Erlent

Neðanjarðarfljót streymir undir Amasón

Brasilískir vísindamenn hafa gert merka uppgötvun en svo virðist sem risastórt neðanjarðarfljót renni rúmum fjórum kílómetrum undir sjálfu Amasón, stærsta fljóti veraldar. Fljótið hefur verið nefnt Hamza, í höfuðið vísindamanninum sem fór fyrir rannsókninni en nýja fljótið er rúmir sex þúsund kílómetrar á lengd, eða svipað langt og fljótið fræga á yfirborðinu. Greint var frá uppgötvuninni í Ríó de Janeiro á fundi Brasilíska jarðfræðifélagsins.

Vísindamennirnir telja þetta þýða að regnskógurinn í Amazón losi vatnið sem þar myndast út til hafs á tvo vegu, með Amazon og svo með Hamza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×