Fleiri fréttir

Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun

Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins.

Átök í Gabon eftir umdeildar kosningar

Óöld ríkir í Afríkuríkinu Gabon eftir að stjórnarhermenn réðust á höfuðstöðvar stjórnarandstöðunnar í landinu í morgun. Margir eru særðir, sumir alvarlega, segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar. Árásin var gerð nokkrum klukkustundum eftir að forseti landsins, Ali Bongo, lýsti yfir sigri í kosningum sem hafa verið gagnrýndar harðlega.

Byssumaðurinn í Kristjaníu særðist í átökum við lögreglu

Til skotbardaga kom í morgun á milli lögreglunnar í Kaupmannahöfn og manns sem grunaður er um að hafa sært tvo lögreglumenn og einn almennan borgara í fríríkinu Kristjaníu í gærkvöldi. Lögreglan hafði gert áhlaup inn í hverfið í gærkvöldi til að uppræta þar hasssölu þegar maðurinn, sem sagður er á þrítugsaldri, tók upp byssu og hóf skothríð.

Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum

Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu.

Rouseff vikið úr embætti forseta

Brasilískir öldungadeildarþingmenn kusu gegn forsetanum sem hefur verið sökuð um hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins.

Bongo áfram forseti í Gabon

Þetta verður annað kjörtímabil hins 57 ára Ali Bongo, en faðir hans, Omar Bongo, stýrði landinu í 41 ár.

Örlög Dilmu Rousseff ráðast í dag

Öldungadeild brasilíska þingsins mun í dag greiða atkvæði um hvort Dilma Rousseff taki aftur við embætti forseta landsins eður ei.

Auðmennirnir að yfirgefa Kína

Ríkir Kínverjar streyma nú til útlanda til að tryggja auðævi sín. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að 70 þúsund kínverskir milljónamæringar séu fluttir til Kanada.

Hringja í tapara

Tap Dana vegna þátttöku í fjárhættuspilum nemur nú um níu milljörðum danskra króna á ári, að sögn danska ríkisútvarpsins.

Fleiri hætta við hælisumsókn

að sem af er árinu hafa 4.500 flóttamenn dregið hælisumsókn sína til baka í Svíþjóð miðað við 3.800 allt árið í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir