Fleiri fréttir

Ræðararnir hættir við svaðilförina til Íslands

Hópur ræðara undir skipstjórn íslenska ræðarans Fiann Paul hefur hætt við að halda áfram svaðilför sinni til Íslands. Hópurinn hefur verið strandaður á Jan Mayen undanfarna daga og hefur verið tekin ákvörðun um að hætta við leiðangurinn.

Nágranni óttast kínverskan áhuga

Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum.

Fræða ferðamenn um berrassaða Íslendinga

Newman-fjölskyldan frá Philadelphiu í Bandaríkjunum heldur úti vefsíðu um fjölskylduferðir til Íslands. Sundvenjur Íslendinga eru gríðarlega vinsælar á vefnum, sérstaklega hvernig eigi að bera sig að. Ferðahandbók er í smíðum.

Vilja nútímavæða skráningu hesta

Ungir íslenskir frumkvöðlar stefna að því að framleiða Anitar örmerkjalesara til að einfalda alla vinnu við skráningu og utanumhald dýra. Stofnendur Anitar telja núverandi ferli óskilvirk og tímafrek.

Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna

Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp.

Skátaveiran borist með gesti

Neysluvatnið á útivistarsvæðinu á Úlfljótsvatni er ómengað og olli ekki magakveisunni sem gekk yfir svæðið á dögunum.

Gunnar Rúnar fær leyfi til að fara til síns heima

Maðurinn sem varð Hannesi Þór Helgasyni að bana, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, afplánar nú í opnu fangelsi og fær dagleyfi með samþykki forstöðumanns fangelsisins. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi í október 2011.

Framúrskarandi Íslendingur talar fyrir lesskilningi og lestraránægju

"Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála.

„Við erum komin á endastöð í neyslunni“

„Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“

„Útflutningsskylda ekki uppi á borðum“

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að vandamálum sauðfjárræktarinnar verði ekki kippt í lag með skammtímalausnum. Þannig komi hvorki til greina að setja á útflutningsskyldu né að kaupa upp frosnar birgðar í stórum stíl.

Lesfimi ábótavant hjá grunnskólabörnum á miðstigi

Bæta þarf lesfimi íslenskra grunnskólanema á miðstigi, en þar dregur gjarnan úr framförum þeirra miðað við yngri bekki. Þetta er meðal þess sem fram kom á kynningarfundi vegna Þjóðarsáttmála um læsi í morgun.

Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli

Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug.

Óþvegið salat olli niðurgangi kennara

Niðurstöður rannsókna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gefa til kynna að neysla óþvegins salats sé orsök matarsýkingar sem varð þess valdandi að fjöldi kennara við Hvassaleitishluta Háaleitisskóla fékk magapest.

Magnús í sex mánaða nálgunarbann

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði.

Með svo þungt hlass á kerru að bíllinn lyftist að aftan

Hafði timburbúntinu verið staflað á kerru sem var í eftirdragi pallbíls. Var ökumaðurinn á leið úr byggingarverslun á Selfossi. Var búntið svo afturþungt að þegar ýtt var á endann á því lyftist bifreiðin að aftan.

Ekki hitt eiginmanninn í fimm ár og vill skilnað

Víetnömsk kona búsett hér á landi hefur stefnt eiginmanni sínum, búsettum í Víetnam. Vill hún að henni verði veittur lögskilnaður en hjónin hafa ekki hist frá því í febrúar 2012. Afar illa hefur gengið að ná til mannsins í Víetnam.

Illa búinn göngumaður í sjálfheldu

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út nú rétt fyrir hádegi vegna illa búins göngumanns sem var í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi.

Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum.

Harður árekstur í Ártúnsbrekku

Nokkrar tafir urðu á umferð vestur Ártúnsbrekki í morgun eftir að tveir fólksbílar lentu í árekstri. Engin slys urðu á fólki.

Stolið úr sjúkra- og lögreglubílum

Fjöldi eftirlitsmyndavéla í miðborginni hefur rúmlega tvöfaldast frá því í janúar. Yfirlögregluþjónn segir vélarnar nýtast á hverjum degi. Einn tilgangur myndavélanna er að vakta lögreglubíla og neyðarbíla sem fá ekki að vera í friði þegar þeir eru í útköllum.

Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal

Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu.

Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp

Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu.

FÍB vill lægri iðgjöld í ljósi mikils hagnaðar

Samanlagður hagnaður VÍS, Sjóvá, og TM eykst um 2,7 milljarða króna milli ára. Öll félögin skila betri afkomu á fyrri helmingi árs 2017 en á sama tímabili 2016. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta tilefni til lækkunar iðgjalda.

Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita.

Sjá næstu 50 fréttir