Fleiri fréttir

Theo­dóra leiðir lista Við­reisnar í Kópa­vogi

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mun leiða lista Viðreisnar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. Listinn var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi.

Bein útsending: Umhverfisráðstefna Gallup 2022

Umhverfisráðstefna Gallup og samstarfsaðila fer fram í dag, fimmta árið í röð. Á ráðstefnunni verða meðal annars kynntar niðurstöður nýrrar könnunar meðal Íslendinga um viðhorf og hegðun í tengslum við umhverfismál og loftslagsbreytingar.

Ingó segist ekki hafa neinu að tapa lengur

Síðasta tæpa ár hefur reynst Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni þungbært en hann hefur setið undir ásökunum um margvíslegt kynferðislegt ofbeldi. Ingólfur vísar ásökunum alfarið á bug og hefur nú skrifað grein þar sem hann fer ítarlega yfir sína hlið mála.

Búa sig undir mikið óveður

Íbúar í Louisiana, Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum hafa verið varaðir við miklu óveðri sem er að skella á ríkin eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Texas. Óttast er að sterkir skýstrokkar myndist víða.

Víða rigning en slydda og snjó­koma fyrir norðan

Veðurstofan spáir suðlægri átt, þrír til tíu metrar á sekúndur í dag, en á Vestjförðum má reikna með að allhvöss norðaustanátt verði ríkjandi. Spáð er rigningu eða súld með köflum en slyddu eða snjókomu fyrir norðan.

Segir heil­brigðis­þjónustu á lands­byggðinni ó­á­sættan­lega: „Risa­­stórt vanda­­mál sem við höfum aldrei náð að bæta“

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ljóst að áskoranir séu til staðar á landsbyggðinni þegar kemur að heilbrigðisþjónustu en segir að allir geti sótt sér þjónustu óháð staðsetningu. Þingmaður Pírata segir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hafa hrakað gríðarlega undanfarin ár og að málaflokkurinn ætti að vera í forgangi hjá stjórnvöldum.

Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn

Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu.

Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan

Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan.

Samdi um bætur vegna handtöku í Gleðigöngunni

Íslenska ríkið hefur komist að sátt við Elínborgu Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin í Gleðigöngunni árið 2019. Ríkið greiðir henni tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur, en hún ætlar að láta þær renna til góðra málefna.

Aldís og Guðrún eru lambadrottningarnar í Skarði

Gimbrarnar Aldís og Guðrún eru lambadrottningar á bænum Skarði í Landsveit en þær komu í heiminn í gær þegar það var vorjafndægur. Skarð er stærsta fjárbú á Suðurlandi með um ellefu hundruð fjár. Um átján hundruð og fimmtíu lömb munu fæðast á bænum í vor.

„Við erum með þingmeirihluta sem treystir ekki þjóðinni“

Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa lagt fram tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Formaður Viðreisnar segir mikilvæga hagsmuni í húfi en þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir vilja Alþingis til aðildarumsóknar liggja fyrir. Formaður Viðreisnar segir það miður að þingmeirihluti treysti ekki þjóðinni.

Einhugur hjá Sjálfstæðismönnum þrátt fyrir ólíkar skoðanir

Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni segir lista flokksins starfa af einhug fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor þrátt fyrir ólíkar skoðanir innan hans. Tvær ungar konur voru kjörnar í forystu í prófkjöri um helgina sem marki söguleg tíðindi.

Vara­söm gatna­mót þar sem bana­slys varð í Garða­bæ

Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í febrúar í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sennilega ekki gert sér grein fyrir því að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjærakreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Minnst átta létust í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í gærkvöldi. Íslendingur í borginni segir að hryllingurinn sem fylgi stríðinu í landinu sé farinn að hafa veruleg áhrif á borgarbúa. Varnarmálaráðherra Úkraínu segir Rússa fremja þjóðarmorð í Maríupól. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá ráðhúsinu þar sem ljóðskáld verða í kvöld með upplestur til styrktar hjálparstarfs í Úkraínu.

Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað

Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. 

Covid-smituðum á Landspítalanum fækkar

Covid-smituðum á Landspítala fer fækkandi en sjötíu og tveir eru nú inniliggjandi með veiruna, þar af eru fjórir á gjörgæslu og einn í öndunarvél.

Oxy-notkun Íslendinga eykst og fimmta hver kona notar ópíóíða

Ávísunum ópíóíða hefur fjölgað milli síðustu tveggja ára, í fyrsta sinn síðan árið 2017. Fleiri leystu út lyfjaávísanir á ópíóíða í fyrra heldur en árið 2020 og meirihluti leysti út oftar en einu sinni. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða.

Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Face­book

Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust.

Lýsir svakalegri sprengingu um fimmleytið

Úkraínumenn höfnuðu í morgun kröfu Rússa um að leggja niður vopn í Mariupól og láta borgina af hendi. Minnst sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í nótt, þar sem útgöngubanni verður komið á í kvöld. Íslendingur í Kænugarði segir borgarbúa enn þá fulla baráttuanda, þrátt fyrir nær linnulausar sprengingar.

Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið

Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19.

Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir

„Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í Óskari Hallgrímssyni í Kænugarði en árásir Rússa á höfuðborg Úkraínu og fleiri borgir í landinu halda áfram.

„Langar mest að gráta“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum.

Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni

Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni.

Má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð vegna Covid

Heilu hverfunum í stórborgum Kína hefur verið lokað af vegna ómíkron bylgju sem ríður yfir landið og ógnar markmiðum um að koma algjörlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Íslensk kona í Shanghai má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð og segir engan í kringum sig hafa smitast af covid.

Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga

Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga.

Sjá næstu 50 fréttir