldi lögreglu sem rannsakar nú ásakanir á hendur ritstjórn blaðsins um að símar þúsunda einstaklinga hafi verið hleraðir á nokkurra ára tímabili.

Áreittu 15 ára gamla stúlku á tjaldsvæði

Tveir 26 ára gamlir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn fimmtán ára gamalli stúlku. Atvikið átti sér stað á tjaldstæði á Flúðum.

Kona reyndi sjálfsvíg með kjöthníf

Kona sem flutt var í Kópavogsfangelsið í vikunni reyndi að skera sig á háls með kjöthníf. Hún var í fíkniefnavímu þegar hún kom inn. Í Kópavogsfangelsinu er engin aðstaða til að leita á fólki nema á salerni fangelsisins. Illa gekk að hemja konuna við svo erfiðar aðstæður og hún rauk inn í eldunaraðstöðu fanga, greip þar kjöthníf og ætlaði að skera sig á háls.

Blaðamaður DV dæmdur fyrir meiðyrði

Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, hefur verið dæmdur til að greiða Kim Gram Laurse 500 þúsund krónur í bætur vegna ummæla í grein sem hann skrifaði um forræðisdeilu sem sá síðarnefndi stóð í. Hann er einnig dæmdur til að greiða honum 750 þúsund krónur í málskostnað.

Jóhanna á fund Angelu Merkel

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, mun eiga fund með Angelu Merkel kanslara Þýskalands á mánudaginn. Merkel boðaði Jóhönnu til fundarins og munu þær stöllur hittast klukkan ellefu á mánudagsmorgun.

Götuvirði efnanna var yfir 120 milljónir

Götuverð fíkniefnanna sem Junierey Kenn Pardillo Juarez var dæmdur fyrir að flytja inn til landsins nemur um 122 milljónum króna. Samkvæmt verðsamantekt SÁÁ frá því í apríl síðastliðnum kostar bæði e-tafla og LSD skammtur 3000 krónur. Þetta þýðir að heildarverðmæti alsælunnar sem Juares flutti inn nam 108 milljónum króna en heildarverðmæti LSD-efnisins nam 13,5 milljónum.

Rúm sex ár fyrir fíkniefnasmygl

Junierey Kenn Pardillo Juarez hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa flutt inn 36 þúsund alsælutöflur og 4500 skammta af LSD þann 23. mars síðastliðinn. Maðurinn fluttin efnin inn frá Las Palmas á Kanaríeyjum, en tollverðir fundu fíkniefnin í ferðatöskum ákærða við komu hans til Keflavíkurflugvallar.

Rowling útilokar ekki aðra bók um Potter

JK Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, útilokar ekki að hún muni skrifa fleiri bækur um Potter í framtíðinni. Áður hafði verið sagt að sjöunda bókin, sem þegar er komin út, yrði sú síðasta.

Ræddi friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum, stuðning við Palestínumenn í baráttu þeirra fyrir viðurkenningu á sjálfstæði og tvihliða samskipti Íslands og Jórdaníu á fundi með Nasser Judeh, utanríkisráðherra landsins í Amman í gær.

Vöruverð hefur víðast hækkað frá febrúar

Vöruverð í verslunum hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum um 1-2% frá því í febrúar, nema í Nettó þar sem vörukarfan lækkaði um 5,2% og í Samkaupum-Úrvali um -3,4%. Þetta sýna niðurstöður nýjustu verðkönnunar ASÍ.

Vilja reglulegt millilandaflug

Stofnaður hefur verið Flugklasi á vegum Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi. Klasinn er samstarfsverkefni fyrirtækja og stofnana sem koma nálægt ferðaþjónustu á svæðinu og hefur það sem markmið að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.

Ísland fimmta dýrasta landið

Mikill verðmunur er á vegabréfum milli Evrópulanda. Það kostar mest að fá sér vegabréf í Belgíu, 2.759 íslenskar krónur fyrir hvert ár sem það gildir, en ódýrast í Tékklandi, 396 krónur fyrir hvert ár. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna.

Milljónir sáu eldað á eldfjalli

Um tuttugu milljónir manna í Japan fylgdust með feðgunum Eiríki Inga Friðgeirssyni og Friðgeiri Inga Eiríkssyni hjá Gallery Restaurant á Hótel Holti elda úti undir berum himni á Fimmvörðuhálsi síðasta sunnudag. Feðgarnir tóku þátt í gerð japansks raunveruleikaþáttar.

Ótryggðum vespum beint á göngustíga

Litlar rafmagnsvespur hafa á skömmum tíma orðið algengur fararskjóti meðal barna og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Óvissa er um réttarstöðu bæði ökumanna og gangandi vegfarenda verði vespuslys.

Fangaverðir lenda ítrekað í lífshættu

Fangar í fangelsum landsins verða sífellt hættulegri og erfiðari og fangaverðir eru í stöðugri hættu vegna aðstöðuleysis, segir Einar Andrésson, formaður Fangavarðafélags Íslands, sem starfar í Fangelsinu Kópavogi.

Látin laus strax í næstu viku

Casey Anthony, 25 ára bandarísk kona sem var grunuð um að hafa myrt tveggja ára barn sitt, verður látin laus í næstu viku.

