Fleiri fréttir

Ungir karlmenn ofbeldisfullir í miðbænum um helgar

Árið 2016 var tilkynnt um 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot.

Flestir á Vogi hafa notað mörg vímuefni

Á áratug fjölgaði þeim sem notuðu ólögleg vímuefni úr 18,5% í 49%. Þetta sýnir gagnabanki Vogs. Áfengi er rauði þráðurinn en fjórðungur sjúklinga sækir í þrjú eða fleiri vímuefni sem þeir eru fíknir í – sýna tölur ársins

Sextánfalda framleiðslugetuna

Fyrirtækið geoSilica svarar aukinni eftirspurn með því að margfalda framleiðslugetuna við Hellisheiðarvirkjun. Selur á Amazon og stefnir á markað í Finnlandi og Þýskalandi. Höfuðstöðvarnar á Ásbrú.

Varað við stormi á morgun

Útlit er fyrir ört vaxandi austanátt á landinu á morgun, fyrst sunnantil, en þar gengur í storm fyrir hádegi með slyddu en síðar rigningu.

Biðlistar styst um þrjá mánuði

Aðgerðum hefur fjölgað um fjörutíu til næstum tvö hundruð prósent. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala segir spítalann vel ná að sinna aðgerðunum með auknu fjárframlagi - og því sé ekki nauðsynlegt að einkasjúkrahús sjái um stærri aðgerðir.

Tekur hanaslaginn alla leið

Eigandi tveggja hana í Mosfellsbæ segist ætla berjast fyrir tilverurétti þeirra eins lengi og mögulegt er en bæjaryfirvöld hafa ákveðið að hanarnir tveir skuli fjarlægðir af heimili hans eftir kvartanir nágranna.

Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni

Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánuða.

Lögreglan lýsir eftir ökumanni grárrar sendibifreiðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns lítillar, grárrar sendibifreiðar, mögulega Citróen Berlingo, sem var ekið aftan á dökkleitan Hyundai Tucson á gatnamótum Suðurhóla og Vesturbergs í Breiðholti um hálfáttaleytið í morgun.

Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012.

Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá

Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni.

Meirihluti á móti vegtollum

Um 58 prósent Íslendinga eru á móti vegtollum, sem notaðir yrðu til uppbyggingar á vegakerfinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu

Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta

Nágrannar, bæjarfélagið og úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vilja tvo hana brott af Syðri-Reykjum 3. Eigandi fuglanna telur að lögbýlaskrá hafi verið breytt til að losna við hanana. Nágrannar þreyttir á fimm ára hanagali.

Aldrei fleiri bækur lesnar

Yfir 63 þúsund bækur voru lesnar á tveimur mánuðum í þriðja lestrarátaki Ævars vísindamanns en alls hafa um 177 þúsund bækur verið lesnar í þessum átaksverkefnum.

Greiða tugi milljóna vegna uppsagna

Kostnaður Fiskistofu vegna uppsagna sem tengdust flutningi stofnunarinnar til Akureyrar nemur tugum milljóna. Stofnunin greiðir tvær milljónir króna á mánuði fyrir húsnæði í Hafnarfirði sem stendur autt. Ríkisendurskoðun bíður með að f

Skertur opnunartími auki hættuna á fleiri sjálfsvígum

Geðlæknir telur að skertur opnunartími bráðamóttöku geðsviðs auki sjálfsvígshættu. Bið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sé of löng. Segir þjónustu við geðsjúka hafa versnað frá því um aldamótin.

Undiralda vegna Rammans á Alþingi

Ef rétt er lesið í umræður þingsins um 3. áfanga rammaáætlunar er átaka að vænta. Fyrrverandi ráðherra segir málið ónýtt – en ríkisstjórn hans stóð að málinu í sama búningi. Lagt er til að tvær nefndir fjalli um málið og ef

Mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra misjafnlega tekið af framleiðendum

Samkvæmt frumvarpsdrögunum yrði afurðastöðvum m.a. óheimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða, sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.

Sjá næstu 50 fréttir