Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfu drengs með heilalömun Íslenska ríkið var sýknað af kröfu fatlaðs drengs um skaða- og miskabætur vegna bótaskyldra mistaka heilbrigðisstarfsmanns eftir að móðir hans greindist með meðgöngueitrun. Foreldrarnir lögðu fram bótakröfuna fyrir hönd sonar þeirra sem fæddist með heilalömun, cerebral palsy, og er hann metinn 70% öryrki. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af bótakröfunni, sem nam tæpum 44 milljónum. Að mati dóms var „grundvallaratriðum læknisskoðunar" ekki sinnt við skoðun konunnar áður en meðgöngueitrunin var greind. Þar sem hins vegar er ekki hægt að fullyrða að veikindi drengsins megi rekja beint til þessarar ófullnægjandi læknisskoðunar er ríkið sýknað. Fjórar merkur við fæðingu Forsaga málsins er sú að sonurinn var tekinn með keisaraskurði eftir 28 vikna meðgöngu vegna alvarlegrar meðgöngueitrun móður. Drengurinn vó þá aðeins 976 grömm, eða tæpar fjórar merkur. Hann fæddist árið 1999 og er því 12 ára í dag. Foreldrarnir halda því fram að starfsmaður heilsugæslunnar hafi vanrækt að leggja móðurina þegar í stað inn á sjúkrahús eftir að hún greindist með meðgöngueitrun, til að hún fengið viðeigandi eftirlit og meðferð. Íslenska ríkið hafnar því hins vegar að nokkurri bótaskyldu sé til að dreifa, auk þess sem krafan sé fyrnd, en lögmaður ríkisins miðar 10 ára fyrningartíma við fæðingu drengsins og því sé kröfuréttur fyrndur þegar málið var höfðað. Krafan ekki fyrnd Í niðurstöðu dóms segir að við fæðingu drengsins hafi ekki verið ljóst hverjar horfur hans voru. Það hafi komið í ljós þegar leið á fyrsta árið að fyrirburafæðingin og veikindin sem fylgdu höfðu valdið honum skaða, og á næstu árum hafi síðan komið í ljós hversu alvarlegur skaðinn varð. Því sé ekki eðlilegt að miða upphaf fyrningarfrests við fæðingu drengsins. Mat dómsins er þar með að krafan hafi ekki verið fyrnd. Ófullnægjandi læknisskoðun Ennfremur kemur fram í niðurstöðu dóms að ef grundvallaratriðum mæðraskoðunar hefði verið sinnt þegar eftir því var leitað hefði sjúkdómurinn líklega verið greindur tveimur til þremur dögum fyrr. Það er álit dómsins að læknisskoðun sem var framkvæmd, áður en meðgöngueitrunin kom í ljós, hafi verið ófullnægjandi og „grundvallaratriðum læknisskoðunar" ekki sinnt. Ekki orsakatengsl Þá segir í dómi: „Hins vegar bendir ekkert til þess, þótt meðgöngueitrunin hefði þá komið í ljós og innlögn átt sér stað að það hefði einhverju breytt um árangur meðferðar eða komið í veg fyrir fyrirburafæðingu. Styðst það við þau læknisfræðilegu álit, sem fyrir liggja í málinu. Veikindi og fötlun C verður rakin til fyrirburafæðingar hans og þeirra veikinda sem fylgdu í kjölfarið en ekki vegna tafar sem varð á greiningu meðgöngueitrunar móður. Að þessu virtu verður ekki talið að orsakir veikinda stefnanda sé unnt að rekja til ófullnægjandi læknisskoðunar fæðingalæknisins á (...) eða annarrar háttsemi starfsmanna NN. Verður því fallist á með stefnda að skilyrði bótareglna um orsakatengsl og sennilega afleiðingu séu ekki fyrir hendi. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda í málinu." Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp dóminn ásamt meðdómsmönnunum Berglindi Steffensen og Ragnheiði Bjarnadóttur, sérfræðingum í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. 20.5.2011 10:35 Rauði krossinn fær nýja sjúkrabíla Rauði kross Íslands hefur fengið afhenta fjóra nýja sjúkrabíla af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter. Breytingarvinna og smíði inn í bílunum var unnin af Sigurjóni Magnússyni á Ólafsfirði í samstarfi við Rauða krossinn og sjúkraflutningamenn. 20.5.2011 10:21 Skýrslur í salt þegar ölvaðir aka á staura Ökumenn í Reykjavík valda miklu tjóni með því að aka á umferðarljós og ljósastaura. Stundum reynist erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir gatnadeild borgarinnar að ná til þeirra. 20.5.2011 10:00 Evrópubúar sameinist gegn kynbundnu ofbeldi Auglýst er eftir framlögum þessa dagana í samevrópska auglýsingakeppni sem miðar að því að uppræta hvers kyns ofbeldi gegn konum. Í fyrstu verðlaun eru fimm þúsund evrur sem jafngilda 824 þúsund krónum. Að keppninni stendur UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fyrir Vestur-Evrópu, í samvinnu við jafnréttisstofnun SÞ en skilafrestur í hana rennur út 31. maí. 20.5.2011 10:00 Þriðjungur orðið fyrir kynferðisofbeldi Könnun um kynferðisofbeldi gegn börnum hér á landi leiðir í ljós að 35 prósent stúlkna og 17,8 prósent drengja hafa orðið fyrir ofbeldi af því tagi. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur rannsakað þessi mál, meðal annars bakgrunn, afleiðingar og verndandi þæt 20.5.2011 08:30 Kaupa þarf hreinsibúnað ef ný tækni skilar engu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir heilsufarsógn stafa frá brennisteinsvetni frá jarðhitavirkjunum og gagnrýnir nýja frummatsskýrslu vegna jarðhitanýtingar á Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur metur fjárfestingarkostnað við nýjan hreinsibúnað í Hellisheiðarvirkjun á allt að tíu milljarða og gerir tilraunir með nýja tækni. 