Fleiri fréttir

I­vanka Trump sögð í­huga feril í stjórn­málum

Ivanka Trump, dóttir fráfarandi Bandaríkjaforseta, og eiginmaður hennar Jared Kushner eru nú að festa kaup á eign í Flórída-ríki samkvæmt heimildarmanni CNN. Er ástæðan meðal annars sögð vera bollaleggingar Ivönku um mögulegan feril í stjórnmál.

Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi

Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn.

Tónlistarskóli Rangæinga slær í gegn á netinu

Mikil ánægja er með framtak Tónlistarskóla Rangæinga, sem streymir níu jólatónleikum nemenda skólans nú í desember. Fiðlusveit skólans, sem átti að fara til Reykjavíkur á morgun og spila á þremur stöðum verður í stað þess í skólahúsnæðinu á Hvolsvelli þar sem allur heimurinn getur fylgst með hópnum spila í gegnum netið.

Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi

Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá.

Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag

Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag.

Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smituðum muni fara fjölgandi á næstu dögum miðað við fregnir af fjölda samkvæmum og hópamyndunum. Mikla óþreyju megi finna meðal almennings. Við fjöllum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sjö innan­lands­smit og öll í sótt­kví

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is  Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar.

Erfitt að með­taka að hún væri í of­beldis­sam­bandi

Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst.

Smitstuðullinn nú undir einum

Smitstuðull er nú undir einum, samkvæmt rýni vísindamanna Háskóla Íslands sem birt var á föstudag. Fjöldi smitaðra fylgir nýrri sviðsmynd frá 26. nóvember - en tölurnar síðustu daga geta þó enn leitt af sér veldisvísisvöxt.

Milt í veðri og hlýjast sunnan heiða

Nokkuð mildu veðri er spáð á landinu í dag og er hiti á bilinu 3 til 9 stig. Þó má búast við auknu afrennsli á Suðausturlandi og Austfjörðum þar sem talsverðri rigningu er spáð, með tilheyrandi vatnavöxtum. Fólk er því beðið um að huga að niðurföllum til þess að forðast vatnstjón.

Samnings­aðilar svart­sýnir fyrir loka­daginn

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga.

„Ísland vill sýna gott fordæmi“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.

Íranskur blaða­maður tekinn af lífi

Blaðamaður sem sakaður var um að hafa ýtt undir borgaralega óhlýðni var tekinn af lífi í Íran í dag. Amnesty International segir að hann hafi verið fórnarlamb ósanngjarnra réttarhalda sem hafi stólað á játningu sem þvinguð var upp úr honum.

Telja hundruð mennta­skóla­nema í haldi víga­manna

Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn.

Vel brýndir hnífar skipta öllu máli í eldhúsinu

„Hnífur er ekki sama og hnífur“, segir hnífabrýnslumaður í Þorlákshöfn, sem leggur áherslu á vel brýnda hnífa því hnífar, sem bíti illa séu miklu hættulegri en vel brýndir hnífar. Leðurbelti spilar stórt hlutverki við brýningu hnífa.

Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf

Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf.

Staðfestir það sem samtökin óttuðust

Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot.

Dómari á launa­skrá hjá máls­aðila

Synjun Hæstaréttar um áfrýjunarbeiðni Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík hefur verið felld úr gildi. Það var gert vegna þess að einn dómaranna sem afgreiddi synjuninna er einnig kennari við HR.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir hefur miklar áhyggjur af komandi vikum með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Lítið þurfi út af að bregða á áhættutímum sem nú fara í hönd. Veiran hefur skotið upp kollinum í þremur skólum í Reykjavík.

Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi

António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum.

Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna

Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“

Veiran fannst í þremur skólum

Í síðustu viku fóru nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví eftir að veiran greindist þar í síðustu viku. 10 kennarar og um tólf nemendur í Hagaskóla eru komnir í sóttkví eftir að veiran greindist í nemendum. Þá eru nokkrir bekkir Austurbæjarskóla í sóttkví eftir að kennari greindist með smit í gær. 

„Ekkert ófremdarástand í gangi“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem kvartað var undan hávaða út heimahúsi. 

Mætt aftur á Austurvöll til að mótmæla

Mótmælendur sóttvarnaaðgerða eru samankomnir á Austurvelli til þess að lýsa yfir andstöðu við sóttvarnaaðgerðir. Þetta eru ekki fyrstu mótmælin, en vika er síðan hópurinn mótmælti síðast. 

Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt.

Tvö hundruð ný störf í Ölfusi í kringum laxeldi

Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Ölfusi þar sem allt snýst um lax og laxeldi því nú er í undirbúningi laxeldisverkefni upp á fimmtíu þúsund tonn, sem þýða útflutningsverðmæti upp á fimmtíu milljarða króna á ári.

Sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði í að rannsaka aflandsviðskipti

Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði til þess að rannsaka aflandsviðskipti Samherja. Þar vísaði hann til greiðslna félagsins inn á reikninga félagsins Tundavala í Dúbaí, en félagið er skráð á einn þeirra manna sem er grunaður um að þiggja mútur frá Samherja.

„Þetta er áhættutími“

Sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins hér á landi ágæta en nú fari í hönd mikill áhættutími tengdur aðventunni. Fólk þurfi að passa sig vilji það ekki verja jólunum í veikindi

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við sóttvarnalækni um stöðu kórónuveirufaraldursins á þriðju helgi aðventu en fimm greindust með veiruna innanlands í gær.

Sjá næstu 50 fréttir