Fleiri fréttir

Um þriðjungur íbúa skráð sig í skimun

1.200 manns hafa skráð sig í skimun fyrir Covid-19 í Bolungarvík og á Ísafirði sem hófst í morgun. Verið er að skoða hvort hægt sé að fjölga plássum í skimun upp í 1.500.

Afborganir námslána lækka

Stjórnvöld hafa í hyggju að lækka bæðði vexti og endurgreiðsluhlutfall af eldri námslánum.

Bjarni áhyggjufullur en vongóður

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn.

Jón H. Bergs er látinn

Jón H. Bergs, fyrrverandi forstjóri Sláturfélags Suðurlands til margra ára og formaður Vinnuveitendasambands Íslands, er látinn, 92 ára að aldri.

Bjarni Ben, Erlingur og Davíð Lúther í Bítinu

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætir í Bítið á Bylgjunni þar sem hann mun ræða ástandið í þjóðfélaginu og efnahagslífinu nú á tímum heimsfaraldurs.

Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins

Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri.

Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag

Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tilslakanir á aðgerðum gegn kórónuveirunni og tíu ára afmæli eldgossins í Eyjafjallajökli er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Malbikið lengist í Grafningi í sumar

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi.

Sandra Líf fannst látin

Sandra Líf Þórarinsdóttir Long, sem leitað hefur verið að frá því aðfaranótt laugardags, fannst látin á þriðja tímanum í dag í fjörunni á Álftanesi, ekki langt frá upphafsstað leitarinnar um helgina.

Níu bætast í hóp smitaðra

Níu einstaklingar hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, síðasta sólarhring hér á landi.

Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá út­gerðunum

Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum.

Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí

Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu.

Smitum fjölgar á norðanverðum Vestfjörðum

Tveir einstaklingar með tengsl við hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík, greindust í gær með Covid-19. Smitum heldur áfram að fjölga á norðanverðum Vestfjörðum.

Sjá næstu 50 fréttir