Fleiri fréttir

Tímamótasamkomulag í höfn

Húsnæði fyrir rúmlega  9.000 íbúa mun rísa í Blikastaðalandi í Mosfellsbæ á næstu árum, en nú eru íbúarnir um 13.500. Í morgun var undirritað samkomulag landeiganda og sveitarfélags um uppbyggingu á stærsta óbyggða landsvæði á höfuðborgarsvæðinu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram umfjöllun um vaxtahækkun Seðlabankans og horfurnar í íslensku efnahagslífi.

Tveir listar reyna að rjúfa sjálf­stæðis­múrinn á Nesinu

Oddvitar þeirra þriggja framboða sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi mæta í Pallborðið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Bærinn hefur verið undir stjórn Sjálfstæðisflokksins áratugum saman en nú telja önnur framboð meiri möguleika en oft áður að ná meirihluta í komandi kosningum.

Varað við norðvestan snjóhríð

Gular viðvaranir eru í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðausturlandi. Veðurstofan varar við norðvestan snjóhríð og hvassviðri.

Meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum eru börn

Innleiða á sérstakt áhættumat til að tryggja betur öryggi barna gegn kynferðisbrotum fullorðinna. Rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar sitja tveggja daga vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum til að undirbúa þróun forvarnaviðbragða og forgangsröðunar mála.

Bretar ganga til sveitar­stjórna­kosninga í dag

Bretar ganga til sveitarstjórnakosninga í dag rétt eins og Íslendingar eftir rúma viku. Í Englandi eru 4.360 sæti í boði í 146 sveitarstjórnum auk þess sem kosið er um borgarstjóra víða.

Vaktin: Sökktu Moskvu með hjálp Bandaríkjanna

Úkraínuher hefur tekist að fella fjölda rússneskra herforingja með því að nýta upplýsingar frá öryggisyfirvöldum í Bandaríkjunum. Upplýsingarnar hafa meðal annars snúið að staðsetningu færanlegra höfuðstöðva Rússa í Úkraínu.

„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“

Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ætlað sér að yfirgefa Johnny Depp, fyrrverandi eiginmann hennar, eftir að hann sló hana fyrst utan undir. Hann hefði þó beðið hana afsökunar og heitið því að beita hana aldrei ofbeldi aftur.

„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu

Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot.

„Það er ekkert plan B“

Bandarískur áhrifavaldur segir það hafa verið mikið áfall að vera synjað um dvalarleyfi á Íslandi en henni hefur verið gert að yfirgefa landið innan mánaðar. Hún er þó vongóð um farsæla lausn og segir ekkert annað koma til greina en líf á Íslandi.

Hafa fundað inni á klósetti vegna aðstöðuleysis

Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Deildarstjóri segir ástandið reyna á alla og að óvissa sé varðandi skólahaldið í haust.

Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun

Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 

Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga

Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum.

Akur­eyringar ekki eins fer­kantaðir og margir halda

Snorri Ásmundsson myndlistarmaður og frambjóðandi er ánægður með þá stöðu sem er að myndast en nú lítur allt út fyrir að hann nái inn í bæjarstjórn Akureyrar sem oddviti Kattaframboðsins.

Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum

Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað.

Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag.

Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu

Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi.

„Auðvitað eiga menn að mæta sem best“

Frá­farandi odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins segir að hver og einn borgar­full­trúi beri sjálfur á­byrgð á eigin mætingu á borgar­stjórnar­fundi en minnir á mikil­vægi þess að mæta sem best. For­seti borgar­stjórnar bendir á að kosninga­bar­átta falli ekki undir lög­mæt for­föll.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra en Peningastefnunefnd ákvað í morgun að hækka stýrivexti um eitt prósentustig.

Segir borgarfulltrúa á alltof háum launum

Eva Lúna Baldursdóttir, sem var varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í átta ár, heldur því fram að borgarfulltrúar séu á alltof háum launum. Starfið sem þeir gegni sé í raun afar þægileg innivinna þegar allt kemur til alls.

Sjá næstu 50 fréttir