Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjörutíu prósent kvenna sem leita á landspítalann með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis, samkvæmt nýrri rannsókn.

Skimanir hefjast að nýju 4. maí

Skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum munu hefjast að nýju hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins 4. maí næstkomandi.

Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni aðstoða Icelandair. Kistur ríkissjóðs séu hins vegar ekki ótæmandi.

Flestar tölur á pari við það sem búast mátti við

Sóttvarnalæknir segir að miðað við tölfræði frá Hubei-héraði í Kína, þar sem talið er að faraldur kórónuveirunnar eigi upptök sín, séu tölur hér á landi að mestu á pari við það sem búist var við áður en að faraldurinn hófst.

Fjölda­upp­sagnir hjá Icelandair eftir helgi

Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

„Við verðum að fara í slökkvi­starf núna“

Hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason og Kristrún Frostadóttir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var efnahagsástandið rætt umbúðalaust. Hagfræðingarnir tveir voru sammála um að ríkið þurfi að gera meira fyrir fyrirtækin í landinu.

Tveir greindust með smit

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.792 hér á landi.

Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrá­setningar­gjöld

Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin.

„Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“

Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum.

Tíndu tugi tonna af rusli úr náttúrunni

Í gær fór Stóri plokkdagurinn fram um allt land og voru tugir tonna af rusli tíndir úr náttúrunni af plokkurum. Dagurinn var tileinkaður dugnaði starfsfólks heilbrigðisstofnana landsins og var dagurinn settur á lóð Landspítalans í Fossvogi.

Par grunað um líkams­á­rás

Par var handtekið í gærkvöldi vegna gruns um að það hafi ráðist á konu í Breiðholti. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Áverkar þolandans eru talin minniháttar.

Stýrir bæjarstjórnarfundum frá eldhúsborðinu

Bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með því að funda í gegnum netið. Ýmsir kostir, en líka gallar, fylgja fyrirkomulaginu að mati forseta bæjarstjórnar Akureyrar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður flugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugiðnaðinum.

Sumar­starf KFUM og KFUK ó­breytt í sumar

Sumarstarf á vegum KFUM og KFUK mun fara fram með óbreyttu sniði í sumar. Því verða sumarbúðir og leikjanámskeið á vegum KFUM og KFUK með sama sniði og áður.

Víðir fær frí eftir 54 upplýsingafundi

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, mun ekki sitja upplýsingafund vegna kórónuveirunnar í dag klukkan 14 eins og hann hefur gert síðasta rúma mánuðinn.

Sendi­herra Ís­lands í Brussel kallaður heim

Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur verið kallaður heim. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á drög utanríkisráðherra um breytingar á því hvernig sendiherrar skuli skipaðir.

Var með hníf í bílnum sér til varnar

Innbrot var framið í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Tilkynning barst lögreglunni laust upp úr klukkan 4 í nótt og voru tveir menn handteknir stuttu eftir í næstu götu við verslunina.

Styrkurinn kemur ekki í stað fjölmiðlafrumvarpsins

350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu.

Þeir sem veikjast mynda sterkara mótefni gagnvart veirunni

„Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir sóttvarnalæknir. Þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni.

Sjá næstu 50 fréttir