Veðrið gæti sett strik í reikninginn hjá Atlantis

Geimferjan Atlantis fer ef allt gengur að óskum í sína hinstu för út í geiminn í dag klukkan 24 mínútur yfir fjögur. Veðurspáin er þó ekki hliðholl geimförunum og nú eru taldar 70 prósent líkur á að förin frestist sökum rigningar og roks.

Lýðræðistalið er yfirskin

Fræðimaðurinn, fyrirlesarinn og kennari við Harold Washington Community College í Chicago, Zalmay Gulzad, gagnrýnir utanríkisstefnu Bandaríkjanna harðlega og telur að aukin menntun og víðsýni ungs fólks í arabaheiminum geri Bandaríkjunum erfiðara að halda yfirráðum sínum. Í samtali við Jón Sigurð Eyjólfsson blaðamann sagði hann einnig að það væru reginmistök að vopnavæða uppreisnarmenn í Líbíu, það hefði sýnt sig að þannig sköpuðu þeir nýja hættu og meiri hörmungar.

Ók á rútu og bakkaði á löggubíl

Ölvaður ökumaður ók utan í hópferðabíl á Sæbraut, á móts við Kringlumýrarbraut í gærkvöldi og hélt för sinni áfram. Skömmu síðar gáfu lögreglumenn á bíl honum stöðvunarmerki á Skúlagötu og brást hann við með því að snar stoppa bílinn, reka hann í bakkgír og bakka framan á lögreglubílinn.

Hljóp í veg fyrir bíl

Sex ára drengur, sem var á göngu með móður sinni á Rauðarárstíg í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi, sleit sig lausann frá móðurinni og hljóp út á götuna í veg fyrir bíl. Bíllinn var sem betur fer á lítilli ferð þannig að höggið varð ekki mikið þegar þeir skullu saman.

Ósáttur við nýtt samkomulag

Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, er ósáttur við þær áætlanir Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Jóns Gnarr borgarstjóra að hætta við byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni.

Ungmenni í hrakningum á Meðalfellsvatni

Fjórum ungmennum var bjargað, blautum, köldum og hröktum, af hólma í Meðalfellsvatni, eftir að bát þeirra hvolfdi upp úr miðnætti og þau lentu í vatninu.

Fallegur fiskur lagður í sósuna

Brúnin lyftist heldur betur á Kristjáni Berg í fiskbúðinni Fiskikónginum þegar sjómenn af Þór HF færðu honum guðlax í gær. Þessi sextíu kílóa fiskur slæddist í trollið á 400 faðma dýpi, 230 mílur úti af Reykjanesi.

Óvenjulega mikið af birkifrjói

Mjög mikið hefur verið af frjókornum í lofti í Reykjavík það sem af er sumri, segir Margrét Hallsdóttir, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Mjög lítið hefur aftur á móti verið af frjókornum á Akureyri.

Vilja úttekt fyrir Reykjavík

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á síðasta borgarráðsfundi um úttekt á áhrifum fyrirhugaðra breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir Reykjavík.

Olli vélsmiðjunni skaða og álitshnekki

Vegagerðin hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. um 40 milljónir króna vegna vanefnda á verksamningi og ógreiddra reikninga vegna viðbótarviðgerða á Sæfara, Grímseyjarferjunni svokölluðu. Einnig var henni gert að greiða þrjár milljónir króna í málskostnað.

Stefnt að sjálfbærum veiðum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst leggja til að fiskveiðikvótar verði fyrir fram ákveðnir til nokkurra ára í senn og jafnframt verði framsal kvóta leyfilegt, líkt og tíðkast hefur hér á landi.

Afrískur matur heillar

Fyrsti eþíópíski veitingastaðurinn hér á landi var opnaður á Flúðum á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga í júní síðastliðnum. Einn eigendanna, Azeb Kahssay, segir að Íslendingar hafi tekið þessari nýbreytni afar vel.

Skráningu fornminja áfátt

Ísland, eitt Norðurlandaríkjanna, hefur ekki lokið tæmandi fornleifaskráningu. Við gerð 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða vegna orkunýtingar þurftu fornleifafræðingar því að reiða sig á heimildarskráningu fornleifafræðinga 19. aldar. Minjayfirvöld telja sig hafa litlar forsendur til að svara því hvaða menningarverðmæti verði fyrir skaða við þá virkjunarkosti sem áætlunin fjallar um.

Keppt um besta myndbandið

Sterk, samtök gegn vændi og mansali, hafa fengið styrki frá Reykjavíkurborg og innanríkisráðuneytinu til að setja á fót forvarnaverkefni gegn vændi. Verkefnið er myndbandskeppni og fer í gang í haust. Allir undir 35 ára aldri geta tekið þátt.

Byggja nýjan snjóvarnargarð

Stefnt er að því að ljúka undirbúningsvinnu fyrir snjóvarnargarð á Patreksfirði á næstu mánuðum.

Vilja leiðréttingu og afnám trygginga

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að stjórnvöld hefji undirbúning að almennum leiðréttingum stökkbreyttra lána og afnámi verðtryggingar eða skjóti málinu undir dóm þjóðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Til fundar við Merkel í Berlín

Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur boðið Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til fundar við sig í næstu viku. Jóhanna heldur utan til fundarins eftir helgi. Þetta staðfestir Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður ráðherrans.

Sjá næstu 50 fréttir