Fleiri fréttir

Vill vægari kröfur um gæslu­varð­hald

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 

Út­skrifaði sig sjálfur með svæsna kál­böggla­eitrun

Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, greinir frá því á Facebook í dag að bið hans eftir heilbrigðisþjónustu á bráðamóttökunni í Fossvogi hafi verið svo löng að hann hafi endað með því að útskrifa sig sjálfur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á mesta magn fíkniefna sem fundist hefur á Íslandi í einu og sama máli. Tíu hafa verið handteknir og þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna tveggja rannsókna á umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um málið og sjáum það gríðarlega magn fíkniefna sem lögregla hefur lagt hald á.

Út­lendinga­frum­varpi Jóns frestað fram á haust

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur.

Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar

Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á.

Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum

Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Mælt gegn ferðum með tengivagna á Suðurlandi

Veðurfræðingur mælir gegn ferðalögum með tengivagna í hvassviðrinu á Suðurlandi næsta rúma sólarhringinn þar sem gul viðvörun er í gildi. Mótstjóri TM-mótsins sem stendur yfir í Eyjum hefur litlar áhyggjur af rokinu og segir Eyjamenn hafa séð það verra.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 

„Út með þessa stjórn, hún hefur unnið heljarmikið tjón“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður og þingmaður Miðflokksins, segir að ríkisstjórnin hafi áorkað afar litlu á þeim fimm árum sem hún hefur verið við völd. Stjórnmál séu ekki sérsvið ríkisstjórnarinnar og nú sé „Covid-skjólið“ horfið.

Vinstri græn hafi sannað sig sem sú stjórn­mála­hreyfing sem getur vísað veginn

Þingflokksformaður Vinstri grænna - græns framboðs sagði flokkinn hafa sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis.

Fjármagnseigendur aldrei haft það betra en í stjórnartíð Katrínar

Þingmaður Pírata veltir því fyrir sér hvernig væntanlegur kjósandi Vinstri grænna árið 2017, sem hefði ratað í tímavél og skroppið fimm ár fram á við, myndi bregðast við þegar hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Hann nefnir til að mynda aukinn ójöfnuð í samfélaginu, brottvísanir flóttafólks og neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sem hluti sem ættu að koma hinum ímyndaða tímaflakkara á óvart.

Staða bænda grafalvarleg

Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu bænda í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu vera grafalvarlega. Hún ræddi mögulegar aðgerðir á eldhúsdegi Alþingis.

Tívolí í Kaupmannahöfn skreytt íslenskum veifum úr lopa

Það verður Íslendingabragur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, því þá verður tívolíið allt meira og minna skreytt með handprjónuðum veifum úr íslenskri ull. Íslenskar hannyrðakonur á öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í prjónaskapnum en stefnan er sett á að prjóna einn kílómetra af veifum til að skreyta með í tívolíinu.

Alþjóðasamstarf mikilvægt á tímum stríðs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er þakklát fyrir þann samhug sem ríkt hefur á Íslandi um viðbrögð við innrás Rússlands í Úkraínu. Hún segir að alþjóðasamstarf sé lykillinn að hagsæld og að litlar líkur séu á því að friður verði rofinn í kringum okkur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Pútin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Utanríkisráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Pútin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ísland reki lestina í Evrópu

Fulltrúar stærstu fyrirtækja í íslenskum landbúnaði komu saman í mars á þessu ári og stofnuðu Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). Samtökin segja að rétta þurfi þann mikla aðstöðuhalla sem íslenskur landbúnaður búi við í samanburði við önnur evrópsk ríki.

„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús.

Sjá næstu 50 fréttir