Fleiri fréttir

Tíuþúsund gloss hafa selst

Tíuþúsund gloss hafa selst í söfnunarátaki „Á allra vörum þetta árið“. Aðstandendur söfnunarátaksins fagna árangrinum, sem von er. „Viðtökurnar hafa verið með hreinum ólíkindum og andinn og krafturinn í kringum þetta átak hefur sjaldan verið betri", segir Guðný Ó. Pálsdóttir ein forsvarskona Á allra vörum í fréttatilkynningu.

Metflugumferð yfir Ísland

Aldrei hafa fleiri flugvélar í millilandaflugi flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á einum mánuði eins og í síðasta mánuði. Alls flugu 12.439 vélar um svæðið en fyrra metið 12.114 var sett í júlí 2008. Flugumferðinni er stjórnað úr flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík.

Forsetar kynntu sér starfsemina í Skógarhlíð

Dalia Grybauskait, forseti Litháens, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsóttu björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í morgun, en sá fyrrnefndi er hér í opinberri heimsókn. Á móti þeim tóku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, og Margrét Laxdal, varaformaður Slysavarnafélagsin Landsbjargar.

Neðanjarðarfljót streymir undir Amasón

Brasilískir vísindamenn hafa gert merka uppgötvun en svo virðist sem risastórt neðanjarðarfljót renni rúmum fjórum kílómetrum undir sjálfu Amasón, stærsta fljóti veraldar. Fljótið hefur verið nefnt Hamza, í höfuðið vísindamanninum sem fór fyrir rannsókninni en nýja fljótið er rúmir sex þúsund kílómetrar á lengd, eða svipað langt og fljótið fræga á yfirborðinu. Greint var frá uppgötvuninni í Ríó de Janeiro á fundi Brasilíska jarðfræðifélagsins.

Verður 115 ára í dag

Elsta kona í heimi, hin bandaríska Besse Cooper, heldur upp á 115 ára afmæli sitt í dag.

Skrímslið í Austurríki barnaði ekki dætur sínar

Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni.

Segir gagnrýni á efnahagsbrotadeild snúa að yfirstjórn RLS

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skorti faglega yfirstjórn og metnað. Þá döguðu of mörg mál þar uppi þótt rannsókn þeirra hefði tekið langan tíma. Þetta kemur fram í minnisblaði ríkissaksóknara til innanríkisráðherra. Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar, segist hafa fengið þau svör hjá Valtý Sigurðssyni, fyrrverandi ríkissaksóknara, að gagnrýni hans beindist að yfirstjórn RLS, og þar með Haraldi Johannessen.

Stofna furstadæmi til að sleppa við niðurskurðinn á Ítalíu

Þorpsbúar í ítölsku fjallahéraði hafa fundið upp á nýstárlegri leið til þess að sleppa við boðaðar niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa stungið upp á því að þorpinu Filettino verði breytt í furstadæmi og hafa þegar haft samband við Prins Emanúel Filiberto, afkomanda fyrrverandi konungs á Ítalíuskaga, og beðið hann um að gerast þjóðhöfðingi.

Útlendingastofnun fær aukapening fyrir hælisleitendur

Ríkisstjórnin ákvað í morgun, að tillögu innanríkisráðherra, að veita aukaframlag til Útlendingastofnunar vegna reksturs miðstöðvar fyrir hælisleitendur. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt.

Þríburar meðal 29 arnarunga sem komust á legg

Arnarvarp gekk vonum framar þetta sumarið og komust alls 29 ungar á legg, þrátt fyrir afleitt tíðarfar í vor. Aðeins sjö sinnum áður hafa komist upp fleiri arnarungar á síðustu fimmtíu árum.

Mikil sprenging í húsnæði Sameinuðu þjóðanna

Sprenging varð í byggingu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja í Nígeríu í morgun. Fréttamaður BBC fréttastöðvarinnar heyrði hátt sprengihljóð og lögregluþyrla sveimar nú yfir bygginguna. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að sprengingin hafi orðið vegna sprengju sem sprakk í húsinu. Töluverðan reyk leggur frá byggingunni. BBC segir að óstaðfestar fréttir hermi að fjöldi fólks hafi særst í sprengingunni. Stór bílasprengja sprakk í höfuðstöðvum lögreglunnar í Abuja í júní.