20.5.2011 08:00 Skólaárið verður tíu dögum styttra „Auðvitað er þetta skerðing á þjónustu en ekki svo mikil að fólk telji hana óásættanlega,“ segir Magnús Jóhannsson, formaður fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, um þá ákvörðun að stytta skólaárið í grunnskólum sveitarfélaganna um tíu daga. 20.5.2011 08:00 Reynt að girða fyrir spillingu þingmanna Alþingismönnum verður gert óheimilt að taka þátt í afgreiðslu mála sem varða sérstaka og verulega hagsmuni þeirra eða einhverra þeim nákomnum, ef tillögur stjórnlagaráðs ná fram að ganga. 20.5.2011 07:30 Kerfisbreyting bíður haustsins Tvö frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnun fiskveiða voru lögð fram á Alþingi í gær. Aðeins er stefnt á að afgreiða minna frumvarpið áður en þingmenn fara í sumarfrí. 20.5.2011 07:30 Slydda og snjóél á Akureyri Slydda var á Akureyri í nótt og snjóél undir morgun. Ekki hefur þó myndast hálka á götum. 20.5.2011 07:26 Fjögur innbrot tilkynnt til lögreglunnar Fjögur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þjófarnir komust undan í öllum tilvikum. 20.5.2011 07:24 Engan sakaði í öflugri sprengingu á Grundartanga Engan sakaði þegar öflug sprenging varð í einum af þremur ofnum Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í gærkvöldi, en húsið var rýmt í skyndingu og kallað var á slökkvilið, samkvæmt neyðaráætlun. 20.5.2011 07:13 Meira svigrúm veitt í héraði Samkvæmt nýjum tillögum innan framkvæmdastjórnar ESB verður sveitarfélögum, borgum og héruðum innan sambandsins auðveldað að styrkja og niðurgreiða verkefni í heimabyggðinni. Styrkir til minni verkefna, svo sem byggingar sundlauga, verða þá ekki litnir sömu augum og ríkisstyrkir. 20.5.2011 06:00 Tólfti skógurinn verður opnaður í sumar Skógræktarfélag Íslands hefur gert samstarfssamning við Arion banka um verkefnið Opinn skóg, auk útgáfu og kynningu á skógræktarsvæðum á Íslandi. Skrifað var undir samninginn, sem er til þriggja ára, síðdegis í gær. 20.5.2011 05:15 60 milljónum króna úthlutað til rannsóknartengdra verkefna Fyrr í dag fengu 15 doktornemar við Háskóla Íslands úthlutað samtals 60 milljónum króna í styrki úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands. Við athöfn í Hátíðasal háskólans kom enn fremur fram að síðar á árinu verður aftur úthlutað úr sjóðnum þannig að heildarúthlutun á árinu mun nálgast 100 milljónir króna. 19.5.2011 20:10 Áhrif losunar brennisteinsvetnis á loftgæði tekin mjög alvarlega „Ég harma þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í svona veigamiklu máli,” segir Kristín Soffía Jónsdóttir formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í tilefni af frummatsskýrslu Mannvits um nýtingu jarðhita við Gráuhnúka. „Neikvæð áhrif á umhverfi borgarbúa ber að taka mjög alvarlega og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ber að tryggja öruggt og heilnæmt umhverfi og það ætlar nefndin að gera,” segir Kristín Soffía í frétt á vef Reykjavíkurborgar. 19.5.2011 19:25 Þreyttur á að börnum sé beitt í kjarabaráttu Velferðarráðherra segist vera þreyttur á því að stjórnmálamenn noti börn til að berjast fyrir hagsmunum og kjarabaráttu einstakra starfsstétta. Heit umræða skapaðist um tannlæknaþjónustu fyrir börn efnaminni foreldra á Alþingi í dag. 19.5.2011 18:56 Samtök ferðaþjónustunnar uggandi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Ef kjarasamningar nást ekki við flugumferðarstjóra á næstu dögum gæti komið til allsherjaryfirvinnubanns. Samtök ferðaþjónustunnar eru uggandi. 19.5.2011 18:45 Óeðlileg inngrip ráðherra "Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunnar verði fimm í stað sjö. Um óeðlileg inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag. 19.5.2011 17:57 Leita að fornleifum við Landspítalann Fornleifavernd ríkisins hófst í dag handa við að kanna hvort einhverjar fornleifar finnist á byggingarlóð nýja Landspítalans, nánar til tekið á túninu fyrir framan gamla spítalann. Þar stóð býlið Grænaborg í tæpa öld, eða frá því um 1830 þar til Landspítalinn var byggður árið 1928. Fjallað er um málið á vef nýja Landspítalans. 19.5.2011 17:14 Kona í blackout-i kastaði bjórglasi í lögreglukonu Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag konu til að greiða 100 þúsund krónur í skaðabætur fyrir að kasta glerglasi í höfuð lögreglukonu á skemmtistaðnum 800 bar á Selfossi árið 2009. 19.5.2011 16:51 Sýknaður af því að kasta manni fram af svölum Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir karlmanni sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrri sérstaklega hættulega líkamsárás í Vogunum árið 2009. Maðurinn var dæmdur í átján mánaða fangelsi árið 2010 fyrir að hafa veist að karlmanni á heimili hans ásamt fjórum öðrum karlmönnum. 19.5.2011 16:50 Sýknaður af því að misnota dóttur sína Hæstiréttur Íslands staðfesti sýknudóm gagnvart karlmanni sem var ákærður fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega háttsemi gagnvart dóttur sinni og um leið notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegra annmarka á árunum 2005 til 2008. 19.5.2011 16:39 Skelfiskurinn frá Stykkishólmi ekki eitraður Símon Sturluson, sem er í forsvari fyrir Íslenskar Bláskeljar ehf. á Stykkishólmi, vill koma því á framfæri að skelfiskurinn sem hann sendir frá sé 100 prósent öruggur til neyslu. 