Fleiri fréttir

Eltihrellir Söndru Bullock látinn

Karlmaður, sem dæmdur var á síðasta ári fyrir að sitja um leikkonuna Söndru Bullock, lést eftir lögregluaðgerð við heimili hans í gær.

Enn skekur mótmælaaldan Armeníu

Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta.

Framburðurinn áreiðanlegur

Dómari í máli gegn Reuters-­blaðamönnunum Wa Lone og Kyaw Soe Oo í Mjanmar sagðist í gær meta framburð lögreglustjórans Moe Yan Naing sem áreiðanlegan.

Stefnir í spennandi kosningar í Tyrklandi

Fjórir tyrkneskir stjórnarandstöðuflokkar komust í gær að samkomulagi um að mynda kosningabandalag og bjóða saman fram í þingkosningunum sem fara fram 24. júní næstkomandi.

Níu taldir af eftir flugslys

Talið er að níu hafi látist þegar fragtflugvél á vegum þjóðvarðarliðs Púertó Ríkó hrapaði í Savannah í Georgíu-fylki.

Cambridge Analytica hættir starfsemi

Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli varðandi persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016.

Bandaríkjaher áfram í Suður-Kóreu

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast.

Líkfundur á kvennaklósetti

Kanadíska lögreglan segir að líkamsleifar karlmanns hafi fundist á bakvið vegg almenningssalernis þar í landi.

Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan

Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið.

Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum.

Illdeilur Ísraels og Írans harðna

Netanjahú birti gögn sem hann sagði sýna fram á leynilega kjarnorkuvopnaáætlun Írana. Sagði þá ljúga að alþjóðasamfélaginu. Íranar svöruðu, kölluðu Netanjahú lygara og ríkisstjórn hans barnamorðingja.

Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi

Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum.

Taj Mahal tapar litnum

Hæstiréttur Indlands hefur fyrirskipað stjórvöldum að gera betur í að verðveita ástand Taj Mahal eftir að hafa hlýtt á málflutning umhverfisverndarsinna.

Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla.

Enn fækkar bandamönnum Taívana gegn Kínastjórn

Dómíníkanska lýðveldið hefur rift öllum opinberum tengslum við ríkisstjórnina í Taívan og þess í stað formlega viðurkennt stjórnvöld í Pekíng sem hin einu réttmætu kínversku yfirvöld. Það þýðir að aðeins 19 ríki í heiminum viðurkenna nú taívönsku stjórnina, aðallega smáríki sem eru háð efnahagsaðstoð sem þau fá í skiptum.

Réttað yfir fjármálastjóra Páfagarðs vegna fjölda kynferðisbrota

Ástralskur dómari hefur úrskurðað að næg sönnunargögn liggi fyrir til að rétta yfir kardinálanum George Pell vegna kynferðisbrota gegn börnum en hann er fjármálastjóri Páfagarðs. Pell, sem hefur verið kallaður þriðji æðsti ráðamaður Vatíkansins, neitaði sök fyrir rétti í morgun.

Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn.

Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela

Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum.

Sjá næstu 50 fréttir