Fleiri fréttir

98 ára, lögblind og prjónar eftir minni

Hin 98 gamla Jóhanna Hjaltadóttir er lögblind en prjónar enn á hverjum degi samkvæmt minni. Hún hefur hannað óteljandi flíkur og fylgir aldrei uppskrift.

Hægt að vísa hælisleitendum úr landi strax að loknu fyrsta viðtali

Dregið verður úr þjónustu á borð við húsnæði og framfærslufé til hælisumsækjenda sem koma frá ríkjum sem skilgreind eru sem örugg, samkvæmt nýrri breytingarreglugerð sem tók gildi um síðustu mánaðamót. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir markmiðið að flýta málsmeðferð til muna, en Rauði krossinn gagnýnir breytingarnar.

800 símtöl berast BUGL vegna barna í vanda

Bráðaþjónusta BUGL er metin með símtali en yfir átta hundruð símtöl berast árlega. Hálfs árs biðlisti er eftir viðtali við sérfræðing á göngudeild en biðtími fer ekki yfir þrjá mánuði í nágrannalöndum okkar. Yfirlæknir BUGL segir þjónustuna hafa skerst við að missa starfsfólk vegna rakaskemmda.

Þolendur upplifa sig vanmáttuga

Þolendur kynferðisofbeldis upplifa sig gjarnan utanveltu í réttarkerfinu þegar mál þeirra eru tekin fyrir. Doktorsnemi telur rétt að þolendur séu ekki einungis vitni í eigin máli.

„Ég þarf að búa við þetta alla ævi“

Kona sem var misnotuð nær daglega af stjúpföður sínum segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd.

Persónuleg sambönd Guðna komu Íslandi í FIFA 18

Ekki var útlit fyrir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu yrði með í tölvuleiknum vinsæla FIFA 18. Persónuleg sambönd Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, á norðurlöndunum komu málinu á hreyfingu.

Telja einn til tvo hafa hlaupið af vettvangi

Samkvæmt slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er grunur um að einn eða tveir hafi hlaupið af vettvangi þegar sprenging varð í bílskúr í Skipholti nú í morgun.

Útflutningur lambs á hrakvirði

Meðalverð á lambakjöti í útflutningi fyrstu sjö mánuði ársins rétt losar 500 krónur á kílóið. Hefur lækkað um 300 krónur á tveimur árum. Lambalæri fara út á 600 krónur en bjóðast Íslendingum á rúmar 1.000 krónur.

Sautjánda öldin grafin upp á Arnarstapa

Stuttum en snörpum fornleifauppgreftri á Arnarstapa er að ljúka. Stjórnandi verkefnisins segir í ljós hafa komið leifar húss sem af minjum að dæma hafi verið tengt verslunarstað á sautjándu eða átjándu öld.

Níu ára börn tekin með klám í skólanum

Grunnskólanemendur eru reglulega staðnir að því að skoða klám í tölvum og snjallsímum á skólatíma. Samtökin Heimili og skóli hafa gripið inn í slíkar aðstæður með fræðslu fyrir nemendur allt niður í níu ára aldur. Aukið aðhald þykir nauðsynlegt samhliða aukinni snjallsímanotkun.

Finnar sólgnir í skyr

Töluvert fleiri bragðtegundir eru á boðstólnum af skyri í Finnlandi en hérlendis.

Sjá næstu 50 fréttir