19.5.2011 16:29 Segja aðferðafræði í skólakönnun meingallaða „Aðferðafræðin sem Pawel beitir er meingölluð og hafa skólameistarar ýmissa framhaldsskóla, sem og menntamálaráðherra, dregið stórlega í efa hversu góður mælikvarði á gæði skólastarfs þessi könnun sé," segir í grein sem starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands hefur ritað vegna mats á gæðum skólastarfs sem stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek vann fyrir Frjálsa verslun. Samkvæmt matinu er VA á botni listans, í 32. sæti. 19.5.2011 16:28 Talsvert kvartað yfir taumlausum hundum Hundaeftirlitið hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur minnir á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu. Talsvert er kvartað yfir að hundeigendur fari ekki eftir þessum reglum og að óþægindi, hræðsla og jafnvel hætta skapast af þeim sökum eins og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 19.5.2011 16:22 Reka bestu vefverslun Danmerkur Vefsíðan Billetlugen.dk, þar sem fimm Íslendingar starfa, var valin besta vefverslun Danmerkur þegar vefverðlaunin E-Handelprisen voru afhent fyrir skömmu. 19.5.2011 15:00 Vara við eitruðum kræklingi Matvælastofnun varar almenning eindregið við því að tína og neyta kræklings úr Hvalfirði, Eyjafirði og Steingrímsfirði þessa stundina. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að nýlega hafi greinst lömunareitrun PSP í kræklingi úr Eyjafirði og Steingrímsfirði en í sýnum sem tekin voru reyndist eitrið vera yfir viðmiðunarmörkum. Því varar stofnunin sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði og Steingrímsfirði. 19.5.2011 14:56 Af hverju 21. maí 2011? Mikið hefur rætt um boðaðan heimsendi 21. maí næstkomandi. Hópur frá Bandaríkjunum, sem kallar sig FamilyRadio.com, hefur auglýst í fjölmiðlum hér á landi að heimurinn muni farast á laugardaginn. En hvernig fær hópurinn út dagsetninguna 21. maí 2011 út? 19.5.2011 14:40 Átta smíðavellir í borginni Átta smíðavellir verða starfræktir í borginni í sumar í viðbót við það sumarstarf sem þegar hefur verið auglýst á Sumarvef ÍTR. Smíðavellirnir sem eru fyrir börn á aldrinum 9-13 ára, fædd 1998-2002, verða við Ársel, Rimaskóla, Hólmasel, Miðberg, Breiðholtsskóla, Háteigsskóla, Melaskóla og Álftamýrarskóla. Flestir vellirnir hefja starfsemi 6. júní og standa yfir í 3-5 vikur. Skráningargjaldið er 1000 kr. og skráning fer fram á Rafrænni Reykjavík. <http://www.rafraen.reykjavik.is/>. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í sumar verði nóg framboð af afþreyingu í Reykjavík fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR) býður auk smíðavallanna upp á sumarfrístund fyrir 6-9 ára börn, fædd 2001- 2004, á frístundaheimilum, sumarsmiðjur fyrir 10-12 ára börn, fædd 1998 - 2000, og sumaropnun í félagsmiðstöðvum fyrir 13-16 ára unglinga, fædda 1995-1997. Að auki býður ÍTR upp á siglinganámskeið og klúbba í Siglunesi fyrir 9 ára og eldri, sem og bátaleigu fyrir alla fjölskylduna. Dýranámskeiðin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum standa til boða fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. Skráning er hafin á <http://rafraen.reykjavik.is/pages/> 19.5.2011 14:37 Sprengiefnið lá í jörðinni í fimm ár „Það hefði þurft að slá góðan dræver til þess að enda þarna,“ segir Steinn Ólafsson, vallastjóri Hlíðavallar, sem er golfvöllur Kjalar í Mosfellsbæ, en það var hann ásamt gröfumanni sem fundu talsvert magn af dýnamíti í gamalli námu ÍAV nærri golfvellinum. 19.5.2011 14:00 Saltsýruleki hjá Becromal - slökkvilið dælir Gat kom á saltsýrutank í verksmiðju Becromal á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri er ekki talin hætta á ferðum og hafa engin slys orðið á fólki. Slökkvilið vinnur að því að dæla saltsýru úr leka tankinum í annan heilan. Saltsýran er geymt í sérstöku húsi við hliðina á verksmiðjuhúsinu. Undir tankinu er síðan þró sem var sérstaklega gerð til að taka við ef tankurinn færi að leka. Starfsfólk Becromal fór allt út úr húsinu þegar lekinn uppgötvaðist og hafði samband við slökkvilið. 19.5.2011 13:08 Varað við svifryksmengun í Reykjavík Styrkur svifryks verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Ástæðan er líklega uppþyrlun ryks og úr umhverfi og af umferðargötum. 19.5.2011 12:49 Flúormengun í Hvalfirði: Tók tvö ár að svara erindi Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. 19.5.2011 12:25 Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19.5.2011 12:14 Metfjöldi í viðtölum hjá samtökum gegn kynferðisofbeldi Aldrei hafa fleiri leitað til Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, en á síðasta ári. Fjöldi einkaviðtala jókst frá árinu 2009 um 31,8% og voru þau alls 427 árið 2010. Einkaviðtöl sem flokkast sem símaviðtöl voru 63, en sími Aflsins er opinn allan sólarhringinn. Fjöldi þeirra sem komu í sitt fyrsta viðtal hjá Aflinu á árinu 2010 voru 82. Þar af eru 48 konur, 8 karlmenn og 26 aðstandendur. Þetta kemur fram í ársskýrslu Aflsins. Sæunn Guðmundsdóttir, starfskona Aflsins, segist vona að aukningin á fjölda þeirra sem leita til samtakanna sé sú að umræðan um kynferðisofbeldi sé að opnast, frekar en að kynferðisbrotum sé að fjölga. „Hinn er annað mál að við vitum að þetta er að aukast á ýmsan hátt með notkun netsins. Þá er skemmst að minnast nýlegra frétta um að menn tæli skólabörn í gegn um netið," segir hún. Aflið tekur í viðtöl þá sem náð hafa 18 ára aldri en þeir sem eru yngri geta komið í eins konar eftirmeðferð eftir að dómur hefur gengið í málum þeirra. Þannig hafa börn niður í 12 ára komið í viðtöl til Aflsins eftir að vera tæld af eldri mönnum á netinu sem síðan brjóta á þeim kynferðislega. Þjónusta Aflsins er þeim sem þangað leita að kostnaðarlausu. Aflið treystir því á styrki til að halda starfseminni gangandi. Á liðnum árum hefur gengið verr að fá þá vegna þrenginga í þjóðfélaginu. Sæunn vekur athygli á að sama ár og árlegur styrkur ríkisins var lækkaður um 20%, úr 2 milljónum í 1,6 milljón árið 2008, þá var 92% aukning á fjölda viðtala. Því sé greinilegt að þörfin sé fyrir hendi. Eins og staðan er nú er hins vegar stærsti hluti af starfi Aflsins inntur af hendi í sjálfboðavinnu, en eina launaða starfsmanninum var sagt upp um áramótin vegna fjárskorts. 