Fleiri fréttir

Michael Caine kaus með Brexit

Breski stórleikarinn Michael Caine kaus með Brexit í atkvæðagreiðslunni sem fram fór í júní í fyrra, eins og meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði, og ákváðu þar með að Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu.

Nunes stígur til hliðar

Ætlar ekki að koma að rannsókn bandaríska þingsins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.

Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts.

Bilun í sæstreng til Vestmannaeyja

Fyrstu mælingar benda til að staðsetning bilunar sé í sjó, um miðja vegu milli lands og Eyja. Í dag verður unnið við að staðfesta bilanastað.

Icelandair ekki gert að greiða týndan iPhone

Samgöngustofa hefur hafnað því að Icelandair verði gert að greiða skaðabætur vegna iPhone-síma sem tólf ára stúlka glataði um borð í flugvél flugfélagsins á leið frá Washington til Keflavíkur.

Meðlagsgreiðendur eignalausir og í skuld

Á Íslandi eru innheimt meðlög fyrir ríflega þrjá og hálfan milljarð á ári hverju. Árangurslaust fjárnám hefur verið reynt hjá 27 prósentum meðlagsgreiðenda á síðastliðnum fjórum árum.

Rúm fjögur þúsund kynferðisbrot tilkynnt á tíu árum

Fleiri kynferðisbrot voru skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar á síðasta ári en öll ár frá árinu 2007 að árinu 2013 undanskildu. Alls hafa samtals verið tilkynnt 4.183 kynferðisbrot á síðustu tíu árum.

Gagnrýna stjórnstöð ferðamála harðlega

Ríkisendurskoðun segir að ríkisstofnanir sem sjá um ferðamál séu í ólestri. Skörun verði á stofnunum og hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri sé að gera. Þessu vísar framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála á bug.

Rannsaka grun um mansal

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál tveggja karlmanna frá Rúmeníu en grunur leikur á að þeir séu fórnarlömb vinnumansals. Rúmenarnir höfðu samband við Rauða kross Íslands um helgina og óskuðu eftir aðstoð.

Stíað í sundur eftir 65 ára hjónaband

Þau Aðalheiður og Stefán hafa verið gift í 65 ár en fá ekki saman inni á öldrunarheimili. Framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar segir mikilvægt að aldraðir þurfi ekki að skilja að borði og sæng sökum heilsu.

Stelpur settar aftast í strætó

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir það forkastanlegt að til skuli vera kynjaskiptir skólabílar í Stokkhólmi eins og sjónvarpsstöðin TV4 hefur afhjúpað.

Útiloka mengandi iðnað í Helguvík

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa snúið baki við mengandi iðnaðaruppbyggingu. Helguvík hefur verið endurskipulögð sem grænt iðnaðarsvæði.

Valgerður tjáir sig ekki

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vill ekki tjá sig um fundinn sem Benedikt Sigurðarson greindi frá í Fréttablaðinu í gær.

Sex ISIS-liðar handteknir í Rússlandi

Sex liðsmenn, grunaðir um að reyna að lokka Rússa til liðs við Íslamska ríkið, voru handteknir í Sankti Pétursborg í gær. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa hjálpað hryðjuverkamönnum. Rússneskir miðlar greindu frá þessu í gær.

Rifist um efnavopnaárásina

Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni.

Sjá næstu 50 fréttir