Ungir sjálfstæðismenn sammála Bjarna

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir stuðningi við ummæli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að draga beri aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Bjarni lét ummælin falla í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum og í yfirlýsingu frá stjórn SUS segir að þau séu í takt við yfirlýsingar sambandsins í gegnum tíðina.

Spilavíti brann til grunna - 53 fórust

Að minnsta kosti fimmtíu og þrír fórust og átta slösuðust þegar spilavíti brann til kaldra kola í bænum Monterrey í Mexíkó í nótt.

Forsætisráðherra Japans segir af sér-

Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, sagði af sér embætti í morgun eftir að ný frumvörp sem tengjast uppbyggingu eftir jarðskjálftann í mars fóru í gegnum þingið.

Neyðarástand í sjö ríkjum

Ríkisstjórar í sjö ríkjum Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Írenu sem búist er við að gangi yfir austurströnd Bandaríkjanna í kvöld og í fyrramálið.

Dýrt að raka á sér lappirnar

Í nýlegri rannsókn sem birt var í blaðinu Telegraph kemur fram að ein af hverjum þremur konum í Bretlandi skrúfa ekki fyrir vatnið í sturtunni á meðan þær raka á sér lappirnar en talið er að yfir 50 milljarðar lítra af vatni fari til spillis á hverju ári vegna þessa.

Þurfa að greiða 57 milljarða

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google um 500 milljónir dala, eða um 57 milljarða króna, fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. Um var að ræða lyfseðilsskyld lyf frá kanadískum lyfjaframleiðenda, en ólöglegt er að auglýsa slík lyf á netinu í Bandaríkjunum.

Með byssu á bensínstöð

Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem væri með haglabyssu á bensínstöð í Breiðholti. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til en almennir lögreglumenn sem mættu fyrstir á vettvang höfðu leyst málið áður en sveitin mætti.

Umfjöllun fjölmiðla leiðir til rannsókna

Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphallar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008.

Tekur stökk í skoðanakönnun

Verkamannaflokkurinn bætir við sig talsverðu fylgi í nýrri skoðanakönnun sem birt var í norskum fjölmiðlum í gær. Spurt var um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú.

Talin hafa gengið í veg fyrir bíl

Kona á níræðisaldri hlaut talsverða áverka, þar á meðal beinbrot, þegar ekið var á hana á gatnamótum Grensásvegar og Bústaðavegar á þriðja tímanum í gær. Ekki var vitað um tildrög slyssins síðdegis í gær en talið er að konan hafi gengið út á götuna og í veg fyrir bílinn.

Stofninn mun minni en síðustu ár

Rjúpnastofninn er mun minni í upphafi vetrar en hann hefur verið síðustu ár, samkvæmt talningu sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). „Talningarnar í vor sýndu okkur að það var mikil fækkun um allt land,“ segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur á NÍ. Hann segir slæmt tíðarfar og kulda í vor að auki hafa haft mikil áhrif á viðkomu rjúpunnar, með þeim afleiðingum að stofninn sé nú minni en hann hafi verið árum saman.

Reyna að stöðva hungurverkfall

Ríkisstjórn Indlands reynir nú að binda enda á hungurverkfall aðgerðasinnans Anna Hazare, sem hefur enst í níu daga. Ríkisstjórnin hefur kallað eftir því að allir flokkar á þingi ræði kröfur Hazares um löggjöf gegn spillingu. Hann hefur sagst munu hætta í hungurverkfallinu ef ríkisstjórnin leggur til skriflega að eftirlitsaðilar verði ráðnir yfir forsætisráðherra og dómskerfinu.

Hvetja fisksala til að sniðganga HB Granda

Bresku samtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) hvöttu í fyrradag sölumenn fisks og franskra, hins þjóðlega breska réttar, til að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Andstaðan við HB Granda er vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. Hvalur er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hlutafjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun.

Sjómenn hafna frumvarpi

Fulltrúar sjómanna hafna þeim breytingum sem stjórnvöld áforma að gera á kvótakerfinu og vilja að frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú bíður umfjöllunar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, verði vísað frá í heild sinni.

Lög leyfi nafnlausar ábendingar á netinu

„Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu.

Kæra umfjöllun fjölmiðla um hryðjuverk

Ungmenni sem komust lífs af úr Útey hinn 22. júlí hafa kært umfjöllun norska blaðsins Verdens gang til siðanefndar fjölmiðla þar í landi. Kvörtunin snýr að myndbirtingum af hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik þegar hann fór í vettvangsferð með lögreglunni í eyjuna.