19.5.2011 11:38 Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Brot 6 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum í gær en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í norðurátt. Á einni klukkustund, síðdegis, fóru 233 ökutæki þessa akstursleið og því óku fáir ökumenn, eða tæplega 3%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 90. 19.5.2011 11:30 Vallastjóri fann sprengiefni í Mosfellsbæ Landhelgisgæslan eyddi nokkru magni af dýnamíti sem fannst í steinklöppum á golfvelli golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ í gær. Ekki er vitað hversu lengi sprengiefnið lá óhreyft á vellinum en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var um nokkurt magn að ræða. 19.5.2011 11:25 Strandsiglingar hefjast á ný í tilraunaskyni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði í morgun undir erindisbréf starfshóps um strandsiglingar. Hópnum er ætlað að undirbúa tilraunaverkefni í strandsiglingum hringinn í kringum landið. Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar Ögmundur svaraði fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns utan flokka. 19.5.2011 11:13 Fréttaskýring: Hvað felst í nýjum samningi um eflingu tónlistarnáms? Nýtt samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun tónlistarskóla leysir tónlistarnemendur úr átthagafjötrum. Samkomulagið kveður á um 250 milljóna króna aukið framlag ríkisins til tónlistarkennslu á efri stigum. 19.5.2011 11:00 Vill fagráð sem skoðar meint afbrot lögreglumanna Lögreglumaðurinn G. Jökull Gíslason vill að það verði skoðað að setja á laggirnar sérstaka fagnefnd sem meti kvartanir gegn lögreglumönnum áður en þeir verði ákærðir. 19.5.2011 10:47 Hálfs árs fangelsi fyrir að sparka ítrekað í höfuð pilts 22 ára gamall karlmaður var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir að sparka ítrekað í höfuð pilts fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri í júní á síðasta ári. 19.5.2011 10:18 Innanríkisráðherra skipar fagráð um kynferðisbrot Innanríkisráðherra hefur sett á stofn þriggja manna fagráð sem fjalla skal um ásakanir vegna ofbeldisbrota og kynferðisbrota einkanlega hjá trúfélögum samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. 19.5.2011 10:02 Vinir Sjonna - dansvæn útgáfa Eurovision-aðdáendur þurfa ekki að láta sér leiðast þó keppnin sé afstaðin þetta árið því tveir af félögum Sjonna hafa tekið sig til og endurhljóðblandað lagið Coming home í dansvænni útgáfu. Á vefsíðu Sjonna Brink heitins er sagt frá þessu, og áhugasömum gefinn kostur á að sækja lagið. Það verður síðan áhugavert að fylgjast með því hvort íslenskir dansunnendur fá tækifæri til að sveifla sér í takt við lagið á helstu skemmtistöðum borgarinnar. http://sjonnibrink.is/news/id/96/remix_of_coming_home_here___download 19.5.2011 09:21 60 milljóna króna styrkir til doktorsnema Fimmtán doktorsnemar við Háskóla Íslands hljóta í dag styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags íslands. Heildarupphæð styrkjanna er samtals 60 milljónir króna. Fimm verkefni hljóta styrk til þriggja ára, sex verkefni til tveggja ára og fjórir styrkir eru veittir til doktorsnema sem ljúka rannsóknum á næsta ári. Sex styrkþeganna koma erlendis frá til doktorsnáms við Háskóla Íslands. Verkefni styrkþeganna eru fjölbreytt og má þar nefna rannsókn á næringu ungbarna fyrstu mánuði ævinnar, athugun á ragnarökum í norrænni goðafræði og úttekt á eðli og áhrifum óblíðra náttúruafla á mannlegt samfélag. Þá má einnig benda á rannsókn á uppeldissýn foreldra og leit að virkum náttúruefnum í íslenskum plöntum sem gagnast geta í baráttunni við Alzheimer-sjúkdóminn. Háskólasjóður H/f Eimskipafélags Íslands var settur á laggirnar af Vestur-Íslendingum árið 1964 þegar þeir lögðu til hans hlutabréfaeign sína í Eimskipafélaginu. Hann var stofnaður til minningar um Vestur-Íslendinga og til að styðja stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Sjóðurinn er í vörslu Landsbankans og hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2005. Þá voru gerðar veigamiklar breytingar á fyrirkomulagi sjóðsins með það að markmiði að veita styrki til stúdenta í rannsóknartengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Þetta er í fjórða skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Það var fyrst gert árið 2006 og síðan þá hefur á sjötta tug doktorsnema við háskólann hlotið styrk úr sjóðnum. Úthlutunin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands klukkan þrjú. 19.5.2011 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ríkið sýknað af kröfu drengs með heilalömun Íslenska ríkið var sýknað af kröfu fatlaðs drengs um skaða- og miskabætur vegna bótaskyldra mistaka heilbrigðisstarfsmanns eftir að móðir hans greindist með meðgöngueitrun. Foreldrarnir lögðu fram bótakröfuna fyrir hönd sonar þeirra sem fæddist með heilalömun, cerebral palsy, og er hann metinn 70% öryrki. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af bótakröfunni, sem nam tæpum 44 milljónum. Að mati dóms var „grundvallaratriðum læknisskoðunar" ekki sinnt við skoðun konunnar áður en meðgöngueitrunin var greind. Þar sem hins vegar er ekki hægt að fullyrða að veikindi drengsins megi rekja beint til þessarar ófullnægjandi læknisskoðunar er ríkið sýknað. Fjórar merkur við fæðingu Forsaga málsins er sú að sonurinn var tekinn með keisaraskurði eftir 28 vikna meðgöngu vegna alvarlegrar meðgöngueitrun móður. Drengurinn vó þá aðeins 976 grömm, eða tæpar fjórar merkur. Hann fæddist árið 1999 og er því 12 ára í dag. Foreldrarnir halda því fram að starfsmaður heilsugæslunnar hafi vanrækt að leggja móðurina þegar í stað inn á sjúkrahús eftir að hún greindist með meðgöngueitrun, til að hún fengið viðeigandi eftirlit og meðferð. Íslenska ríkið hafnar því hins vegar að nokkurri bótaskyldu sé til að dreifa, auk þess sem krafan sé fyrnd, en lögmaður ríkisins miðar 10 ára fyrningartíma við fæðingu drengsins og því sé kröfuréttur fyrndur þegar málið var höfðað. Krafan ekki fyrnd Í niðurstöðu dóms segir að við fæðingu drengsins hafi ekki verið ljóst hverjar horfur hans voru. Það hafi komið í ljós þegar leið á fyrsta árið að fyrirburafæðingin og veikindin sem fylgdu höfðu valdið honum skaða, og á næstu árum hafi síðan komið í ljós hversu alvarlegur skaðinn varð. Því sé ekki eðlilegt að miða upphaf fyrningarfrests við fæðingu drengsins. Mat dómsins er þar með að krafan hafi ekki verið fyrnd. Ófullnægjandi læknisskoðun Ennfremur kemur fram í niðurstöðu dóms að ef grundvallaratriðum mæðraskoðunar hefði verið sinnt þegar eftir því var leitað hefði sjúkdómurinn líklega verið greindur tveimur til þremur dögum fyrr. Það er álit dómsins að læknisskoðun sem var framkvæmd, áður en meðgöngueitrunin kom í ljós, hafi verið ófullnægjandi og „grundvallaratriðum læknisskoðunar" ekki sinnt. Ekki orsakatengsl Þá segir í dómi: „Hins vegar bendir ekkert til þess, þótt meðgöngueitrunin hefði þá komið í ljós og innlögn átt sér stað að það hefði einhverju breytt um árangur meðferðar eða komið í veg fyrir fyrirburafæðingu. Styðst það við þau læknisfræðilegu álit, sem fyrir liggja í málinu. Veikindi og fötlun C verður rakin til fyrirburafæðingar hans og þeirra veikinda sem fylgdu í kjölfarið en ekki vegna tafar sem varð á greiningu meðgöngueitrunar móður. Að þessu virtu verður ekki talið að orsakir veikinda stefnanda sé unnt að rekja til ófullnægjandi læknisskoðunar fæðingalæknisins á (...) eða annarrar háttsemi starfsmanna NN. Verður því fallist á með stefnda að skilyrði bótareglna um orsakatengsl og sennilega afleiðingu séu ekki fyrir hendi. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda í málinu." Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp dóminn ásamt meðdómsmönnunum Berglindi Steffensen og Ragnheiði Bjarnadóttur, sérfræðingum í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. 20.5.2011 10:35
Rauði krossinn fær nýja sjúkrabíla Rauði kross Íslands hefur fengið afhenta fjóra nýja sjúkrabíla af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter. Breytingarvinna og smíði inn í bílunum var unnin af Sigurjóni Magnússyni á Ólafsfirði í samstarfi við Rauða krossinn og sjúkraflutningamenn. 20.5.2011 10:21
Skýrslur í salt þegar ölvaðir aka á staura Ökumenn í Reykjavík valda miklu tjóni með því að aka á umferðarljós og ljósastaura. Stundum reynist erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir gatnadeild borgarinnar að ná til þeirra. 20.5.2011 10:00
Evrópubúar sameinist gegn kynbundnu ofbeldi Auglýst er eftir framlögum þessa dagana í samevrópska auglýsingakeppni sem miðar að því að uppræta hvers kyns ofbeldi gegn konum. Í fyrstu verðlaun eru fimm þúsund evrur sem jafngilda 824 þúsund krónum. Að keppninni stendur UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fyrir Vestur-Evrópu, í samvinnu við jafnréttisstofnun SÞ en skilafrestur í hana rennur út 31. maí. 20.5.2011 10:00
Þriðjungur orðið fyrir kynferðisofbeldi Könnun um kynferðisofbeldi gegn börnum hér á landi leiðir í ljós að 35 prósent stúlkna og 17,8 prósent drengja hafa orðið fyrir ofbeldi af því tagi. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur rannsakað þessi mál, meðal annars bakgrunn, afleiðingar og verndandi þæt 20.5.2011 08:30
Kaupa þarf hreinsibúnað ef ný tækni skilar engu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir heilsufarsógn stafa frá brennisteinsvetni frá jarðhitavirkjunum og gagnrýnir nýja frummatsskýrslu vegna jarðhitanýtingar á Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur metur fjárfestingarkostnað við nýjan hreinsibúnað í Hellisheiðarvirkjun á allt að tíu milljarða og gerir tilraunir með nýja tækni. 20.5.2011 08:00
Skólaárið verður tíu dögum styttra „Auðvitað er þetta skerðing á þjónustu en ekki svo mikil að fólk telji hana óásættanlega,“ segir Magnús Jóhannsson, formaður fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, um þá ákvörðun að stytta skólaárið í grunnskólum sveitarfélaganna um tíu daga. 20.5.2011 08:00
Reynt að girða fyrir spillingu þingmanna Alþingismönnum verður gert óheimilt að taka þátt í afgreiðslu mála sem varða sérstaka og verulega hagsmuni þeirra eða einhverra þeim nákomnum, ef tillögur stjórnlagaráðs ná fram að ganga. 20.5.2011 07:30
Kerfisbreyting bíður haustsins Tvö frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnun fiskveiða voru lögð fram á Alþingi í gær. Aðeins er stefnt á að afgreiða minna frumvarpið áður en þingmenn fara í sumarfrí. 20.5.2011 07:30
Slydda og snjóél á Akureyri Slydda var á Akureyri í nótt og snjóél undir morgun. Ekki hefur þó myndast hálka á götum. 20.5.2011 07:26
Fjögur innbrot tilkynnt til lögreglunnar Fjögur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þjófarnir komust undan í öllum tilvikum. 20.5.2011 07:24
Engan sakaði í öflugri sprengingu á Grundartanga Engan sakaði þegar öflug sprenging varð í einum af þremur ofnum Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í gærkvöldi, en húsið var rýmt í skyndingu og kallað var á slökkvilið, samkvæmt neyðaráætlun. 20.5.2011 07:13
Meira svigrúm veitt í héraði Samkvæmt nýjum tillögum innan framkvæmdastjórnar ESB verður sveitarfélögum, borgum og héruðum innan sambandsins auðveldað að styrkja og niðurgreiða verkefni í heimabyggðinni. Styrkir til minni verkefna, svo sem byggingar sundlauga, verða þá ekki litnir sömu augum og ríkisstyrkir. 20.5.2011 06:00
Tólfti skógurinn verður opnaður í sumar Skógræktarfélag Íslands hefur gert samstarfssamning við Arion banka um verkefnið Opinn skóg, auk útgáfu og kynningu á skógræktarsvæðum á Íslandi. Skrifað var undir samninginn, sem er til þriggja ára, síðdegis í gær. 20.5.2011 05:15
60 milljónum króna úthlutað til rannsóknartengdra verkefna Fyrr í dag fengu 15 doktornemar við Háskóla Íslands úthlutað samtals 60 milljónum króna í styrki úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands. Við athöfn í Hátíðasal háskólans kom enn fremur fram að síðar á árinu verður aftur úthlutað úr sjóðnum þannig að heildarúthlutun á árinu mun nálgast 100 milljónir króna. 19.5.2011 20:10
Áhrif losunar brennisteinsvetnis á loftgæði tekin mjög alvarlega „Ég harma þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í svona veigamiklu máli,” segir Kristín Soffía Jónsdóttir formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í tilefni af frummatsskýrslu Mannvits um nýtingu jarðhita við Gráuhnúka. „Neikvæð áhrif á umhverfi borgarbúa ber að taka mjög alvarlega og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ber að tryggja öruggt og heilnæmt umhverfi og það ætlar nefndin að gera,” segir Kristín Soffía í frétt á vef Reykjavíkurborgar. 19.5.2011 19:25
Þreyttur á að börnum sé beitt í kjarabaráttu Velferðarráðherra segist vera þreyttur á því að stjórnmálamenn noti börn til að berjast fyrir hagsmunum og kjarabaráttu einstakra starfsstétta. Heit umræða skapaðist um tannlæknaþjónustu fyrir börn efnaminni foreldra á Alþingi í dag. 19.5.2011 18:56
Samtök ferðaþjónustunnar uggandi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Ef kjarasamningar nást ekki við flugumferðarstjóra á næstu dögum gæti komið til allsherjaryfirvinnubanns. Samtök ferðaþjónustunnar eru uggandi. 19.5.2011 18:45
Óeðlileg inngrip ráðherra "Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunnar verði fimm í stað sjö. Um óeðlileg inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag. 19.5.2011 17:57
Leita að fornleifum við Landspítalann Fornleifavernd ríkisins hófst í dag handa við að kanna hvort einhverjar fornleifar finnist á byggingarlóð nýja Landspítalans, nánar til tekið á túninu fyrir framan gamla spítalann. Þar stóð býlið Grænaborg í tæpa öld, eða frá því um 1830 þar til Landspítalinn var byggður árið 1928. Fjallað er um málið á vef nýja Landspítalans. 19.5.2011 17:14
Kona í blackout-i kastaði bjórglasi í lögreglukonu Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag konu til að greiða 100 þúsund krónur í skaðabætur fyrir að kasta glerglasi í höfuð lögreglukonu á skemmtistaðnum 800 bar á Selfossi árið 2009. 19.5.2011 16:51
Sýknaður af því að kasta manni fram af svölum Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir karlmanni sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrri sérstaklega hættulega líkamsárás í Vogunum árið 2009. Maðurinn var dæmdur í átján mánaða fangelsi árið 2010 fyrir að hafa veist að karlmanni á heimili hans ásamt fjórum öðrum karlmönnum. 19.5.2011 16:50
Sýknaður af því að misnota dóttur sína Hæstiréttur Íslands staðfesti sýknudóm gagnvart karlmanni sem var ákærður fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega háttsemi gagnvart dóttur sinni og um leið notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegra annmarka á árunum 2005 til 2008. 19.5.2011 16:39
Skelfiskurinn frá Stykkishólmi ekki eitraður Símon Sturluson, sem er í forsvari fyrir Íslenskar Bláskeljar ehf. á Stykkishólmi, vill koma því á framfæri að skelfiskurinn sem hann sendir frá sé 100 prósent öruggur til neyslu. 19.5.2011 16:29
