Fleiri fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi.

Lík­legt að vinstri­menn felli meiri­hluta Macron

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi.

Mikið í húfi fyrir Macron í þing­kosningunum í dag

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni.

Drónar nýttir til að flytja lyf og sýni á Grænlandi

Grænlensk heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við danska sjúkraflutningafyrirtækið Falck hyggjast á næstu mánuðum prófa notkun dróna við að flytja lyf og greiningarsýni milli byggða á Grænlandi. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvernig drónar geta styrkt heilbrigðiskerfið á stöðum þar sem innviðir eru áskorun og langt er í næsta sjúkrahús en landið er án vegakerfis.

Uffe Ellemann-Jensen látinn

Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og formaður flokksins Venstre, er látinn. Hann átti lengi í baráttu við krabbamein og var áttræður þegar hann lést.

Vestfirðingar treysta á ekkert lúsmý í sumar

Það er meira en brjálað að gera hjá starfsfólki Vestfjarðarstofu að skipuleggja sumarið fyrir ferðamenn og aðstoða þá á ýmsan hátt, enda búist við metári í fjölda ferðamanna á svæðinu í sumar. Stofan vinnur líka að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við byggðaþróun sem og atvinnuþróun á Vestfjörðum.

Skar mann á fæti með brotinni flösku

Maður réðst á dyravörð í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og skar hann á fæti með brotinni flösku, að sögn lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Allt að 22 stiga hiti í dag

Í dag er spáð suðvestanátt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, hvassast norðvestanlands. Gert er ráð fyrir rigningu með köflum í flestum landshlutum. Byrjar fyrst að rigna vestantil fyrir hádegi en ekki fyrr en síðdegis austanlands. Hiti tíu til 22 stig, en hlýjast fyrir austan.

Milljónir manna heimilis­laus eftir gríðarleg flóð

Milljónir manna eru heimilislaus og 18 látnir eftir gríðarmikil flóð í Bangladess og norðausturhluta Indlands. Herir beggja landa hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem er strandað vegna flóðanna. Búist er við því að rigningin haldi áfram út helgina.

Há­­tíða­höld vegna kven­réttinda­­dagsins

Sunnudaginn 19. júní, er haldið upp á kvenréttindadaginn. Af því tilefni verður blómsveigur lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallarkirkjugarði og sama dag heldur Kvennaheimilið Hallveigarstaðir upp á 55 ára afmæli hússins.

Undrun og von­brigði innan OECD með fram­gang Sam­herja­málsins á Ís­landi

Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé nánast vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann tekur þó fram að hann vanmetur ekkert land. Hópurinn hefur fylgst með framvindu málsins og krefst nú svara frá yfirvöldum á Íslandi vegna afskipta lögreglu af blaðamönnum.

Sam­göngur við sunnan­verða Vest­firði séu tifandi tíma­sprengja

Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun.

Ein­stak­lingur greindur með berkla á Land­spítalanum

Einn einstaklingur greindist með berkla á Landspítalanum fyrir helgi, samkvæmt Má Kristjánssyni, yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Líklegt þykir að um fjölónæma berkla sé að ræða en þó sé ekkert tilefni til að hafa áhyggjur. Brugðist hefur verið við með viðunandi lyfjameðferð og einangrun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum segir að það sé hálfvandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hópurinn hefur fylgst með framvindu málsins og krefst nú svara frá yfirvöldum á Íslandi vegna afskipta lögreglu af blaðamönnum.

Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu

Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu.

Biden datt af hjóli

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, datt af hjóli sínu í Delaware í dag. Ekki virðist forsetinn hafa hlotið nein meðsli af en nokkur hræðsla virðist hafa gripið um sig á staðnum enda forsetinn kominn á virðulegan aldur.

Skógareldar loga um allan Spán

Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni.

Al­gjör­lega ó­boð­legt að leggja líf fólks í hættu

Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi.

Hungursneyð í uppsiglingu vegna stríðsins

Árásir Rússa í Úkraínu hafa gert það að verkum að hluti heimsins stendur frammi fyrir hungursneyð, að mati talsmanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá hrakförum ferjunnar Baldurs, sem varð vélarvana á Breiðafirði fyrr í dag með yfir hundrað farþega um borð. Rætt verður við Ásgrím Ásgrímsson, sem stýrir aðgerðum Landhelgisgæslunnar, í beinni útsendingu.

Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð

Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks.

Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan.

„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna“

Jón Már Héðinsson, sem lætur nú af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, sagði á brautskráningu skólans í dag að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í skólanum, enda væru lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna.

„Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“

Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt.

Egill Thorarensen komin á stall á Selfossi

Stytta af Agli Thorarensen hefur verið sett á stall á torginu í miðbæ Selfoss en Egill var mikill athafnamaður á Suðurlandi í áratugi og ruddi Selfoss braut, sem höfuðstað Suðurlands og Þorlákshöfn, sem hafnarbæ.

Heiður fyrir pólska sam­fé­lagið á Ís­landi

Sylwia Zajkowska er fjallkonan árið 2022. Hún flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Sylwia er pólsk og segir það mikinn heiður að hafa fengið að gegna hlutverki fjallkonunnar.

Braut­­­­skráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA

Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi.

For­seti sæmdi fjór­tán fálka­orðu

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

For­eldrum brugðið þegar hoppu­kastali tæmdist

Rafmagni sló út með með þeim afleiðingum að hoppukastali í Hljómskálagarðinum tæmdist af lofti. Að sögn sjónarvotta var börnum og foreldrum þeirra nokkuð brugðið en viðburðastjóri hjá Reykjavíkurborg segir engin börn hafa verið í hættu.

Rúss­neskt her­skip sigldi í tví­gang inn í danska land­helgi

Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Skipið var á siglingu í norðurhluta Eystrasaltsins nærri dönsku eyjunni Bornholm. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var fjöldi danskra þingmanna og athafnafólks á eyjunni vegna lýðræðishátíðar sem fer þar fram um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir