Fleiri fréttir

Þyrla Gæslunnar kom slösuðum vélsleðamanni á sjúkrahús

Vélsleðamanni á fertugsaldri sem slasaðist í slysi í Keflavíkurdal í Eyjafirði í kvöld var komið undir læknishendur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á níunda tímanum í kvöld. Talið er að maðurinn hafi farið úr axlarlið.

Einn hefur sent næstum tvö hundruð í sóttkví

Þurft hefur að setja allt að tvö hundruð manns í sóttkví eftir að einstaklingur greindist með kórónuveiruna hér á landi. Ríflega sautján þúsund Íslendingar hafa nú lokið sóttkví.

Á fjórða tug vindorkukosta í fjórða áfanga rammaáætlunar

Orkustofnun hefur sent gögn um 43 nýja virkjunarkosti að ósk verkefnisstjórnar fjórða áfanga rammaáætlunar. Langflestir kostirnir eru í vindorku en stofnunin hefur þó ekki farið yfir gögn um þá vegna lagalegrar óvissu um vindorku gagnvart rammaáætlun.

Sá sem lést var á sjötugsaldri

Sjúklingurinn sem lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum í gær var á sjötugsaldri. Níu eru látnir af völdum sjúkdómsins á Íslandi en sjö þeirra létust á Landspítalanum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Níunda andlátið af völdum Covid-19 á Íslandi, fjölgun samfélagssmita á Vestfjörðum og stóraukið atvinnuleysi er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Gera ráð fyrir 16,9% atvinnuleysi í apríl

Atvinnuleysi á Íslandi fór vaxandi framan af marsmánuði og mældist 9,2% hafði atvinnuleysi því aukist úr 5,0% í febrúar. Gera má ráð fyrir því vöxturinn haldi áfram í apríl mánuði.

Mestu áhyggjur þríeykisins að þurfa að byrja upp á nýtt

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi.

Mósaíkin fær að njóta sín við Tryggvagötu

Reykjavíkurborg og Veitur ætla að leggja áherslu á gagnlegt upplýsingaflæði og gott aðgengi við framkvæmdir á Tryggvagötu sem halda áfram í sumar, eftir mikla gagnrýni á það hvernig staðið var að framkvæmdum við Hverfisgötu síðasta sumar.

Segir málsmeðferðina stórskrítna

Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018. Þetta er bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA.

Fimmtán ný smit milli daga

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.754 hér á landi.

Reyndi að ná peningum upp úr Peningagjá

Mjög fáir gestir hafa lagt leið sína í þjóðgarðinn á Þingvöllum að undanförnu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Íslendingur var þó gómaður við það í síðustu viku að reyna að ná peningum upp úr Peningagjá.

Öryggisverðir slökktu eld í bakaríi Jóa Fel

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Holtagarða í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld. Eldur kom upp í loftræstikerfi í bakaríi Jóa Fel en öryggisvörðum tókst að slökkva hann áður en slökkvilið bar að garði.

Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var

Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna.

Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn

Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram.

Ógnuðu manni með skotvopni í Vesturbænum

Tveir karlmenn um þrítugt voru handteknir eftir að tilkynning barst um að þeir hefðu ógnað þriðja manninum með skotvopni í vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 19:00 í kvöld. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til.

ASÍ vill samráð um næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar

Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verður kynntur fljótlega eftir helgi. Alþýðusamband Íslands kallar eftir samráði og vill sjá aðgerðir sem miða að því að vernda fólkið í landinu, fremur en að standa vörð um fjármagn.

Sjá næstu 50 fréttir