Segja aðferðafræði í skólakönnun meingallaða „Aðferðafræðin sem Pawel beitir er meingölluð og hafa skólameistarar ýmissa framhaldsskóla, sem og menntamálaráðherra, dregið stórlega í efa hversu góður mælikvarði á gæði skólastarfs þessi könnun sé," segir í grein sem starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands hefur ritað vegna mats á gæðum skólastarfs sem stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek vann fyrir Frjálsa verslun. Samkvæmt matinu er VA á botni listans, í 32. sæti. 19.5.2011 16:28
Talsvert kvartað yfir taumlausum hundum Hundaeftirlitið hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur minnir á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu. Talsvert er kvartað yfir að hundeigendur fari ekki eftir þessum reglum og að óþægindi, hræðsla og jafnvel hætta skapast af þeim sökum eins og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 19.5.2011 16:22
Reka bestu vefverslun Danmerkur Vefsíðan Billetlugen.dk, þar sem fimm Íslendingar starfa, var valin besta vefverslun Danmerkur þegar vefverðlaunin E-Handelprisen voru afhent fyrir skömmu. 19.5.2011 15:00
Vara við eitruðum kræklingi Matvælastofnun varar almenning eindregið við því að tína og neyta kræklings úr Hvalfirði, Eyjafirði og Steingrímsfirði þessa stundina. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að nýlega hafi greinst lömunareitrun PSP í kræklingi úr Eyjafirði og Steingrímsfirði en í sýnum sem tekin voru reyndist eitrið vera yfir viðmiðunarmörkum. Því varar stofnunin sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði og Steingrímsfirði. 19.5.2011 14:56
Af hverju 21. maí 2011? Mikið hefur rætt um boðaðan heimsendi 21. maí næstkomandi. Hópur frá Bandaríkjunum, sem kallar sig FamilyRadio.com, hefur auglýst í fjölmiðlum hér á landi að heimurinn muni farast á laugardaginn. En hvernig fær hópurinn út dagsetninguna 21. maí 2011 út? 19.5.2011 14:40
Átta smíðavellir í borginni Átta smíðavellir verða starfræktir í borginni í sumar í viðbót við það sumarstarf sem þegar hefur verið auglýst á Sumarvef ÍTR. Smíðavellirnir sem eru fyrir börn á aldrinum 9-13 ára, fædd 1998-2002, verða við Ársel, Rimaskóla, Hólmasel, Miðberg, Breiðholtsskóla, Háteigsskóla, Melaskóla og Álftamýrarskóla. Flestir vellirnir hefja starfsemi 6. júní og standa yfir í 3-5 vikur. Skráningargjaldið er 1000 kr. og skráning fer fram á Rafrænni Reykjavík. <http://www.rafraen.reykjavik.is/>. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í sumar verði nóg framboð af afþreyingu í Reykjavík fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR) býður auk smíðavallanna upp á sumarfrístund fyrir 6-9 ára börn, fædd 2001- 2004, á frístundaheimilum, sumarsmiðjur fyrir 10-12 ára börn, fædd 1998 - 2000, og sumaropnun í félagsmiðstöðvum fyrir 13-16 ára unglinga, fædda 1995-1997. Að auki býður ÍTR upp á siglinganámskeið og klúbba í Siglunesi fyrir 9 ára og eldri, sem og bátaleigu fyrir alla fjölskylduna. Dýranámskeiðin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum standa til boða fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. Skráning er hafin á <http://rafraen.reykjavik.is/pages/> 19.5.2011 14:37
Sprengiefnið lá í jörðinni í fimm ár „Það hefði þurft að slá góðan dræver til þess að enda þarna,“ segir Steinn Ólafsson, vallastjóri Hlíðavallar, sem er golfvöllur Kjalar í Mosfellsbæ, en það var hann ásamt gröfumanni sem fundu talsvert magn af dýnamíti í gamalli námu ÍAV nærri golfvellinum. 19.5.2011 14:00
Saltsýruleki hjá Becromal - slökkvilið dælir Gat kom á saltsýrutank í verksmiðju Becromal á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri er ekki talin hætta á ferðum og hafa engin slys orðið á fólki. Slökkvilið vinnur að því að dæla saltsýru úr leka tankinum í annan heilan. Saltsýran er geymt í sérstöku húsi við hliðina á verksmiðjuhúsinu. Undir tankinu er síðan þró sem var sérstaklega gerð til að taka við ef tankurinn færi að leka. Starfsfólk Becromal fór allt út úr húsinu þegar lekinn uppgötvaðist og hafði samband við slökkvilið. 19.5.2011 13:08
Varað við svifryksmengun í Reykjavík Styrkur svifryks verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Ástæðan er líklega uppþyrlun ryks og úr umhverfi og af umferðargötum. 19.5.2011 12:49
Flúormengun í Hvalfirði: Tók tvö ár að svara erindi Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. 19.5.2011 12:25
Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19.5.2011 12:14
Metfjöldi í viðtölum hjá samtökum gegn kynferðisofbeldi Aldrei hafa fleiri leitað til Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, en á síðasta ári. Fjöldi einkaviðtala jókst frá árinu 2009 um 31,8% og voru þau alls 427 árið 2010. Einkaviðtöl sem flokkast sem símaviðtöl voru 63, en sími Aflsins er opinn allan sólarhringinn. Fjöldi þeirra sem komu í sitt fyrsta viðtal hjá Aflinu á árinu 2010 voru 82. Þar af eru 48 konur, 8 karlmenn og 26 aðstandendur. Þetta kemur fram í ársskýrslu Aflsins. Sæunn Guðmundsdóttir, starfskona Aflsins, segist vona að aukningin á fjölda þeirra sem leita til samtakanna sé sú að umræðan um kynferðisofbeldi sé að opnast, frekar en að kynferðisbrotum sé að fjölga. „Hinn er annað mál að við vitum að þetta er að aukast á ýmsan hátt með notkun netsins. Þá er skemmst að minnast nýlegra frétta um að menn tæli skólabörn í gegn um netið," segir hún. Aflið tekur í viðtöl þá sem náð hafa 18 ára aldri en þeir sem eru yngri geta komið í eins konar eftirmeðferð eftir að dómur hefur gengið í málum þeirra. Þannig hafa börn niður í 12 ára komið í viðtöl til Aflsins eftir að vera tæld af eldri mönnum á netinu sem síðan brjóta á þeim kynferðislega. Þjónusta Aflsins er þeim sem þangað leita að kostnaðarlausu. Aflið treystir því á styrki til að halda starfseminni gangandi. Á liðnum árum hefur gengið verr að fá þá vegna þrenginga í þjóðfélaginu. Sæunn vekur athygli á að sama ár og árlegur styrkur ríkisins var lækkaður um 20%, úr 2 milljónum í 1,6 milljón árið 2008, þá var 92% aukning á fjölda viðtala. Því sé greinilegt að þörfin sé fyrir hendi. Eins og staðan er nú er hins vegar stærsti hluti af starfi Aflsins inntur af hendi í sjálfboðavinnu, en eina launaða starfsmanninum var sagt upp um áramótin vegna fjárskorts. 