Fleiri fréttir

Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda

Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun.

Hefja flugeldasölu á 130 stöðum á morgun

Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni.

Biðin eftir hjúkrunarrými stóreykst

Bæði biðlistar og bið eftir hjúkrunarrými hafa lengst frá árinu 2014. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknis. Í nóvember síðastliðnum biðu 8,9 einstaklingar á hverja 1.000 íbúa, en í janúar 2014 voru þeir 5,8.

Skemmta fólki með myrkum jólakortum

Fjölskylda hjónanna Jónasar Breka Magnússonar og Gúrýjar Finnbogadóttur brá sér í gervi trúðsins ógurlega úr hryllingsmyndinni IT fyrir jólakortið í ár. Kortin þeirra eru í drungalegri kantinum þótt léttleikinn sé allsráðandi.

HÍ skoðar aukna rafbílavæðingu

Háskóli Íslands (HÍ) mun meta reynslu og nýtingu af rafmagnsbílum sem keyptir voru í gegnum örútboð Ríkiskaupa á dögunum, með það fyrir augum hvort tilefni sé til aukinnar rafbílavæðingar skólans.

Áttræð hættir að hjúkra jafnöldrum til að komast í ræktina

Gíslína Erla er eldri en margir skjólstæðingarnir á hjúkrunarheimilinu Eir. Hún segir vaktavinnuna og sérstaklega næturvaktir henta sér vel en nú hefur hún ákveðið að hætta að vinna um áramótin og fara meira í ræktina og sumarbústaðinn.

Uppselt á kattahóteli Kattholts yfir hátíðarnar

Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin.

Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu

Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Engin úrræði eru fyrir útigangsfólk á Suðurnesjum og í hverri viku biðja heimilislausir um að gista í fangaklefa lögreglunnar. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Fjölmenningarlegt samfélag að rísa á Suðurnesjum

Samkvæmt spám verða íbúar Suðurnesja helmingi fleiri eftir aðeins þrettán ár. Þar sem manna þarf fjölmörg ný störf gerir Reykjanesbær ráð fyrir fjölda útlendinga í bæinn og nýju fjölþjóðlegu samfélagi.

Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli

Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi.

Sjá næstu 50 fréttir