Fleiri fréttir

Vorið breiðist út um Kóreuskagann

Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu.

Krefjast ævilangs fangelsis yfir Akilov

Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra.

Trump heitt í hamsi í viðtali við vinina á Fox

Bandaríkjaforseti fór mikinn um meinta spillingu innan FBI og hagsmunaárekstra saksóknara í viðtalið við Fox og vini. Hótaði hann því að grípa inn í hjá dómsmálaráðuneytinu vegna Rússarannsóknarinnar.

Lögmaður Trump neitar að bera vitni

Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum.

Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun

Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953.

Mörgæs setti köfunarmet

Vísindamenn á Suðurskautslandinu telja sig hafa mælt lengstu köfun mörgæsar frá því að mælingar hófust.

Þrettán börn látin eftir árekstur lestar og rútu

Þrettán börn eru látin eftir að lest hafnaði á skólarúta í norðurhluta Indlands í nótt. Ekki er vitað hversu margir voru í rútunni og óttast er að fleiri börn kunni að finnast látin.

Raðmorðingi handsamaður

Lögregluyfirvöld í Sacramento í Kaliforníu tilkynntu í gær að 72 ára gamall maður, Joseph James DeAngelo, hefði verið handtekinn, grunaður um að vera hinn alræmdi Golden State-morðingi.

Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn

Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið.

Í lífshættu eftir árás stuðningsmanna Roma

Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn eftir að ráðist var á hann fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool sem mætti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi.

Nærbuxur Madonnu og skilnaðarbréf Tupacs á uppboð í sumar

Dómari í New York hefur fellt úr gildi lögbann á uppboð muna sem áður voru í eigu söngkonunnar Madonnu. Meðal annars er um að ræða nærbuxur, hárlokk af höfði hennar og afar persónulegt skilnaðarbréf sem rapparinn Tupac Shakur skrifaði til að slíta ástarsambandi þeirra á sínum tíma.

Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum.

Viljaverk og mögulega hryðjuverk

Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum.

Kavíarhneyksli í Evrópuráðinu

Margir fyrrverandi og núverandi fulltrúar í Evrópuráðinu eru grunaðir um að hafa þegið kavíar, teppi og dvöl á lúxushótelum í Bakú í Aserbaídsjan.

Karapetjan tekur við af Sargsjan

Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær.

Sjá næstu 50 fréttir