19.5.2011 11:38
Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Brot 6 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum í gær en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í norðurátt. Á einni klukkustund, síðdegis, fóru 233 ökutæki þessa akstursleið og því óku fáir ökumenn, eða tæplega 3%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 90. 19.5.2011 11:30
Vallastjóri fann sprengiefni í Mosfellsbæ Landhelgisgæslan eyddi nokkru magni af dýnamíti sem fannst í steinklöppum á golfvelli golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ í gær. Ekki er vitað hversu lengi sprengiefnið lá óhreyft á vellinum en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var um nokkurt magn að ræða. 19.5.2011 11:25
Strandsiglingar hefjast á ný í tilraunaskyni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði í morgun undir erindisbréf starfshóps um strandsiglingar. Hópnum er ætlað að undirbúa tilraunaverkefni í strandsiglingum hringinn í kringum landið. Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar Ögmundur svaraði fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns utan flokka. 19.5.2011 11:13
Fréttaskýring: Hvað felst í nýjum samningi um eflingu tónlistarnáms? Nýtt samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun tónlistarskóla leysir tónlistarnemendur úr átthagafjötrum. Samkomulagið kveður á um 250 milljóna króna aukið framlag ríkisins til tónlistarkennslu á efri stigum. 19.5.2011 11:00
Vill fagráð sem skoðar meint afbrot lögreglumanna Lögreglumaðurinn G. Jökull Gíslason vill að það verði skoðað að setja á laggirnar sérstaka fagnefnd sem meti kvartanir gegn lögreglumönnum áður en þeir verði ákærðir. 19.5.2011 10:47
Hálfs árs fangelsi fyrir að sparka ítrekað í höfuð pilts 22 ára gamall karlmaður var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir að sparka ítrekað í höfuð pilts fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri í júní á síðasta ári. 19.5.2011 10:18
Innanríkisráðherra skipar fagráð um kynferðisbrot Innanríkisráðherra hefur sett á stofn þriggja manna fagráð sem fjalla skal um ásakanir vegna ofbeldisbrota og kynferðisbrota einkanlega hjá trúfélögum samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. 19.5.2011 10:02
Vinir Sjonna - dansvæn útgáfa Eurovision-aðdáendur þurfa ekki að láta sér leiðast þó keppnin sé afstaðin þetta árið því tveir af félögum Sjonna hafa tekið sig til og endurhljóðblandað lagið Coming home í dansvænni útgáfu. Á vefsíðu Sjonna Brink heitins er sagt frá þessu, og áhugasömum gefinn kostur á að sækja lagið. Það verður síðan áhugavert að fylgjast með því hvort íslenskir dansunnendur fá tækifæri til að sveifla sér í takt við lagið á helstu skemmtistöðum borgarinnar. http://sjonnibrink.is/news/id/96/remix_of_coming_home_here___download 19.5.2011 09:21
60 milljóna króna styrkir til doktorsnema Fimmtán doktorsnemar við Háskóla Íslands hljóta í dag styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags íslands. Heildarupphæð styrkjanna er samtals 60 milljónir króna. Fimm verkefni hljóta styrk til þriggja ára, sex verkefni til tveggja ára og fjórir styrkir eru veittir til doktorsnema sem ljúka rannsóknum á næsta ári. Sex styrkþeganna koma erlendis frá til doktorsnáms við Háskóla Íslands. Verkefni styrkþeganna eru fjölbreytt og má þar nefna rannsókn á næringu ungbarna fyrstu mánuði ævinnar, athugun á ragnarökum í norrænni goðafræði og úttekt á eðli og áhrifum óblíðra náttúruafla á mannlegt samfélag. Þá má einnig benda á rannsókn á uppeldissýn foreldra og leit að virkum náttúruefnum í íslenskum plöntum sem gagnast geta í baráttunni við Alzheimer-sjúkdóminn. Háskólasjóður H/f Eimskipafélags Íslands var settur á laggirnar af Vestur-Íslendingum árið 1964 þegar þeir lögðu til hans hlutabréfaeign sína í Eimskipafélaginu. Hann var stofnaður til minningar um Vestur-Íslendinga og til að styðja stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Sjóðurinn er í vörslu Landsbankans og hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2005. Þá voru gerðar veigamiklar breytingar á fyrirkomulagi sjóðsins með það að markmiði að veita styrki til stúdenta í rannsóknartengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Þetta er í fjórða skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Það var fyrst gert árið 2006 og síðan þá hefur á sjötta tug doktorsnema við háskólann hlotið styrk úr sjóðnum. Úthlutunin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands klukkan þrjú. 19.5.2011 09:00