Minnast sjálfstæðis Litháens

Forseti Litháens, dr. Dalia Grybauskaité, er í opinberri heimsókn hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt móttöku fyrir forsetann í gær auk þess sem hátíðarkvöldverður var haldinn á Bessastöðum í gærkvöldi.

Horfur á hækkandi verðbólgu

Ársverðbólgan stendur í stað milli mánaða og stendur í fimm prósentum eins og í júlí samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands.

Harma staðsetningu fangelsis

Bæjarstjórar sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma ákvörðun innanríkisráðherra um staðsetningu nýs fangelsis á Hólmsheiði.

Fjölbreyttir orkugjafar mögulegir

Framtíðarsýn stjórnvalda gerir ráð fyrir fjölorkustöðvum um allt land sem bjóða upp á fjölbreytta orkugjafa til hliðar við bensín og olíu. Ljóst er að til þess að það verði að veruleika þarf að gjörbylta orkudreifingu um allt land. Stjórnvöld munu ekki einblína á einn endurnýjanlegan orkugjafa, heldur styðja ýmiss konar framleiðslu.

Auðmennirnir bænheyrðir

Frakkar sem þéna yfir 500 þúsund evrur á ári, eða rúmar 80 milljónir íslenskra króna, þurfa að greiða þrjú prósent aukalega í skatt. Jafnframt er stefnt að því að skattgreiðslur vegna fjármagnstekna og fasteigna verði auknar.

Endurskoða þarf hvata og gatnakerfi

Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið.

Afar ósáttir við lausa samninga

Félagar í Félagi skipstjórnarmanna (FS) standa nú í kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara. Félagsmenn sem starfa hjá Landhelgisgæslunni og Hafró hafa verið samningslausir frá 1. apríl 2009.

Safnaði myndum af Condi Rice

Uppreisnarmenn sem náðu húsakynnum Gaddafís Líbíuleiðtoga á sitt vald á dögunum urðu heldur en ekki hissa þegar þeir fundu þar bók með fjölda ljósmynda af Condoleezu Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stjórn George W. Bush.

Hugsanlega lokað á geðsjúka

Til stendur að loka Vin á Hverfisgötunni. Þetta er fullyrt á nýstofnaðri síðu á facebook. Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Á facebook-síðu hópsins, sem stofnaður var til að koma í veg fyrir þessi áform, kemur fram að Rauði Krossinn þurfi styrk frá borginni til að halda áfram rekstri athvarfsins. Sá styrkur fáist ekki og stefnt sé að lokun nú stuttu eftir mánaðarmót.

Paul Young til Íslands

Tónlistarmaðurinn og sálarsöngvarinn Paul Young spilar ásamt hljómsveit sinni í Eldborgarsal Hörpunnar í byrjun október.

Árbæingar sorgmæddir vegna skemmdarverka

Hópur kraftmikilla Árbæinga úr Rótarýklúbbi hverfisins, sem hefur ánægju af að fegra umhverfi sitt, er dapur eftir að skemmdarvargar grýttu forláta drykkjarfont sem hópurinn hefur eytt frítíma sínum í að koma upp spottakorn frá bökkum Elliðaáa.

Börn fylgdust hugfangin með húsaflutningi

Krakkarnir á leikskólanum Dvergasteini í vesturbænum fylgdust hugfangin með þegar nýtt hús fyrir leikskólann var híft af vörubíl og látið síga niður á lóðina þar sem það verður látið standa. Húsið var flutt frá grunnskólanum í Norðlingaholti og að Ánanaustum í nótt í fylgd lögreglu. Vonast er til að það verði tekið í notkun í næsta mánuði en þar verður starfrækt leikskóladeild fyrir börn fædd árið 2009.

FIT hostel hugsanlega lokað vegna fjárskorts

Útlit er fyrir að hætta þurfi vistun hælisleitenda í Reykjanesbæ á vegum útlendingastofnunar vegna fjárskorts. Forstjóri stofnunarinnar bindur vonir sínar við að stjórnvöld geri breytingar á fjárlögum næsta árs og afgreiði aukafjárveitingu til stofnunarinnar.

Landsbankinn setur ofan í við Lilju Rafney

Forsvarsmenn Landsbankans lýsa yfir vonbrigðum með viðbrögð formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, Lilju Rafneyjar Magnúsardóttur, við umsögn bankans um fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á stjórnun fiskveiða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér.

Sjá næstu 50 fréttir