Fleiri fréttir

Hetja í Þelamörk látin

Joachim Rønneberg tók þátt í hættulegri aðgerð til að spilla fyrir kjarnorkutilraunum nasista í síðari heimsstyrjöldinni.

Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir

Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það.

Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi.

Erlend félög fælast mikinn kostnað

Hár kostnaður við skráningu útibúa erlendra félaga hér á landi hefur haft þær afleiðingar að færri slík félög skrá sig hér á landi með þeim hætti.

Vantar pláss fyrir skjöl hjá Þjóðskjalasafninu

Þjóðskjalasafn Íslands hefur ekki tekið við skjölum undanfarna mánuði vegna plássleysis. Þjóðskjalavörður segir að lengi hafi legið fyrir í hvað stefndi og harmar að þessi staða sé komin upp.

Áhersla á sjálfbærni

Sjálfbærni verður leiðarljós formennskuáætlunar Íslands í Norðurskautsráðinu.

Afsláttur gefinn eftir fjölda fylgjenda á Instagram

Vinsældir fólks á samfélagsmiðlum gætu farið að hafa áhrif á hversu mikið þú borgar fyrir mat og önnur lífsgæði. Það er að minnsta kosti tilfellið á Shushibar í Milanó sem veitir fólki afslátt eftir því hve marga fylgjendur það hefur á Instagram.

Óhrædd við að fara gegn flokkslínum

Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum.

Festi kaup á hjóli sem útbúið er eins og bíll

Skúli Guðbjarnarson festi á dögunum kaup á fyrsta hjóll landsins, en um er að ræða blöndu af hjóli og bíl. Á hjólinu eru 28 gírar og kemst það upp í 100 kílómetra hraða á klukkustund. Um 5 þúsund sambærileg hjól eru til í heiminum og er umrætt hjól það fyrsta hér á landi.

Hyggst leggja fram frumvarp vegna lögbanns á deilisíður

Þingmaður Pírata segir dómstóla ekki skilja internetið en Hæstiréttur staðfesti í vikunni lögbann á deilisíður. Hann segir dóminn vonda framfylgni á slæmri útfærslu á höfundaréttarlögum og hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um málið.

Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó

Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna.

„Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“

Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst.

Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps

Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins.

Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis

Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda.

Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu.

Segir hagsmunasamtök stjórna landinu

Formaður Flokks fólksins segir Alþingi allt of oft einkennast af hagsmunagæslu þingmanna, en að hennar mati leynast innan veggja þingsins alls staðar leyndarmál. Hún segir hagsmunasamtök í raun stjórna landinu.

Sjá næstu 50 fréttir