Fleiri fréttir

Krefjast 12 milljóna króna af Sel­tjarnar­nes­bæ vegna van­rækslu barna­verndar

Hin nítján ára gamla Margrét Þ. E. Einarsdóttir og faðir hennar Einar Björn Tómasson hafa stefnt Seltjarnarnesbæ vegna vanrækslu barnaverndar bæjarfélagsins í máli Margrétar. Margrét krefst þess að Seltjarnarnesbær greiði henni níu milljónir króna í miskabætur og Einar krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.

Fengu ómerktan vökva gegn Covid

Lögregla rannsakar nú ábendingar sem Lyfjastofnun barst um að einstaklingum hafi verið afhentur vökvi í ómerktu glasi með fyrirmælum um að hann skyldi nota til meðferðar og forvarnar gegn Covid.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um skráningu Íslandsbanka í Kauphöllina en bankinn var hringdur inn í Kauphöllina í dag. Þar með er komin kona í forstjórahópinn.

Öllum frjálst að mæta og fá Jans­sen meðan birgðir endast

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að allir sem vilja geti mætt í bólusetningu með bóluefni Janssen fyrir kórónuveirunni nú eftir hádegi í dag. Fólk sem hefur fengið staðfesta kórónuveirusýkingu er sérstaklega hvatt til þess að mæta.

BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands telur Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) hafa blekkt blaðamenn til þátttöku í umdeildri fíkniefnaauglýsingu.

Síðasti Jans­sen-dagur fyrir sumar­frí

Í dag verður bólusett með níu þúsund til tíu þúsund skömmtum af bóluefni Janssen við kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að boða hópa í bólusetningu samkvæmt þeirri handahófskenndu röð sem dregið var í fyrr í mánuðinum.

Notuðu nafn Rauða krossins án sam­þykkis fyrir á­róður gegn grasi

Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“.

Faxa­flóa­hafnir búast við 92 skemmti­ferða­skipum

Samkvæmt nýjustu áætlunum Faxaflóahafna er von á 92 skemmtiferðaskipum með 60 þúsund farþega um borð, það sem eftir lifir ári. Í byrjun árs voru 198 skemmtiferðaskipakomur til Faxaflóahafna með um 217 þúsund farþega.

„Ekki vera fimmtugur, fullur og prófa þetta“

Nokkrir leita á bráðamóttöku landspítalans á hverjum degi vegna rafskútuslysa, flestir með andlitsáverka eða áverka á handleggjum. Um fjörutíu prósent slasaðra hafa verið undir áhrifum áfengis.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að mikið hafi reynt á ónæmið í samfélaginu að undanförnu hafi það staðiðst áraunina. Smit hafi greinst sem ekki náðu að dreifa úr sér. Hann hvetur fólk sem hefur smitast af Covid til að mæta í bólusetningu og vill horfa til gagna, en ekki tilfinningar, við ákvarðanatöku um að hætta að skima bólusetta á landamærunum.

Hvar er seinni sprauta af Astra Zeneca?

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri, einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í Covid-19 og sóttvörnum vegna kórónuveirunnar, veltir fyrir sér hvað dvelji Orminn langa: Seinni sprautuna af Astra Zeneca.

Bólusett með Janssen og Pfizer í vikunni

Framundan er stór vika í bólusetningum en bólusett verður með bóluefnunum frá Janssen, Pfizer og AstraZeneca, það er að segja ef síðastnefnda berst í tæka tíð.

Varasamir vindstrengir á Vesturlandi

Varað er við snörpum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og víðar á vesturhelmingi landsins í dag. Ekki er ferðaveður fyrir hjólhýsi eða húsbíla sem fjúka auðveldlega í hliðarvindi á þeim slóðum.

Neitaði að segja til nafns og reyndist eftirlýstur

Það var nokkuð annasamt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt en hún stöðvaði meðal annars ökumann um kl. 21.30, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Nýjustu þríburar landsins dafna vel

Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti.

Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið

„Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Aldrei hafa fleiri konur verið í forystu í Sjálfstæðislokknum og nú. Þær leiða í helmingi kjördæma eftir sigur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi í gær. Við ræðum við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Silja Dögg afþakkar þriðja sætið

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Astra-dagur verður líklega að Janssen-degi

Fyrirhugaðri bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á fimmtudag verður líklega frestað fram í vikuna á eftir, þar sem útlit er fyrir að efnið berist ekki til landsins í tæka tíð. Stefnt er að því að bólusetja í það minnsta tuttugu þúsund með bóluefnum Janssen og Pfizer á þriðjudag og miðvikudag – og mögulega verður bætt við Janssen-degi á fimmtudag.

Slasaði svif­vængjamaðurinn fluttur á brott með þyrlu

Allar björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag vegna slasaðs svifvængjamanns á Búrfelli í Þjórsárdal. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang á þriðja tímanum og hlúðu að konunni, sem flutt var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi.

Fagnar góðu gengi kvenna í prófkjörum flokksins

Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna fagnar góðum árangri kvenna í prófkjörum flokksins fyrir komandi kosningar. Kynjahlutföll oddvitanna í kjördæmunum sex eru jöfn og útlit er fyrir að sjö konur muni taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn á næsta kjörtímabili, haldi flokkurinn fylgi sínu.

Eldfjallateppi heklað sem rúmteppi á 280 klukkutímum

Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sem býr í Luton í Bretlandi er ótrúlega manneskja þegar kemur að handverki en hún var að ljúka við að hekla rúmteppi með myndum af gosinu á Reykjanesi. Ragnheiður er fædd og uppalinn á Snæfellsnesi en flutti í Breiðholti á unglingsárum og flutti svo til Bretlands þar sem hún býr í dag.

Ætlar að hjóla 400 kíló­metra með höndunum

Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson hyggst hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring í næstu viku. Tilgangurinn með afrekinu er að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og að safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar ferðumst við til Norðvesturkjördæmis en prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, og jafnframt því síðasta í flokknum, lauk með sigri ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í gær. Konur leiða nú lista flokksins í þremur kjördæmum.

Sjá næstu 50 fréttir