Fleiri fréttir

Gætu ekki brugðist við stóru slysi í Reykja­vík með full­nægjandi hætti

Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Viðbúnaður hjá lögreglu í Miðtúni í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkurn viðbúnað í Miðtúni í Reykjavík á fjórða og fimmta tímanum í dag. Sérsveitarmenn voru kallaðir til vegna málsins en að sögn aðalvarðstjóra var um að ræða útkall vegna veiks einstaklings sem var vopnaður hnífi. 

Löggan mætir á ráð­stefnu um hug­víkkandi efni

Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína.

Stefnir í met­ár í komu skemmti­ferða­skipa

Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu.

Konan sem lýst var eftir er fundin

Kona á fertugsaldri sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er komin í leitirnar. Ekkert hafði spurst til hennar frá 26. desember þegar hún fór frá dvalarstað sínum í Reykjavík og var hennar leitað í dag.

Dómarar fá vænan jólabónus

Stjórn dómstólasýslunnar ákvað á fundi sínum sem fram fór 10. nóvember á síðasta ári að persónuuppbót dómara í desember skuli vera 229.500 krónur.

SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar

Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn.

Hrein­læti besta vopnið gegn kakka­lökkum

Kakkalakkar hafa fundist á Íslandi í áratugi en undanfarna mánuði hafa þeir verið að sjást í meira mæli í íbúðarhúsum. Sérfræðingur í skordýrum segir almennt hreinlæti vera lykilatriði ef fólk vill ekki sjá þessi framandi dýr heima hjá sér. 

Svikarar narra leigj­endur í neyð með fölskum gylli­­boðum

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina.

„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum

Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádeginu tökum við stöðuna á kjarasamningagerð en Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja samninga.

Sprengdi sig frá höfuð­kvölum, þung­lyndi og lyfja­fíkn með hjálp hug­víkkandi efna

Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf.

„Klám er ekki nei­kvætt fyrir­bæri í eðli sínu“

Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt.

Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar

Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar.

„Fólkið fyrst svo allt hitt“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum.

Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku

Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu.

Úr slæmu ástandi í enn verra

Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær.

Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu

Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim.

Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 

Sól­veig Anna reiknar með að Efling geri gagn­til­boð

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. 

Lögðu fram samningstilboð til Eflingar

Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 

Kaldasti desember á landinu í hálfa öld

Desembermánuður var sá kaldasti á landsvísu frá árinu 1973. Í Reykjavík hafði meðalhitinn ekki mælst jafn lágur í heila öld. Þrátt fyrir samgöngutruflanir vegna snævar og hvassviðri í seinni hluta mánaðarins var úrkoma víða sú minnsta sem mælst hefur í áratugi.

Al­var­legt bíl­slys í Hveradalabrekku

Harkalegur árekstur varð á Suðurlandsvegi til móts við Skíðaskálann í Hveradölum á öðrum tímanum í dag þegar lítil jeppabifreið hafnaði aftan á snjóruðningstæki.

Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku

Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik.

Þrjú loftför, tvö slys og tíu slasaðir

Landhelgisgæslan vill hafa flugvél sína, sem gegndi mikilvægu hlutverki þegar alvarlegt umferðarlys varð á Suðurlandi í gær, oftar til taks hér á Íslandi. Tíu manns úr tveimur slysum voru fluttir til Reykjavíkur með þremur loftförum gæslunnar í gær; bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar.

Þyngri refsing í kyn­ferðis­brota­máli til kasta Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni ríkissaksóknara í máli manns sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Málið snýst um hvort að Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsingu mannsins eftir að mál hans var endurupptekið vegna Landsréttarmálsins svokallaða.

Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki

Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bílslysið suður af Öræfajökli, lokun skotsvæðis Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, tjón af völdum kulda og glæpasamtök á Spáni eru meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir